„Svona leikur er ástæðan fyrir því af hverju maður er í fótbolta“ Andri Már Eggertsson skrifar 12. júlí 2024 20:31 Glódís Perla Viggósdóttir fagnaði eftir leik Vísir/Anton Brink Glódís Perla Viggósdóttir var afar ánægð eftir ævintýralegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli. Með sigri tryggði íslenska kvennalandsliðið í fótbolta sér þátttökurétt á EM í fimmta skipti í röð. „Ég held að ólýsanlegt sé orðið til að nota um þetta. Maður fyllist stolti á þessu augnabliki og við vorum ekki bara að tryggja okkur inn á EM heldur líka vinna sterkt landslið Þýskalands 3-0. Maður fann að meðbyrinn var með okkur. Það var ótrúlega gaman að spila í landsliðstreyjunni með þessum stelpum í dag og ég er ótrúlega stolt af því,“ sagði Glódís í samtali við Vísi eftir leik. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenska kvennalandsliðið skorar gegn Þýskalandi á heimavelli en liðinu hafði ekki tekist það í fjórum tilraunum. Glódís sagði að liðið hafi ekki verið meðvitað um þessa staðreynd en hafði gaman af því að heyra af þessu. „Ég vissi það ekki en við erum búnar að redda því allavega.“ Glódís var mjög ánægð með að liðið hafi verið 1-0 yfir í hálfleik og fór yfir hvernig var að spila í þessum vindi. „Það er alltaf kúnst að spila í svona vindi. Við vorum gríðarlega sáttar að hafa verið 1-0 yfir í hálfleik og ætluðum að halda áfram. Við vissum að það yrði erfiðara fyrir þær að liggja á okkur af því að þær væru á móti vindi.“ Að mati Glódísar var vinnuframlag liðsins það sem gerði það að verkum að Ísland vann 3-0 sigur gegn Þýskalandi. „Vinnuframlagið og það sem við lögðum í leikinn. Við hentum okkur fyrir öll skot og allar fyrirgjafir. Svona leikur er ástæðan fyrir því af hverju maður er í fótbolta.“ Aðspurð um atvikið þegar Glódís bjargaði á marklínu sagðist Glódís lítið hafa hugsað á þessu augnabliki. „Maður nær ekkert að hugsa í svona augnabliki. Ég hugsaði að boltinn væri á leiðinni inn svo hugsaði ég að ég myndi mögulega ná honum og ég var nokkuð heppin að hafa ekki tæklað boltann inn.“ Glódís fór fögrum orðum um Sveindísi Jane Jónsdóttur sem kom að öllum mörkum leiksins. „Hún var í heimsklassa. Hún er búin að finna þessa stöðu sem hún er að spila núna og hún hefur gert hana að sinni og það er það sem við viljum. Þegar hún á svona leiki eins og í dag þá er ekkert eðlilega erfitt að eiga við hana. Þetta á við um alla leikmennina í liðinu og þetta var eiginlega galið.“ Að lokum var Glódís spurð út í stemninguna í hópnum og inni í klefa eftir leikinn og það heyrðist mikið í liðsfélögum hennar sem voru með hátalara að spila tónlist fyrir utan skúrinn sem viðtölin voru tekin í. „Það er alltaf geggjuð stemning hjá okkur. Auðvitað er extra gaman eftir svona leik og ég veit ekki hvenær leikurinn kláraðist en við erum búnar að vera að dansa inni í klefa síðan.“ EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
„Ég held að ólýsanlegt sé orðið til að nota um þetta. Maður fyllist stolti á þessu augnabliki og við vorum ekki bara að tryggja okkur inn á EM heldur líka vinna sterkt landslið Þýskalands 3-0. Maður fann að meðbyrinn var með okkur. Það var ótrúlega gaman að spila í landsliðstreyjunni með þessum stelpum í dag og ég er ótrúlega stolt af því,“ sagði Glódís í samtali við Vísi eftir leik. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenska kvennalandsliðið skorar gegn Þýskalandi á heimavelli en liðinu hafði ekki tekist það í fjórum tilraunum. Glódís sagði að liðið hafi ekki verið meðvitað um þessa staðreynd en hafði gaman af því að heyra af þessu. „Ég vissi það ekki en við erum búnar að redda því allavega.“ Glódís var mjög ánægð með að liðið hafi verið 1-0 yfir í hálfleik og fór yfir hvernig var að spila í þessum vindi. „Það er alltaf kúnst að spila í svona vindi. Við vorum gríðarlega sáttar að hafa verið 1-0 yfir í hálfleik og ætluðum að halda áfram. Við vissum að það yrði erfiðara fyrir þær að liggja á okkur af því að þær væru á móti vindi.“ Að mati Glódísar var vinnuframlag liðsins það sem gerði það að verkum að Ísland vann 3-0 sigur gegn Þýskalandi. „Vinnuframlagið og það sem við lögðum í leikinn. Við hentum okkur fyrir öll skot og allar fyrirgjafir. Svona leikur er ástæðan fyrir því af hverju maður er í fótbolta.“ Aðspurð um atvikið þegar Glódís bjargaði á marklínu sagðist Glódís lítið hafa hugsað á þessu augnabliki. „Maður nær ekkert að hugsa í svona augnabliki. Ég hugsaði að boltinn væri á leiðinni inn svo hugsaði ég að ég myndi mögulega ná honum og ég var nokkuð heppin að hafa ekki tæklað boltann inn.“ Glódís fór fögrum orðum um Sveindísi Jane Jónsdóttur sem kom að öllum mörkum leiksins. „Hún var í heimsklassa. Hún er búin að finna þessa stöðu sem hún er að spila núna og hún hefur gert hana að sinni og það er það sem við viljum. Þegar hún á svona leiki eins og í dag þá er ekkert eðlilega erfitt að eiga við hana. Þetta á við um alla leikmennina í liðinu og þetta var eiginlega galið.“ Að lokum var Glódís spurð út í stemninguna í hópnum og inni í klefa eftir leikinn og það heyrðist mikið í liðsfélögum hennar sem voru með hátalara að spila tónlist fyrir utan skúrinn sem viðtölin voru tekin í. „Það er alltaf geggjuð stemning hjá okkur. Auðvitað er extra gaman eftir svona leik og ég veit ekki hvenær leikurinn kláraðist en við erum búnar að vera að dansa inni í klefa síðan.“
EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Fleiri fréttir „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira