Víkingar á leið til Albaníu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júlí 2024 22:15 Víkingar fara til Albaníu. Vísir/Diego Víkingar munu mæta Egnatia frá Albaníu í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Bæði lið féllu úr leik í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Víkingar fóru til Írlands í gær og töpuðu þar 2-1 fyrir Shamrock Rovers eftir að gera markalaust jafntefli í Víkinni. Egnatia tók á móti Borac Banja Luka í kvöld og var 1-0 undir eftir dramatískt sigurmark gestanna í fyrri leik liðanna. Leikur kvöldsins var engu minna dramatískur en heimamenn í Egnatia unnu á endanum 2-1 sigur og því þurfti að framlengja. Þar sem ekkert var skorað í framlengingunni þurfti að útkljá einvígið í vítaspyrnukeppni. Þar reyndust gestirnir frá Bosníu sterkari og fara því áfram í næstu umferð Meistaradeildar Evrópu. Á sama tíma er Egnatia úr leik og fellur niður í Sambandsdeildina þar sem þeir mæta Íslands- og bikarmeisturum Víkings. KF Egnatia varð albanskur meistari á síðustu leiktíð en það var í fyrsta sinn sem félagið vinnur þann titil. Liðið datt úr á móti armenska félaginu Ararat-Armenia í fyrstu umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra. Það verður annað einvígi liða frá Íslandi og Albaníu en annað kvöld mætast Valur og Vllaznia Shkodër í annað sinn eftir að gera 2-2 jafntefli á Hlíðarenda í leik þar sem allt sauð upp úr. Leikirnir í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu fara fram 25. júlí og 1. ágúst. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Valur mun spila seinni leikinn í Albaníu: „Verðum að trúa því og treysta að þetta verði í lagi“ Þrátt fyrir ofbeldisfulla hegðun fær albanska liðið Vllaznia að halda heimaleik fyrir opnum dyrum gegn Val næsta fimmtudag í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þetta staðfestir Jörundur Áki Sveinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi. 15. júlí 2024 11:27 Valsmenn senda frá sér yfirlýsingu: UEFA lítur málið alvarlegum augum Valur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna óláta áhorfenda á leik karlaliðs félagsins í fótbolta við Vllaznia frá Albaníu í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld. Hegðun stuðningsmanna er fordæmd en öll einbeiting sögð á síðari leiknum eftir viku. 12. júlí 2024 11:47 UEFA á viðvörunarstigi, Interpol í málinu og Albaníuferðin í hættu Hegðun stuðningsmanna og starfsfólks albanska félagsins Vllaznia í kringum leik liðsins við Val að Hlíðarenda í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld gæti dregið dilk á eftir sér. Málið er á borði KSÍ og UEFA auk lögreglunnar og Interpol. 12. júlí 2024 11:10 Öryggisvörður laminn eftir leik og lögregla kölluð til Stuðningsmenn albanska liðsins Vllaznia réðust á öryggisverði eftir leik á Hlíðarenda. Svo virtist sem tekist hefði að leysa úr málunum en lögregla var kölluð til þegar múgurinn espaðist aftur. 11. júlí 2024 22:27 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjá meira
Víkingar fóru til Írlands í gær og töpuðu þar 2-1 fyrir Shamrock Rovers eftir að gera markalaust jafntefli í Víkinni. Egnatia tók á móti Borac Banja Luka í kvöld og var 1-0 undir eftir dramatískt sigurmark gestanna í fyrri leik liðanna. Leikur kvöldsins var engu minna dramatískur en heimamenn í Egnatia unnu á endanum 2-1 sigur og því þurfti að framlengja. Þar sem ekkert var skorað í framlengingunni þurfti að útkljá einvígið í vítaspyrnukeppni. Þar reyndust gestirnir frá Bosníu sterkari og fara því áfram í næstu umferð Meistaradeildar Evrópu. Á sama tíma er Egnatia úr leik og fellur niður í Sambandsdeildina þar sem þeir mæta Íslands- og bikarmeisturum Víkings. KF Egnatia varð albanskur meistari á síðustu leiktíð en það var í fyrsta sinn sem félagið vinnur þann titil. Liðið datt úr á móti armenska félaginu Ararat-Armenia í fyrstu umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra. Það verður annað einvígi liða frá Íslandi og Albaníu en annað kvöld mætast Valur og Vllaznia Shkodër í annað sinn eftir að gera 2-2 jafntefli á Hlíðarenda í leik þar sem allt sauð upp úr. Leikirnir í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu fara fram 25. júlí og 1. ágúst.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Valur mun spila seinni leikinn í Albaníu: „Verðum að trúa því og treysta að þetta verði í lagi“ Þrátt fyrir ofbeldisfulla hegðun fær albanska liðið Vllaznia að halda heimaleik fyrir opnum dyrum gegn Val næsta fimmtudag í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þetta staðfestir Jörundur Áki Sveinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi. 15. júlí 2024 11:27 Valsmenn senda frá sér yfirlýsingu: UEFA lítur málið alvarlegum augum Valur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna óláta áhorfenda á leik karlaliðs félagsins í fótbolta við Vllaznia frá Albaníu í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld. Hegðun stuðningsmanna er fordæmd en öll einbeiting sögð á síðari leiknum eftir viku. 12. júlí 2024 11:47 UEFA á viðvörunarstigi, Interpol í málinu og Albaníuferðin í hættu Hegðun stuðningsmanna og starfsfólks albanska félagsins Vllaznia í kringum leik liðsins við Val að Hlíðarenda í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld gæti dregið dilk á eftir sér. Málið er á borði KSÍ og UEFA auk lögreglunnar og Interpol. 12. júlí 2024 11:10 Öryggisvörður laminn eftir leik og lögregla kölluð til Stuðningsmenn albanska liðsins Vllaznia réðust á öryggisverði eftir leik á Hlíðarenda. Svo virtist sem tekist hefði að leysa úr málunum en lögregla var kölluð til þegar múgurinn espaðist aftur. 11. júlí 2024 22:27 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Manchester United - West Ham | Djöflanir að hlið Chelsea með sigri Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjá meira
Valur mun spila seinni leikinn í Albaníu: „Verðum að trúa því og treysta að þetta verði í lagi“ Þrátt fyrir ofbeldisfulla hegðun fær albanska liðið Vllaznia að halda heimaleik fyrir opnum dyrum gegn Val næsta fimmtudag í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þetta staðfestir Jörundur Áki Sveinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi. 15. júlí 2024 11:27
Valsmenn senda frá sér yfirlýsingu: UEFA lítur málið alvarlegum augum Valur hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna óláta áhorfenda á leik karlaliðs félagsins í fótbolta við Vllaznia frá Albaníu í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld. Hegðun stuðningsmanna er fordæmd en öll einbeiting sögð á síðari leiknum eftir viku. 12. júlí 2024 11:47
UEFA á viðvörunarstigi, Interpol í málinu og Albaníuferðin í hættu Hegðun stuðningsmanna og starfsfólks albanska félagsins Vllaznia í kringum leik liðsins við Val að Hlíðarenda í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld gæti dregið dilk á eftir sér. Málið er á borði KSÍ og UEFA auk lögreglunnar og Interpol. 12. júlí 2024 11:10
Öryggisvörður laminn eftir leik og lögregla kölluð til Stuðningsmenn albanska liðsins Vllaznia réðust á öryggisverði eftir leik á Hlíðarenda. Svo virtist sem tekist hefði að leysa úr málunum en lögregla var kölluð til þegar múgurinn espaðist aftur. 11. júlí 2024 22:27