Líflátshótunum rignir yfir Víkinga: „Djöfull er þetta lasið“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. júlí 2024 11:01 Hér má sjá Arnar Gunnlaugsson hughreysta Nikolaj eftir leikinn í gær. „Jæja næstu 50 mínútur fara í að eyða líflátshótunum og ógeðslegum kommentum á Facebook/Instagram/Twitter síðum Víkings,“ segir Hörður Ágústsson sem sér um samfélagsmiðla knattspyrnuliða Víkinga, eftir tap liðsins gegn Shamrock Rovers í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Jæja næstu 50 mínútur fara í að eyða líflátshótunum og ógeðslegum kommentum á Facebook/Instagram/Twitter síðum Víkings.Allt frá aðilum sem voru að veðja á leikinn. Djöfull er þetta lasið.— Hörður (@horduragustsson) July 16, 2024 Þar vísar hann til þess að ósáttir menn, sem höfðu veðjað á leikinn, væru allt annað en sáttir með Nikolaj Hansen sem misnotaði vítaspyrnu í uppbótartímanum í gærkvöldi. Vítaklúðrið þýddi að heimamenn í Shamrock Rovers unnu leikinn 2-1 og fóru áfram í næstu umferð. Ef Hansen hefði skorað hefði leikurinn farið 2-2 og mögulega einhverjir sett pening á jafntefli, að skoruð yrði fleiri en 3,5 mörk í leiknum eða hvað sem hægt er að veðja á. „Allt frá aðilum sem voru að veðja á leikinn. Djöfull er þetta lasið,“ segir Hörður á X-inu. „Þetta er svona sama hvernig leikir fara. Ekkert hægt að gera nema eyða mörgum klukkutímum á viku í þetta til að gerpi sem hóta ofbeldi/morði fái ekki að koma nálægt einhverju sem snýst ekkert um íþróttina sem þessi fífl eru að veðja á.“ Þetta er btw svona sama hvernig leikir fara. Ekkert hægt að gera nema eyða mörgum klukkutímum á viku í þetta til að gerpi sem hóta ofbeldi/morði fái ekki að koma nálægt einhverju sem snýst ekkert um íþróttina sem þessi fífl eru að veðja á.— Hörður (@horduragustsson) July 16, 2024 Heimamenn komust í 2-0 í fyrri hálfleiknum í gærkvöldi með tveimur mörkum frá sóknarmanninum Johnny Kenny. Daninn Nikolaj Hansen minnkaði muninn í 2-1 með fínum skalla í síðari hálfleiknum og fékk síðan tækifæri til að jafna leikinn og knýja fram framlengingu. En skaut í stöng eins og sjá má hér að neðan. Klippa: Mörkin og vítaklúðrið í leik Shamrock Rovers og Víkings Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Sjá meira
Jæja næstu 50 mínútur fara í að eyða líflátshótunum og ógeðslegum kommentum á Facebook/Instagram/Twitter síðum Víkings.Allt frá aðilum sem voru að veðja á leikinn. Djöfull er þetta lasið.— Hörður (@horduragustsson) July 16, 2024 Þar vísar hann til þess að ósáttir menn, sem höfðu veðjað á leikinn, væru allt annað en sáttir með Nikolaj Hansen sem misnotaði vítaspyrnu í uppbótartímanum í gærkvöldi. Vítaklúðrið þýddi að heimamenn í Shamrock Rovers unnu leikinn 2-1 og fóru áfram í næstu umferð. Ef Hansen hefði skorað hefði leikurinn farið 2-2 og mögulega einhverjir sett pening á jafntefli, að skoruð yrði fleiri en 3,5 mörk í leiknum eða hvað sem hægt er að veðja á. „Allt frá aðilum sem voru að veðja á leikinn. Djöfull er þetta lasið,“ segir Hörður á X-inu. „Þetta er svona sama hvernig leikir fara. Ekkert hægt að gera nema eyða mörgum klukkutímum á viku í þetta til að gerpi sem hóta ofbeldi/morði fái ekki að koma nálægt einhverju sem snýst ekkert um íþróttina sem þessi fífl eru að veðja á.“ Þetta er btw svona sama hvernig leikir fara. Ekkert hægt að gera nema eyða mörgum klukkutímum á viku í þetta til að gerpi sem hóta ofbeldi/morði fái ekki að koma nálægt einhverju sem snýst ekkert um íþróttina sem þessi fífl eru að veðja á.— Hörður (@horduragustsson) July 16, 2024 Heimamenn komust í 2-0 í fyrri hálfleiknum í gærkvöldi með tveimur mörkum frá sóknarmanninum Johnny Kenny. Daninn Nikolaj Hansen minnkaði muninn í 2-1 með fínum skalla í síðari hálfleiknum og fékk síðan tækifæri til að jafna leikinn og knýja fram framlengingu. En skaut í stöng eins og sjá má hér að neðan. Klippa: Mörkin og vítaklúðrið í leik Shamrock Rovers og Víkings
Víkingur Reykjavík Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Sjá meira