Arnar: Maður fær ekki allt sem maður á skilið Árni Jóhannsson skrifar 11. júlí 2024 21:45 Arnar Grétarsson fylgdist vel með því sem gerðist á vellinum gegna Vllaznia. Vísir / Anton Brink Valur náði í jafntefli gegn Vllaznia í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Leiknum lauk 2-2 en Ólafur Karl Finsen jafnaði metin þegar níu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Arnar Grétarsson var svekktur en þó þokkalega sáttur að fara ekki út með tap á bakinu. „Mér fannst við vera heilt yfir betri í leiknum og bjóst við að við myndum ná að taka yfir leikinn þegar á leið. Mér fannst við byrja leikinn mjög sterkt og komast í álitlegar stöður í leiknum. Þeir komust aðeins inn í leikinn og við fáum á okkur ódýrt mark úr föstu leikatriði og svo mjög ódýrt mark númer tvö þegar við höfum verið að liggja á þeim nánast allan seinni hálfleikinn. Við vorum búnir að komast í nokkur færi en úr því sem komið var þá var mjög gott að fá þetta jöfnunarmark því þessu einvígi er ekki lokið. Við ætlum að koma okkur áfram í þessari keppni.“ En hvað sér Arnar í andstæðingunum sem hann getur nýtt sér í næsta leik til að klára einvígið? „Þetta er bara gott lið. Þetta eru atvinnumenn og maður sér það á því hvernig þeir spila. Við megum ekki gera svona mistök eins og við gerum í seinna markinu og vera einbeittir í föstum leikatriðum. Þar eigum við að geta varist. Svo þurfum við að vera beittari í færunum okkar. Það er stutt á milli í þessu og hæglega hefði staðan getað verið allt önnur en sem betur fer förum við ekki með tap á bakinu út til Albaníu. Það gefur okkur vítamínssprautu að jafna í blálokin en ég held að þetta hafi verið fyllilega sanngjarnt. Við hefðum samt viljað vera með forystuna, sértaklega miðað við frammistöðuna en svona er þetta stundum í fótbolta. Maður fær ekki allt sem maður á skilið.“ Hæglega hefði verið hægt að koma í veg fyrir bæði mörk albanska liðsins og var Arnar spurður að því hvort hann væri svekktari með annað markið fremur en annað. „Ég á eftir að sjá hvar hann skallar boltann í fyrra markinu. Ég átti von á því að dómari frá Norður Írlandi myndi leyfa meira. Það hallaði ekki á annað liðið en hann var að flauta mikið. Aukaspyrnan sem fyrra markið kemur úr er frekar soft. Ég er frekar svekktur með annað markið þar sem er misskilningur á milli manna sem verður til þess að sóknarmaðurinn nær boltanum en svo veit ég ekki með skotið en skotið er gott. Það var rosalega blóðugt enda vorum við orðnir einum fleiri. Það var í blóðugri kantinum.“ Sambandsdeild Evrópu Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Vllaznia 2-2 | Læti undir lokin og liðin skilja jöfn Valur gerði 2-2 jafntefli við Vllaznia frá Albaníu í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Valsmenn gáfu tvö klaufaleg mörk frá sér en gestirnir misstu mann af velli og misstu leikinn í jafntefli undir blálokin. 11. júlí 2024 21:00 Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Fleiri fréttir Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira
„Mér fannst við vera heilt yfir betri í leiknum og bjóst við að við myndum ná að taka yfir leikinn þegar á leið. Mér fannst við byrja leikinn mjög sterkt og komast í álitlegar stöður í leiknum. Þeir komust aðeins inn í leikinn og við fáum á okkur ódýrt mark úr föstu leikatriði og svo mjög ódýrt mark númer tvö þegar við höfum verið að liggja á þeim nánast allan seinni hálfleikinn. Við vorum búnir að komast í nokkur færi en úr því sem komið var þá var mjög gott að fá þetta jöfnunarmark því þessu einvígi er ekki lokið. Við ætlum að koma okkur áfram í þessari keppni.“ En hvað sér Arnar í andstæðingunum sem hann getur nýtt sér í næsta leik til að klára einvígið? „Þetta er bara gott lið. Þetta eru atvinnumenn og maður sér það á því hvernig þeir spila. Við megum ekki gera svona mistök eins og við gerum í seinna markinu og vera einbeittir í föstum leikatriðum. Þar eigum við að geta varist. Svo þurfum við að vera beittari í færunum okkar. Það er stutt á milli í þessu og hæglega hefði staðan getað verið allt önnur en sem betur fer förum við ekki með tap á bakinu út til Albaníu. Það gefur okkur vítamínssprautu að jafna í blálokin en ég held að þetta hafi verið fyllilega sanngjarnt. Við hefðum samt viljað vera með forystuna, sértaklega miðað við frammistöðuna en svona er þetta stundum í fótbolta. Maður fær ekki allt sem maður á skilið.“ Hæglega hefði verið hægt að koma í veg fyrir bæði mörk albanska liðsins og var Arnar spurður að því hvort hann væri svekktari með annað markið fremur en annað. „Ég á eftir að sjá hvar hann skallar boltann í fyrra markinu. Ég átti von á því að dómari frá Norður Írlandi myndi leyfa meira. Það hallaði ekki á annað liðið en hann var að flauta mikið. Aukaspyrnan sem fyrra markið kemur úr er frekar soft. Ég er frekar svekktur með annað markið þar sem er misskilningur á milli manna sem verður til þess að sóknarmaðurinn nær boltanum en svo veit ég ekki með skotið en skotið er gott. Það var rosalega blóðugt enda vorum við orðnir einum fleiri. Það var í blóðugri kantinum.“
Sambandsdeild Evrópu Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Vllaznia 2-2 | Læti undir lokin og liðin skilja jöfn Valur gerði 2-2 jafntefli við Vllaznia frá Albaníu í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Valsmenn gáfu tvö klaufaleg mörk frá sér en gestirnir misstu mann af velli og misstu leikinn í jafntefli undir blálokin. 11. júlí 2024 21:00 Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport „Manchester er heima“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Fleiri fréttir Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Sjá meira
Leik lokið: Valur - Vllaznia 2-2 | Læti undir lokin og liðin skilja jöfn Valur gerði 2-2 jafntefli við Vllaznia frá Albaníu í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Valsmenn gáfu tvö klaufaleg mörk frá sér en gestirnir misstu mann af velli og misstu leikinn í jafntefli undir blálokin. 11. júlí 2024 21:00