„Getur ennþá orðið stórkostlegt tímabil“ Smári Jökull Jónsson skrifar 17. júlí 2024 07:01 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga var svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Shamrock Rovers í gær sem þýðir að Víkingar eru úr leik í undankeppni Meistaradeildarinnar. Hann sagði að það hafi verið erfitt að koma inn í búningsklefa eftir leik. Leikurinn í gær fór fram á heimavelli Shamrock Rovers í Dublin en fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli í Víkinni. Víkingar gerðu sér erfitt fyrir í leiknum í gær með því að fá á sig tvö mörk snemma leiks. „Við gerum okkur seka um slæm varnarmistök í báðum mörkunum. Þeir spiluðu ólíkt því sem við bjuggumst við, öðruvísi en þeir eru vanir og það sem við höfum séð frá þeim núna og til dæmis gegn Blikum í fyrra,“ sagði Arnar þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í gærkvöldi. „Við vorum að gera mistök þar sem við missum einbeitingu og mér finnst það stundum vera hjá íslenskum liðum að menn missa einbeitingu. Líkamlega og fótboltalega erum við alveg á pari en þú mátt ekki missa einbeitingu í svona leikjum. Það má segja að við höfum spilað betur í þremur hálfleikjum af fjórum í einvíginu.““ „Erfitt að segja að betra liðið hafi farið áfram“ Eins og áður segir lauk fyrri leik liðanna með markalausu jafntefli en Arnar segir að það sé erfitt að halda því fram að betra liðið hafi farið áfram úr einvíginu. „Við komum ágætlega út í seinni hálfleik og hefðum getað skorað áður en Niko [Nikolaj Hansen] minnkaði muninn. Svo missa þeir náttúrlega mann af velli. Ég held það sé erfitt að segja eftir þetta einvígi að betra liðið hafi farið áfram. Svona er þessi fótbolti sem við elskum, stundum hatar maður þennan leik.“ Sean Hoare og Erlingur Agnarsson berjast um boltann.Vísir/Getty Arnar gerði tvær breytingar á liði Víkings í hálfleik. Nikolaj Hansen og Matthías Vilhjálmsson komu inn fyrir Danijel Djuric og Helga Guðjónsson. Gerði Arnar mistök að byrja ekki með líkamlega sterkara lið í upphafi leiks? „Ég skil þá gagnrýni. Mér finnst leiðinlegt að taka framherja útaf þegar mörkin koma eftir varnarmistök. Það lítur þá þannig út eins og framherjarnir hafi verið vandamálið.“ „Við erum enn í Evrópukeppni“ Arnar viðurkennir að það hafi verið erfitt að koma inn í búningsklefann eftir leikinn. Víkingar fengu gullið tækifæri til að koma leiknum í framlengingu en vítaspyrna Nikolaj Hansen á síðustu sekúndu leiksins fór í utanverða stöngina. „Það var erfitt. Við þurftum bara að taka utan um okkar mann Niko sem er náttúrlega goðsögn hjá félaginu. Auðvitað leið honum illa.“ Vítaspyrnan fór í utanverða stöngina.Vísir/Getty Framundan hjá Víkingum er leikur gegn KA á Akureyri á laugardaginn. Víkingar eru í efsta sæti Bestu deildarinnar og þar að auki komnir í úrslit bikarkeppninnar. Það var engan bilbug að finna á Arnari þrátt fyrir vonbrigðin í kvöld. „Þetta getur ennþá orðið stórkostlegt tímabil, vinna báða titlana og við erum enn í Evrópukeppni. Það er mitt hlutverk að sjá til þess að koma mönnum aftur á rétta braut og við mætum af krafti gegn KA á laugardag. Við grenjum aðeins í kvöld og fram að flugi á morgun en svo er það bara áfram gakk.“ Víkingar færast nú yfir í aðra umferð Sambandsdeildar Evrópu og það kemur í ljós á fimmtudag hvort liðið mætir FK Borac Banja Luka frá Bosníu eða KF Egnatia frá Albaníu í einvígi sem hefst strax í næstu viku. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Leikurinn í gær fór fram á heimavelli Shamrock Rovers í Dublin en fyrri leik liðanna lauk með markalausu jafntefli í Víkinni. Víkingar gerðu sér erfitt fyrir í leiknum í gær með því að fá á sig tvö mörk snemma leiks. „Við gerum okkur seka um slæm varnarmistök í báðum mörkunum. Þeir spiluðu ólíkt því sem við bjuggumst við, öðruvísi en þeir eru vanir og það sem við höfum séð frá þeim núna og til dæmis gegn Blikum í fyrra,“ sagði Arnar þegar Vísir ræddi við hann eftir leik í gærkvöldi. „Við vorum að gera mistök þar sem við missum einbeitingu og mér finnst það stundum vera hjá íslenskum liðum að menn missa einbeitingu. Líkamlega og fótboltalega erum við alveg á pari en þú mátt ekki missa einbeitingu í svona leikjum. Það má segja að við höfum spilað betur í þremur hálfleikjum af fjórum í einvíginu.““ „Erfitt að segja að betra liðið hafi farið áfram“ Eins og áður segir lauk fyrri leik liðanna með markalausu jafntefli en Arnar segir að það sé erfitt að halda því fram að betra liðið hafi farið áfram úr einvíginu. „Við komum ágætlega út í seinni hálfleik og hefðum getað skorað áður en Niko [Nikolaj Hansen] minnkaði muninn. Svo missa þeir náttúrlega mann af velli. Ég held það sé erfitt að segja eftir þetta einvígi að betra liðið hafi farið áfram. Svona er þessi fótbolti sem við elskum, stundum hatar maður þennan leik.“ Sean Hoare og Erlingur Agnarsson berjast um boltann.Vísir/Getty Arnar gerði tvær breytingar á liði Víkings í hálfleik. Nikolaj Hansen og Matthías Vilhjálmsson komu inn fyrir Danijel Djuric og Helga Guðjónsson. Gerði Arnar mistök að byrja ekki með líkamlega sterkara lið í upphafi leiks? „Ég skil þá gagnrýni. Mér finnst leiðinlegt að taka framherja útaf þegar mörkin koma eftir varnarmistök. Það lítur þá þannig út eins og framherjarnir hafi verið vandamálið.“ „Við erum enn í Evrópukeppni“ Arnar viðurkennir að það hafi verið erfitt að koma inn í búningsklefann eftir leikinn. Víkingar fengu gullið tækifæri til að koma leiknum í framlengingu en vítaspyrna Nikolaj Hansen á síðustu sekúndu leiksins fór í utanverða stöngina. „Það var erfitt. Við þurftum bara að taka utan um okkar mann Niko sem er náttúrlega goðsögn hjá félaginu. Auðvitað leið honum illa.“ Vítaspyrnan fór í utanverða stöngina.Vísir/Getty Framundan hjá Víkingum er leikur gegn KA á Akureyri á laugardaginn. Víkingar eru í efsta sæti Bestu deildarinnar og þar að auki komnir í úrslit bikarkeppninnar. Það var engan bilbug að finna á Arnari þrátt fyrir vonbrigðin í kvöld. „Þetta getur ennþá orðið stórkostlegt tímabil, vinna báða titlana og við erum enn í Evrópukeppni. Það er mitt hlutverk að sjá til þess að koma mönnum aftur á rétta braut og við mætum af krafti gegn KA á laugardag. Við grenjum aðeins í kvöld og fram að flugi á morgun en svo er það bara áfram gakk.“ Víkingar færast nú yfir í aðra umferð Sambandsdeildar Evrópu og það kemur í ljós á fimmtudag hvort liðið mætir FK Borac Banja Luka frá Bosníu eða KF Egnatia frá Albaníu í einvígi sem hefst strax í næstu viku.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira