Kourani dæmdur í átta ára fangelsi Ritstjórn skrifar 15. júlí 2024 11:03 Kourani er á leiðinni aftur í fangelsi. Vísir Mohamad Kourani hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í OK Market í mars og fjölda annarra brota. Kourani var ákærður fyrir að reyna að ráða Mustafa Al Hamoodi, eiganda OK Market, af dögum með hnífi í mars síðastliðnum, sem og fyrir önnur brot, líkt og fyrir að hóta lögreglumanni og fjölskyldu hans lífláti, og kasta hlandi á fangaverði. Átta ár og 2,25 milljónir króna Friðrik Smári Björgvinsson, saksóknari í málinu, krafðist sex til átta ára fangelsis yfir Kourani í málflutningi sínum þann 3. júlí. Með dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp klukkan 11, var Kourani dæmdur í átta ára óskilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða tveimur brotaþolum samtals 2,25 milljónir króna í miskabætur. Þá ber hann allan sakarkostnað, 4,8 milljónir króna. Ekki fyrsti dómurinn Kourani kom hingað til lands árið 2018 og fékk þá alþjóðlega vernd. Síðan þá hefur hann framið slíkan fjölda brota að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur talað fyrir því að breyta lögunum þannig að hægt sé að afturkalla alþjóðlega vernd fólks sem fremur alvarlegan glæp eða ógnar öryggi landsmanna. Viku eftir árásina í OK Market var Kourani dæmdur til fjórtán mánaða fangelsisvistar fyrir fjölda brota. Hann var meðal annars fundinn sekur um hrinda manni sem reyndi að róa hann niður eftir að starfsmaður Frumherja neitaði að veita honum ökuréttindi án þess að hann tæki bílpróf. Hann var einnig sakfelldur fyrir að senda sprengjuhótanir, umferðarlagabrot og að hafa hrækt á lögregluþjón á lögreglustöð. Í þeim dómi var tekið fram að Kourani hefði þrisvar áður hlotið refsidóm hér á landi. Vararíkissaksóknari getur andað léttar Þá hefur mál Kouranis vakið talverða athygli eftir að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari greindi frá því að Kourani væri sá sem hefði ofsótt hann og fjölskyldu hans um árabil. „Þessi maður hefur verið að hóta að drepa mig og mína fjölskyldu í 3 ár og hlaut dóm í Landsrétti fyrir ári síðan,“ sagði Helgi Magnús í færslu á Facebook eftir að greint var frá árásinni í OK Market. Mál Mohamad Kourani Dómsmál Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Fleiri fréttir Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Sjá meira
Kourani var ákærður fyrir að reyna að ráða Mustafa Al Hamoodi, eiganda OK Market, af dögum með hnífi í mars síðastliðnum, sem og fyrir önnur brot, líkt og fyrir að hóta lögreglumanni og fjölskyldu hans lífláti, og kasta hlandi á fangaverði. Átta ár og 2,25 milljónir króna Friðrik Smári Björgvinsson, saksóknari í málinu, krafðist sex til átta ára fangelsis yfir Kourani í málflutningi sínum þann 3. júlí. Með dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp klukkan 11, var Kourani dæmdur í átta ára óskilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða tveimur brotaþolum samtals 2,25 milljónir króna í miskabætur. Þá ber hann allan sakarkostnað, 4,8 milljónir króna. Ekki fyrsti dómurinn Kourani kom hingað til lands árið 2018 og fékk þá alþjóðlega vernd. Síðan þá hefur hann framið slíkan fjölda brota að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur talað fyrir því að breyta lögunum þannig að hægt sé að afturkalla alþjóðlega vernd fólks sem fremur alvarlegan glæp eða ógnar öryggi landsmanna. Viku eftir árásina í OK Market var Kourani dæmdur til fjórtán mánaða fangelsisvistar fyrir fjölda brota. Hann var meðal annars fundinn sekur um hrinda manni sem reyndi að róa hann niður eftir að starfsmaður Frumherja neitaði að veita honum ökuréttindi án þess að hann tæki bílpróf. Hann var einnig sakfelldur fyrir að senda sprengjuhótanir, umferðarlagabrot og að hafa hrækt á lögregluþjón á lögreglustöð. Í þeim dómi var tekið fram að Kourani hefði þrisvar áður hlotið refsidóm hér á landi. Vararíkissaksóknari getur andað léttar Þá hefur mál Kouranis vakið talverða athygli eftir að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari greindi frá því að Kourani væri sá sem hefði ofsótt hann og fjölskyldu hans um árabil. „Þessi maður hefur verið að hóta að drepa mig og mína fjölskyldu í 3 ár og hlaut dóm í Landsrétti fyrir ári síðan,“ sagði Helgi Magnús í færslu á Facebook eftir að greint var frá árásinni í OK Market.
Mál Mohamad Kourani Dómsmál Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Fleiri fréttir Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Sjá meira