Edda Sif segir ranghugmyndir um Carbfix með miklum ósköpum Jakob Bjarnar skrifar 11. júlí 2024 16:01 Edda Sif segir vangaveltur Davíðs Arnars, um að ekki sé vitað hvaðan efnið kemur sem Carbfix hyggst dæla niður í jörðu í Hafnarfirði – þetta gæti þess vegna verið frá vopnaframleiðendum komið – ekki svara verðar. vísir/einar/or Edda Sif Aradóttir framkvæmdastjóri Carbfix fettir fingur út í ummæli Davíðs Arnars Stefánssonar, sem er sérfræðingur á sviði sjálfbærrar landnýtingar hjá Land og skógi og oddviti Vg í Hafnarfirði og segir þau dæma sig sjálf. Líkt og önnur þess efnis að Carbfix ógni fólki með einhverjum hætti. Edda Sif ritar ítarlega grein sem hún birtir á Vísi þar sem hún fer yfir eitt og annað sem hún segir misskilning. Meðal annars víkur hún að orðum Davíðs Arnars sem var ómyrkur í máli í viðtali við Vísi. Vangaveltur Davíðs Arnars ekki svara verðar Hann taldi ýmsum spurningum ósvarað, meðal annars liggi ekkert fyrir um hvaðan efnið sem til standi að dæla niður í jörðu í Hafnarfirði: „Verður þetta til við vopnaframleiðslu? Sko, án þess að ætla þetta allt eitt heljarinnar svínarí þá er ansi mörgum spurningum ósvarað,“ sagði Davíð Arnar. Edda Sif segir að í viðtalinu sé fullyrt að fátt gæti komið í veg fyrir uppbyggingu verkefnisins en það sé ekki rétt því það sé enn í undirbúningsfasa. Það sé eðli bæði skipulagsáætlana og umhverfismats að setja fram upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir svo hægt sé að eiga samtal við hagaðila áður en lengra er haldið. Þar er verkefnið statt og það samtal er í gangi. Hún segir að í viðtalinu við Davíð Arnar sé farið vítt og breytt yfir sviðið og því meðal annars velt upp hvort Carbfix taki við CO2 frá vopnaframleiðendum. „Slík ummæli dæma sig auðvitað sjálf líkt og önnur þess efnis að Carbfix ógni fólki með einhverjum hætti. Carbfix leggur höfuðáherslu á sjálfbæra og örugga starfsemi þar sem markmiðið er að hafa raunveruleg og jákvæð áhrif í loftslagsmálum.“ Engir jarðskjálftar, engin hljóðmengun og engin mengun Grein Eddu Sifjar er löng og upplýsandi, þó hún segi reyndar sjálf að hún sé snörp en þar er komið inn á ýmsar vangaveltur sem komið hafa upp í umfjöllun um málið. Þessu svarar Edda Sif snöfurmannlega – hún vill leiðrétta mýtur: Hún segir verkefnið ekki menga og Carbfix sjái fyrir sér að innviðir til niðurdælingar verði tilbúnir þegar föngun frá Carbfix verði klár. Carbix þurfi vissulega mikið vatn en það sé ekki neysluvatn sem nýtt verði, smaráð verði haft við Landsnet vegna hugsanlegrar raforkunotkunar Coda Terminal, engin hljóðmengun verði né jarðskjálftar og þannig má áfram telja. Þá segir Edda Sif að ekki sé um að ræða tilraunaverkefni, bara alls ekki og tekið er fram að þó gert sé ráð fyrir því að starfsemin skili hagnaði þá sé megin tilgangurinn jákvæð áhrif á loftslagið. Edda Sif lýkur grein sinni á því að segja að starfsemin sé ekki skyld því sem heitir „fracking“ á ensku: „Að lokum viljum við hjá Carbfix leggja áherslu á að Carbfix-tækin er ekki hugmynd heldur margvottuð og sannreynd aðferð.“ „Við í Carbfix höfum fundið fyrir því í samtölum við fólk undanfarið að það þekkir verkefnið ekki nægjanlega vel. Þessi grein er liður í því að gera enn betur í upplýsa og halda á lofti staðreyndum sem gætu hafa orðið undir í umræðunni undanfarið.“ Orkumál Hafnarfjörður Umhverfismál Skipulag Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Segir hagsmuni íbúa fara forgörðum í þágu fyrirtækis Fyrirsvarsmaður mótmælahóps segir hagsmuni fyrirtækis vega þyngra en hagsmunir íbúa hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar í svokallaða Carbfix-málinu. Oddviti Vinstri Grænna segir fólk komið upp á afturfæturna og að mikil ólga ríki í bæjarfélaginu. 10. júlí 2024 19:24 Útilokar ekki kosningu en Jón vill kjósa áður en það verður of seint „Hvenær rétti tímapunkturinn væri fyrir íbúakosningu og hvað við værum nákvæmlega að kjósa um þurfum við bara að skoða þegar nær líður. Það er ekki búið að ganga frá neinu skuldbindandi samkomulagi. Það er mjög mikilvægt í mínum huga. Það er alls ekki.“ 7. júlí 2024 13:30 Umdeild starfsemi hafi ekki áhrif á neysluvatn íbúa 69 umsagnir bárust Skipulagsstofnun vegna fyrirhugaða framkvæmda Coda Terminal, dótturfyrirtækis Carbfix, en frestur til að skila inn umsögnum rann út í gær. Langflestar umsagnirnar gagnrýna og mótmæla verkefninu. 6. júlí 2024 14:04 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira
Edda Sif ritar ítarlega grein sem hún birtir á Vísi þar sem hún fer yfir eitt og annað sem hún segir misskilning. Meðal annars víkur hún að orðum Davíðs Arnars sem var ómyrkur í máli í viðtali við Vísi. Vangaveltur Davíðs Arnars ekki svara verðar Hann taldi ýmsum spurningum ósvarað, meðal annars liggi ekkert fyrir um hvaðan efnið sem til standi að dæla niður í jörðu í Hafnarfirði: „Verður þetta til við vopnaframleiðslu? Sko, án þess að ætla þetta allt eitt heljarinnar svínarí þá er ansi mörgum spurningum ósvarað,“ sagði Davíð Arnar. Edda Sif segir að í viðtalinu sé fullyrt að fátt gæti komið í veg fyrir uppbyggingu verkefnisins en það sé ekki rétt því það sé enn í undirbúningsfasa. Það sé eðli bæði skipulagsáætlana og umhverfismats að setja fram upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir svo hægt sé að eiga samtal við hagaðila áður en lengra er haldið. Þar er verkefnið statt og það samtal er í gangi. Hún segir að í viðtalinu við Davíð Arnar sé farið vítt og breytt yfir sviðið og því meðal annars velt upp hvort Carbfix taki við CO2 frá vopnaframleiðendum. „Slík ummæli dæma sig auðvitað sjálf líkt og önnur þess efnis að Carbfix ógni fólki með einhverjum hætti. Carbfix leggur höfuðáherslu á sjálfbæra og örugga starfsemi þar sem markmiðið er að hafa raunveruleg og jákvæð áhrif í loftslagsmálum.“ Engir jarðskjálftar, engin hljóðmengun og engin mengun Grein Eddu Sifjar er löng og upplýsandi, þó hún segi reyndar sjálf að hún sé snörp en þar er komið inn á ýmsar vangaveltur sem komið hafa upp í umfjöllun um málið. Þessu svarar Edda Sif snöfurmannlega – hún vill leiðrétta mýtur: Hún segir verkefnið ekki menga og Carbfix sjái fyrir sér að innviðir til niðurdælingar verði tilbúnir þegar föngun frá Carbfix verði klár. Carbix þurfi vissulega mikið vatn en það sé ekki neysluvatn sem nýtt verði, smaráð verði haft við Landsnet vegna hugsanlegrar raforkunotkunar Coda Terminal, engin hljóðmengun verði né jarðskjálftar og þannig má áfram telja. Þá segir Edda Sif að ekki sé um að ræða tilraunaverkefni, bara alls ekki og tekið er fram að þó gert sé ráð fyrir því að starfsemin skili hagnaði þá sé megin tilgangurinn jákvæð áhrif á loftslagið. Edda Sif lýkur grein sinni á því að segja að starfsemin sé ekki skyld því sem heitir „fracking“ á ensku: „Að lokum viljum við hjá Carbfix leggja áherslu á að Carbfix-tækin er ekki hugmynd heldur margvottuð og sannreynd aðferð.“ „Við í Carbfix höfum fundið fyrir því í samtölum við fólk undanfarið að það þekkir verkefnið ekki nægjanlega vel. Þessi grein er liður í því að gera enn betur í upplýsa og halda á lofti staðreyndum sem gætu hafa orðið undir í umræðunni undanfarið.“
Orkumál Hafnarfjörður Umhverfismál Skipulag Coda Terminal í Hafnarfirði Tengdar fréttir Segir hagsmuni íbúa fara forgörðum í þágu fyrirtækis Fyrirsvarsmaður mótmælahóps segir hagsmuni fyrirtækis vega þyngra en hagsmunir íbúa hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar í svokallaða Carbfix-málinu. Oddviti Vinstri Grænna segir fólk komið upp á afturfæturna og að mikil ólga ríki í bæjarfélaginu. 10. júlí 2024 19:24 Útilokar ekki kosningu en Jón vill kjósa áður en það verður of seint „Hvenær rétti tímapunkturinn væri fyrir íbúakosningu og hvað við værum nákvæmlega að kjósa um þurfum við bara að skoða þegar nær líður. Það er ekki búið að ganga frá neinu skuldbindandi samkomulagi. Það er mjög mikilvægt í mínum huga. Það er alls ekki.“ 7. júlí 2024 13:30 Umdeild starfsemi hafi ekki áhrif á neysluvatn íbúa 69 umsagnir bárust Skipulagsstofnun vegna fyrirhugaða framkvæmda Coda Terminal, dótturfyrirtækis Carbfix, en frestur til að skila inn umsögnum rann út í gær. Langflestar umsagnirnar gagnrýna og mótmæla verkefninu. 6. júlí 2024 14:04 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira
Segir hagsmuni íbúa fara forgörðum í þágu fyrirtækis Fyrirsvarsmaður mótmælahóps segir hagsmuni fyrirtækis vega þyngra en hagsmunir íbúa hjá bæjarstjórn Hafnarfjarðar í svokallaða Carbfix-málinu. Oddviti Vinstri Grænna segir fólk komið upp á afturfæturna og að mikil ólga ríki í bæjarfélaginu. 10. júlí 2024 19:24
Útilokar ekki kosningu en Jón vill kjósa áður en það verður of seint „Hvenær rétti tímapunkturinn væri fyrir íbúakosningu og hvað við værum nákvæmlega að kjósa um þurfum við bara að skoða þegar nær líður. Það er ekki búið að ganga frá neinu skuldbindandi samkomulagi. Það er mjög mikilvægt í mínum huga. Það er alls ekki.“ 7. júlí 2024 13:30
Umdeild starfsemi hafi ekki áhrif á neysluvatn íbúa 69 umsagnir bárust Skipulagsstofnun vegna fyrirhugaða framkvæmda Coda Terminal, dótturfyrirtækis Carbfix, en frestur til að skila inn umsögnum rann út í gær. Langflestar umsagnirnar gagnrýna og mótmæla verkefninu. 6. júlí 2024 14:04