„Litu bara á þetta eins og hefði verið keyrt á kind“ Tómas Arnar Þorláksson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 15. júlí 2024 22:01 Atli Már Jóhannsson, einn skipuleggjandi mótmælanna, og Ólafur Kr. Guðmundsson umferðarsérfræðingur. Vísir/Viktor Freyr Hópur bifhjólamanna safnaðist saman á Korputorgi til að mótmæla slæmum skilyrðum fyrir akstur þeirra á vegum landsins. Hann krefst þess jafnframt að einhver axli ábyrgð á mistökum við vegagerð sem leiddu til banaslyss tveggja bifhjólamanna á Kjalarnesi árið 2020. Fréttamaður leit við meðan bifhjólafólkið safnaði sér saman. Atli Már Jóhannsson er einn skipuleggjandi mótmælanna. Hann segir ástæðuna fyrir því að par hafi fallið á veginum og látið lífið að nýlagt malbik á veginum hafi engan veginn verið í lagi, miklar bikblæðingar hafi verið í gangi. Klippa: Mótorhjólafólk mótmælir „Vegagerðin og viðbragðsaðilar, 112 og fleiri, vissu af þessu en það var ekkert gert. Svo núna, tæplega fjórum árum síðar, kemur tilkynning um að enginn verði látinn axla ábyrgð,“ segir Atli. Mótmælendur séu að vekja athygli á því. Hver er það nákvæmlega sem á að axla ábyrgð? „Í þessu tilfelli eru það fjórir aðilar. Vegagerðin, sem er veghaldarinn, Malbikunarstöðin [Höfði], þeir sem lögðu þetta út og kannski eftirlitsaðilinn líka, sem stimplar upp á að þetta sé allt saman í lagi,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson umferðarsérfræðingur, sem einnig var mættur niður á Korputorg. Skilaboðin voru: „Axlið ábyrgð“.Vísir/Viktor Freyr „Ég fór í gegn um allar skýrslurnar og hef verið að berjast fyrir malbiksmálum í mörg ár áður en þetta varð. Og þetta er alltaf sama málið, það ber enginn ábyrgð.“ Hann segir að ef ökumenn geri mistök í umferðinni sé farið í mál vegna manndráps eða annars slíks. „Sama þarf að vera þarna til að menn beri ábyrgð á því sem gerist. Svo getur verið að menn séu sýknaðir og þá er það bara svoleiðis. En þetta var rannsakað og niðurstaðan hefur sjaldan verið eins tær og í þessu máli,“ segir Ólafur. Frá mótmælunum í kvöld. Vísir/Viktor Freyr „Malbikið var gallað og menn vissu það í marga daga. Það var búið að hringja inn og vara við því en menn gerðu ekki neitt. Litu bara á þetta eins og hefði verið keyrt á kind,“ bætir hann við. Til stóð að haga mótmælunum þannig að ökumenn bifhjólanna myndu stöðva umferð á Kjalarnesi, svæðinu þar sem slysið varð. Eftir að Vegagerðin tilkynnti um malbikun á veginum á Kjalarnesi var ákveðið að mótmælendur myndu taka rúnt frá Korputorgi að höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Garðabæ og koma fyrir miða á glugga byggingarinnar með skilaboðum. Skilaboð bifhjólamanna til Vegagerðarinnar. Vísir/Viktor Freyr Samgönguslys Vegagerð Umferðaröryggi Reykjavík Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Fréttamaður leit við meðan bifhjólafólkið safnaði sér saman. Atli Már Jóhannsson er einn skipuleggjandi mótmælanna. Hann segir ástæðuna fyrir því að par hafi fallið á veginum og látið lífið að nýlagt malbik á veginum hafi engan veginn verið í lagi, miklar bikblæðingar hafi verið í gangi. Klippa: Mótorhjólafólk mótmælir „Vegagerðin og viðbragðsaðilar, 112 og fleiri, vissu af þessu en það var ekkert gert. Svo núna, tæplega fjórum árum síðar, kemur tilkynning um að enginn verði látinn axla ábyrgð,“ segir Atli. Mótmælendur séu að vekja athygli á því. Hver er það nákvæmlega sem á að axla ábyrgð? „Í þessu tilfelli eru það fjórir aðilar. Vegagerðin, sem er veghaldarinn, Malbikunarstöðin [Höfði], þeir sem lögðu þetta út og kannski eftirlitsaðilinn líka, sem stimplar upp á að þetta sé allt saman í lagi,“ segir Ólafur Kr. Guðmundsson umferðarsérfræðingur, sem einnig var mættur niður á Korputorg. Skilaboðin voru: „Axlið ábyrgð“.Vísir/Viktor Freyr „Ég fór í gegn um allar skýrslurnar og hef verið að berjast fyrir malbiksmálum í mörg ár áður en þetta varð. Og þetta er alltaf sama málið, það ber enginn ábyrgð.“ Hann segir að ef ökumenn geri mistök í umferðinni sé farið í mál vegna manndráps eða annars slíks. „Sama þarf að vera þarna til að menn beri ábyrgð á því sem gerist. Svo getur verið að menn séu sýknaðir og þá er það bara svoleiðis. En þetta var rannsakað og niðurstaðan hefur sjaldan verið eins tær og í þessu máli,“ segir Ólafur. Frá mótmælunum í kvöld. Vísir/Viktor Freyr „Malbikið var gallað og menn vissu það í marga daga. Það var búið að hringja inn og vara við því en menn gerðu ekki neitt. Litu bara á þetta eins og hefði verið keyrt á kind,“ bætir hann við. Til stóð að haga mótmælunum þannig að ökumenn bifhjólanna myndu stöðva umferð á Kjalarnesi, svæðinu þar sem slysið varð. Eftir að Vegagerðin tilkynnti um malbikun á veginum á Kjalarnesi var ákveðið að mótmælendur myndu taka rúnt frá Korputorgi að höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Garðabæ og koma fyrir miða á glugga byggingarinnar með skilaboðum. Skilaboð bifhjólamanna til Vegagerðarinnar. Vísir/Viktor Freyr
Samgönguslys Vegagerð Umferðaröryggi Reykjavík Banaslys á Kjalarnesi 2020 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira