Jesús Navas hættir í landsliðinu eftir úrslitaleikinn í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2024 17:01 Jesus Navas gæti orðið Evrópumeistari í síðasta landsleiknum sínum í kvöld. Getty/Marvin Ibo Guengoer Spænski knattspyrnumaðurinn Jesús Navas staðfesti það á blaðamannafundi fyrir úrslitaleik EM að leikurinn á móti Englandi í kvöld verður hans síðasti landsleikur á ferlinum. Hinn 38 ára gamli Navas er sá eini sem var með spænska landsliðinu þegar liðið varð síðast Evrópumeistari árið 2012. Hann varð líka í heimsmeistaraliðinu árið 2010. 👋 ¡El adiós de Jesús Navas!🏆La final de la Eurocopa será el último partido del sevillano con la selección española🥰 ¡Gracias por todo, Jesús! #EURO2024 #UniversoEuro #EurocopaEnAS 🔗 https://t.co/XvJae80zTu pic.twitter.com/QqlAg5DQYk— Diario AS (@diarioas) July 13, 2024 Venjan er að fyrirliðar liðanna mæti á síðasta blaðamannafundinn fyrir leik en spænsku fyrirliðinn Álvaro Morata sendi Navas í tilefni af því að þetta verður hans síðasti leikur. „Morata sagði við mig að þetta væri rétta stundin fyrir mig til að tala af því að þetta verður síðasti leikurinn minn,“ sagði Jesús Navas. „Að vera hérna enn eftir öll þessi ár sýnir að ég hef gert hlutina vel. Það væri stórkostlegt fyrir allt liðið að vinna titilinn og við eigum það skilið,“ sagði Navas. La finale de l'EURO 2024 sera le dernier match de Jésus Navas avec l'Espagne ! 👋🇪🇸🔙 Sa première sélection remonte à novembre 2009 ! 👕 56 matchs 🏆 CDM 2010🏆 EURO 2012🏆 Ligue des nations 2023⏳ Finale EURO 2024 ⚽️ 5 buts🎯 11 passes décisives𝐋𝐄𝐆𝐄𝐍𝐃𝐄 ! ✨ pic.twitter.com/kU2amrhqWG— Footballogue (@Footballogue) July 14, 2024 „Þrátt fyrir að vera orðinn 38 ára þá er ég samt spenntur fyrir öllu. Að hjálpa landsliðinu, að hjálpa þjóðinni minni. Ég hef samt tekið þessa ákvörðun og stend við hana,“ sagði Navas. Navas lék sinn fyrsta landsleik árið 2009 og hefur spilað 56 landsleiki. Þrír af þeim hafa verið á EM í Þýskalandi. Hann var í byrjunarliðinu í lokaleik riðilsins á móti Albaníu, kom inn á sem varamaður á móti Georgíu og var í byrjunarliðinu í undanúrslitaleiknum á móti Frökkum þegar hægri bakvörðurinn Dani Carvajal tók út leikbann. Navas hefur spilað flesta af þessum landsleikjum á hægri vængnum en hann hefur dottið neðar á völlinn á seinni hluta ferilsins. Spain 2010 Jesus Navas still going strong 🇪🇸 pic.twitter.com/MCmRe0iwUY— My Greatest 11 (@MyGreatest11) July 9, 2024 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Hinn 38 ára gamli Navas er sá eini sem var með spænska landsliðinu þegar liðið varð síðast Evrópumeistari árið 2012. Hann varð líka í heimsmeistaraliðinu árið 2010. 👋 ¡El adiós de Jesús Navas!🏆La final de la Eurocopa será el último partido del sevillano con la selección española🥰 ¡Gracias por todo, Jesús! #EURO2024 #UniversoEuro #EurocopaEnAS 🔗 https://t.co/XvJae80zTu pic.twitter.com/QqlAg5DQYk— Diario AS (@diarioas) July 13, 2024 Venjan er að fyrirliðar liðanna mæti á síðasta blaðamannafundinn fyrir leik en spænsku fyrirliðinn Álvaro Morata sendi Navas í tilefni af því að þetta verður hans síðasti leikur. „Morata sagði við mig að þetta væri rétta stundin fyrir mig til að tala af því að þetta verður síðasti leikurinn minn,“ sagði Jesús Navas. „Að vera hérna enn eftir öll þessi ár sýnir að ég hef gert hlutina vel. Það væri stórkostlegt fyrir allt liðið að vinna titilinn og við eigum það skilið,“ sagði Navas. La finale de l'EURO 2024 sera le dernier match de Jésus Navas avec l'Espagne ! 👋🇪🇸🔙 Sa première sélection remonte à novembre 2009 ! 👕 56 matchs 🏆 CDM 2010🏆 EURO 2012🏆 Ligue des nations 2023⏳ Finale EURO 2024 ⚽️ 5 buts🎯 11 passes décisives𝐋𝐄𝐆𝐄𝐍𝐃𝐄 ! ✨ pic.twitter.com/kU2amrhqWG— Footballogue (@Footballogue) July 14, 2024 „Þrátt fyrir að vera orðinn 38 ára þá er ég samt spenntur fyrir öllu. Að hjálpa landsliðinu, að hjálpa þjóðinni minni. Ég hef samt tekið þessa ákvörðun og stend við hana,“ sagði Navas. Navas lék sinn fyrsta landsleik árið 2009 og hefur spilað 56 landsleiki. Þrír af þeim hafa verið á EM í Þýskalandi. Hann var í byrjunarliðinu í lokaleik riðilsins á móti Albaníu, kom inn á sem varamaður á móti Georgíu og var í byrjunarliðinu í undanúrslitaleiknum á móti Frökkum þegar hægri bakvörðurinn Dani Carvajal tók út leikbann. Navas hefur spilað flesta af þessum landsleikjum á hægri vængnum en hann hefur dottið neðar á völlinn á seinni hluta ferilsins. Spain 2010 Jesus Navas still going strong 🇪🇸 pic.twitter.com/MCmRe0iwUY— My Greatest 11 (@MyGreatest11) July 9, 2024
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira