Höfnin muni loka á útsýnið og valda hljóðmengun Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. júlí 2024 21:02 Björg Helga Geirsdóttir, íbúi í Hvaleyrarholti. Vísir/Einar Íbúi í Hvaleyrarholti fordæmir áform Hafnarfjarðarbæjar og Carbfix um að reisa stærðarinnar höfn í Straumsvík. Hún segir þetta vera eins og að fá höfn í bakgarðinn og segir viðbrögð bæjarstjórnar gera lítið úr bæjarbúum. Björg Helga Geirsdóttir býr um tveimur kílómetrum frá álverinu í Straumsvík og um kílómetra frá einum af tíu fyrirhuguðum borteigum Carbfix á svæðinu. Stækkun hafnarinnar, sem er skilyrði fyrir starfsemi Carbfix, muni hafa talsverð áhrif á ásýnd svæðisins og útsýni Bjargar. „Við erum að tala um fimmtán metra tanka, 75 metra, þetta teygir sig lengst út í víkina og þetta er bara ekkert í lagi. Ég hef áhyggjur af fasteignaverði, ég hef áhyggjur af því að losna ekki við húsið mitt því ég bý við hliðina á stóriðju.“ Eins og greint hefur verið frá hyggst Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, reisa tíu borteiga steinsnar frá íbúabyggð á Völlunum í Hafnarfirði til að dæla koldíoxíð ofan í berggrunninn. Stór tankskip munu flytja koldíoxíð til landsins. Talsvert neikvæð áhrif á ásýnd og landslag Stækkun hafnarinnar er umtalsverð eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan. Kostnaður stækkunarinnar mun nema um níu til fimmtán milljörðum en fjármögnun verkefnisins liggur ekki fyrir. Í umhverfismatsskýrslu sem Hafnarfjörður fékk VSÓ ráðgjöf til að gera kemur fram að framkvæmdin muni hafa talsvert neikvæð áhrif á ásýnd og landslag, óveruleg til talsvert neikvæð áhrif á útivist og ferðaþjónustu og óverulega neikvæð áhrif á hljóðvist og loftgæði. Björg dregur það síðastnefnda í efa og segir hljóðmengun nú þegar töluverða. „Ég get ekki ímyndað mér hvernig þetta verður þegar við erum komin með risastóra höfn sem er að taka fjögur skip á viku og stærstu skipin eru 30 þúsund tonn.“ Segir orðræðuna gera lítið úr íbúum Hún fordæmir vinnubrögð bæjarstjórnar og Carbfix og kallar eftir að fallið verði frá áformunum eða ráðist í íbúakosningu. Hún segir viðbrögð bæjarstjórnar gera lítið úr bæjarbúum. „Það einkenndist fyrst af einhverju tali um að við þyrftum að kynna okkur betur Carbfix verkefnið, að við værum ekki með nótunum, við þyrftum bara að lesa þetta aftur. Við værum einhver lítil hrædd lauf sem einhvern veginn þyrfti bara að tala og sussa og tala blíðlega til.“ Hafnarfjörður Loftslagsmál Hafnarmál Skipulag Umhverfismál Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Björg Helga Geirsdóttir býr um tveimur kílómetrum frá álverinu í Straumsvík og um kílómetra frá einum af tíu fyrirhuguðum borteigum Carbfix á svæðinu. Stækkun hafnarinnar, sem er skilyrði fyrir starfsemi Carbfix, muni hafa talsverð áhrif á ásýnd svæðisins og útsýni Bjargar. „Við erum að tala um fimmtán metra tanka, 75 metra, þetta teygir sig lengst út í víkina og þetta er bara ekkert í lagi. Ég hef áhyggjur af fasteignaverði, ég hef áhyggjur af því að losna ekki við húsið mitt því ég bý við hliðina á stóriðju.“ Eins og greint hefur verið frá hyggst Coda Terminal, dótturfyrirtæki Carbfix, reisa tíu borteiga steinsnar frá íbúabyggð á Völlunum í Hafnarfirði til að dæla koldíoxíð ofan í berggrunninn. Stór tankskip munu flytja koldíoxíð til landsins. Talsvert neikvæð áhrif á ásýnd og landslag Stækkun hafnarinnar er umtalsverð eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan. Kostnaður stækkunarinnar mun nema um níu til fimmtán milljörðum en fjármögnun verkefnisins liggur ekki fyrir. Í umhverfismatsskýrslu sem Hafnarfjörður fékk VSÓ ráðgjöf til að gera kemur fram að framkvæmdin muni hafa talsvert neikvæð áhrif á ásýnd og landslag, óveruleg til talsvert neikvæð áhrif á útivist og ferðaþjónustu og óverulega neikvæð áhrif á hljóðvist og loftgæði. Björg dregur það síðastnefnda í efa og segir hljóðmengun nú þegar töluverða. „Ég get ekki ímyndað mér hvernig þetta verður þegar við erum komin með risastóra höfn sem er að taka fjögur skip á viku og stærstu skipin eru 30 þúsund tonn.“ Segir orðræðuna gera lítið úr íbúum Hún fordæmir vinnubrögð bæjarstjórnar og Carbfix og kallar eftir að fallið verði frá áformunum eða ráðist í íbúakosningu. Hún segir viðbrögð bæjarstjórnar gera lítið úr bæjarbúum. „Það einkenndist fyrst af einhverju tali um að við þyrftum að kynna okkur betur Carbfix verkefnið, að við værum ekki með nótunum, við þyrftum bara að lesa þetta aftur. Við værum einhver lítil hrædd lauf sem einhvern veginn þyrfti bara að tala og sussa og tala blíðlega til.“
Hafnarfjörður Loftslagsmál Hafnarmál Skipulag Umhverfismál Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira