„Svona leikur er ástæðan fyrir því af hverju maður er í fótbolta“ Andri Már Eggertsson skrifar 12. júlí 2024 20:31 Glódís Perla Viggósdóttir fagnaði eftir leik Vísir/Anton Brink Glódís Perla Viggósdóttir var afar ánægð eftir ævintýralegan 3-0 sigur gegn Þýskalandi á Laugardalsvelli. Með sigri tryggði íslenska kvennalandsliðið í fótbolta sér þátttökurétt á EM í fimmta skipti í röð. „Ég held að ólýsanlegt sé orðið til að nota um þetta. Maður fyllist stolti á þessu augnabliki og við vorum ekki bara að tryggja okkur inn á EM heldur líka vinna sterkt landslið Þýskalands 3-0. Maður fann að meðbyrinn var með okkur. Það var ótrúlega gaman að spila í landsliðstreyjunni með þessum stelpum í dag og ég er ótrúlega stolt af því,“ sagði Glódís í samtali við Vísi eftir leik. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenska kvennalandsliðið skorar gegn Þýskalandi á heimavelli en liðinu hafði ekki tekist það í fjórum tilraunum. Glódís sagði að liðið hafi ekki verið meðvitað um þessa staðreynd en hafði gaman af því að heyra af þessu. „Ég vissi það ekki en við erum búnar að redda því allavega.“ Glódís var mjög ánægð með að liðið hafi verið 1-0 yfir í hálfleik og fór yfir hvernig var að spila í þessum vindi. „Það er alltaf kúnst að spila í svona vindi. Við vorum gríðarlega sáttar að hafa verið 1-0 yfir í hálfleik og ætluðum að halda áfram. Við vissum að það yrði erfiðara fyrir þær að liggja á okkur af því að þær væru á móti vindi.“ Að mati Glódísar var vinnuframlag liðsins það sem gerði það að verkum að Ísland vann 3-0 sigur gegn Þýskalandi. „Vinnuframlagið og það sem við lögðum í leikinn. Við hentum okkur fyrir öll skot og allar fyrirgjafir. Svona leikur er ástæðan fyrir því af hverju maður er í fótbolta.“ Aðspurð um atvikið þegar Glódís bjargaði á marklínu sagðist Glódís lítið hafa hugsað á þessu augnabliki. „Maður nær ekkert að hugsa í svona augnabliki. Ég hugsaði að boltinn væri á leiðinni inn svo hugsaði ég að ég myndi mögulega ná honum og ég var nokkuð heppin að hafa ekki tæklað boltann inn.“ Glódís fór fögrum orðum um Sveindísi Jane Jónsdóttur sem kom að öllum mörkum leiksins. „Hún var í heimsklassa. Hún er búin að finna þessa stöðu sem hún er að spila núna og hún hefur gert hana að sinni og það er það sem við viljum. Þegar hún á svona leiki eins og í dag þá er ekkert eðlilega erfitt að eiga við hana. Þetta á við um alla leikmennina í liðinu og þetta var eiginlega galið.“ Að lokum var Glódís spurð út í stemninguna í hópnum og inni í klefa eftir leikinn og það heyrðist mikið í liðsfélögum hennar sem voru með hátalara að spila tónlist fyrir utan skúrinn sem viðtölin voru tekin í. „Það er alltaf geggjuð stemning hjá okkur. Auðvitað er extra gaman eftir svona leik og ég veit ekki hvenær leikurinn kláraðist en við erum búnar að vera að dansa inni í klefa síðan.“ EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Curry sneri aftur með miklum látum Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira
„Ég held að ólýsanlegt sé orðið til að nota um þetta. Maður fyllist stolti á þessu augnabliki og við vorum ekki bara að tryggja okkur inn á EM heldur líka vinna sterkt landslið Þýskalands 3-0. Maður fann að meðbyrinn var með okkur. Það var ótrúlega gaman að spila í landsliðstreyjunni með þessum stelpum í dag og ég er ótrúlega stolt af því,“ sagði Glódís í samtali við Vísi eftir leik. Þetta var í fyrsta sinn sem íslenska kvennalandsliðið skorar gegn Þýskalandi á heimavelli en liðinu hafði ekki tekist það í fjórum tilraunum. Glódís sagði að liðið hafi ekki verið meðvitað um þessa staðreynd en hafði gaman af því að heyra af þessu. „Ég vissi það ekki en við erum búnar að redda því allavega.“ Glódís var mjög ánægð með að liðið hafi verið 1-0 yfir í hálfleik og fór yfir hvernig var að spila í þessum vindi. „Það er alltaf kúnst að spila í svona vindi. Við vorum gríðarlega sáttar að hafa verið 1-0 yfir í hálfleik og ætluðum að halda áfram. Við vissum að það yrði erfiðara fyrir þær að liggja á okkur af því að þær væru á móti vindi.“ Að mati Glódísar var vinnuframlag liðsins það sem gerði það að verkum að Ísland vann 3-0 sigur gegn Þýskalandi. „Vinnuframlagið og það sem við lögðum í leikinn. Við hentum okkur fyrir öll skot og allar fyrirgjafir. Svona leikur er ástæðan fyrir því af hverju maður er í fótbolta.“ Aðspurð um atvikið þegar Glódís bjargaði á marklínu sagðist Glódís lítið hafa hugsað á þessu augnabliki. „Maður nær ekkert að hugsa í svona augnabliki. Ég hugsaði að boltinn væri á leiðinni inn svo hugsaði ég að ég myndi mögulega ná honum og ég var nokkuð heppin að hafa ekki tæklað boltann inn.“ Glódís fór fögrum orðum um Sveindísi Jane Jónsdóttur sem kom að öllum mörkum leiksins. „Hún var í heimsklassa. Hún er búin að finna þessa stöðu sem hún er að spila núna og hún hefur gert hana að sinni og það er það sem við viljum. Þegar hún á svona leiki eins og í dag þá er ekkert eðlilega erfitt að eiga við hana. Þetta á við um alla leikmennina í liðinu og þetta var eiginlega galið.“ Að lokum var Glódís spurð út í stemninguna í hópnum og inni í klefa eftir leikinn og það heyrðist mikið í liðsfélögum hennar sem voru með hátalara að spila tónlist fyrir utan skúrinn sem viðtölin voru tekin í. „Það er alltaf geggjuð stemning hjá okkur. Auðvitað er extra gaman eftir svona leik og ég veit ekki hvenær leikurinn kláraðist en við erum búnar að vera að dansa inni í klefa síðan.“
EM í Sviss 2025 Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Curry sneri aftur með miklum látum Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Sjá meira