„Kvöld sem ég mun rifja upp með barnabörnunum“ Hjörvar Ólafsson skrifar 12. júlí 2024 19:47 Sandra María Jessen geysist upp vinstri kantinn í leik liðnna í kvöld. Vísir/Anton Brink Sandra María Jessen stóð sig af stakri prýði þegar Ísland gerði sér lítið fyrir og lagði Þýskaland að velli í undankeppni EM 2025 í fótbolta kvenna á Laugardalsvellinum. Sandra María sagði íslenska liðið hafa haft fulla trú á verkefninu fyrir leikinn og það hafi sýnt sig þegar út í leikinn var komið. „Þetta bara verður ekki betra en þetta. Maður er í fótbolta fyrir þessi móment og ég er bara í skýjunum. Ég er bara ofboðslega stolt af liðinu og öllum kringum þetta. Þessi sigur er bara stór fyrir alla þjóðina og skiptir alla landsmenn máli. Það var frábært að finna þennan magnaða stuðning úr stúkunni,“ sagði Sandra María hreykin. „Þetta er klárlega ein af stærstu stundunum á ferlinum og ég mun rifja þetta kvöld upp með barnabörnunum þegar þar að kemur. Við skorum þrjú mörk á þýska liðið og vorum þéttar. Þær skapa fá færi og við hefðum hæglega getað bætt við fleiri mörkum. Þannig að þessi sigur var klárlega sanngjarn. Við höfðum trú á því að við gætum unnið. Við höfum spilað við þær oft síðustu ár og mér hefur fundist stígandi í spilamennsku okkar á móti þeim. Af þeim sökum mættum við fullar sjálfstrausts í þennan leik og það sást held ég,“ sagði Sandra um frammistöðu íslenska liðsins. „Mér fannst við sýna það og sanna í útileiknum í Þýskalandi að við gátum pressað á þær og herjað á ákveðin svæði. Þjálfararnir settu leikinn vel upp og við treystum uppleginu og framkvæmdum það vel. Ég held að það geti allir ímyndað sér hvernig stemmingin var í klefanum eftir leik. Við erum allar öskrandi af gleði og dansandi. Þetta er svakalega gaman og liðsheildin mögnuð,“ sagði kantmaðurinn um tilfinninguna á þessari gleðistundu. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Fleiri fréttir Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira
„Þetta bara verður ekki betra en þetta. Maður er í fótbolta fyrir þessi móment og ég er bara í skýjunum. Ég er bara ofboðslega stolt af liðinu og öllum kringum þetta. Þessi sigur er bara stór fyrir alla þjóðina og skiptir alla landsmenn máli. Það var frábært að finna þennan magnaða stuðning úr stúkunni,“ sagði Sandra María hreykin. „Þetta er klárlega ein af stærstu stundunum á ferlinum og ég mun rifja þetta kvöld upp með barnabörnunum þegar þar að kemur. Við skorum þrjú mörk á þýska liðið og vorum þéttar. Þær skapa fá færi og við hefðum hæglega getað bætt við fleiri mörkum. Þannig að þessi sigur var klárlega sanngjarn. Við höfðum trú á því að við gætum unnið. Við höfum spilað við þær oft síðustu ár og mér hefur fundist stígandi í spilamennsku okkar á móti þeim. Af þeim sökum mættum við fullar sjálfstrausts í þennan leik og það sást held ég,“ sagði Sandra um frammistöðu íslenska liðsins. „Mér fannst við sýna það og sanna í útileiknum í Þýskalandi að við gátum pressað á þær og herjað á ákveðin svæði. Þjálfararnir settu leikinn vel upp og við treystum uppleginu og framkvæmdum það vel. Ég held að það geti allir ímyndað sér hvernig stemmingin var í klefanum eftir leik. Við erum allar öskrandi af gleði og dansandi. Þetta er svakalega gaman og liðsheildin mögnuð,“ sagði kantmaðurinn um tilfinninguna á þessari gleðistundu.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Fleiri fréttir Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira