Kolefnisbinding og nýtt ákall um að hraða loftslagsaðgerðum Edda Aradóttir skrifar 21. mars 2023 14:30 Í fyrradag birti loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) lokahluta 6. skýrslu sinnar um stöðu loftslagsmála í heiminum. Óhætt er að segja að um sótsvarta lesningu sé að ræða enda á heimurinn, og Ísland þar á meðal, langt í land með að ná markmiðum Parísarsamningsins. Þó að góðu fréttirnar séu almennt þær að allar lausnirnar sem þarf til að sigrast á loftslagsvánni séu til þá eru slæmu fréttirnar að okkur gengur alltof hægt að skala þær upp og draga úr framleiðslu og bruna jarðefnaeldsneytis. Guterres aðalritari S.Þ. sagði: „Skýrslan er ákall um að hraða stórkostlega aðgerðum í öllum löndum og öllum geirum og herða á öllum tímalínum. Heimurinn þarf loftslagsaðgerðir á öllum vígstöðvum: allt, alls staðar, allt í einu“ – og vísaði þannig til sigurmyndar nýafstaðinna Óskarsverðlauna. Varanleg kolefnisbinding er nauðsynleg Á Íslandi búum við við þau forréttindi að vera þegar búin að skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa hvað varðar raforku- og varmaframleiðslu. Þrátt fyrir það er losun miðað við höfðatölu mikil frá Íslandi eða hátt í þreföld á við losun meðaleinstaklings á jörðinni. Okkar ábyrgð er því mikil þegar kemur að því að ganga fram fyrir skjöldu í að þróa og innleiða lausnir sem draga úr losun frá iðnaði, samgöngum o.fl. á meðan aðrar þjóðir eru uppteknar við orkuskipti í raforku- og varmaframleiðslu. Góður árangur í þeim efnum mun ekki einungis færa okkur nær okkar loftslagsmarkmiðum heldur líka skapa spennandi tækifæri og störf í grænum hugverkaiðnaði. Carbfix er leiðandi á heimsvísu í þróun og uppbyggingu kolefnisbindingar í bergi. Það er margsannreynt af fremsta vísindafólki heimsins að föngun og förgun CO2 frá orku- og iðjuverum er forsenda þess að loftslagsmarkmið náist. Við höfum lagt áherslu á förgun CO2 frá grænni orkuframleiðslu og hinum svokallaða “hard-to-abate” iðnaði þar sem CO2 á uppruna sinn í framleiðsluferlinu sjálfu – ekki orkunni sem knýr ferlið. Framleiðsla á sementi, stáli, áli og kísli fellur t.a.m. undir þá skilgreiningu. Coda Terminal verkefni Carbfix í Straumsvík – Sódastöðin - sem hefur verið töluvert í opinberri umræðu upp á síðkastið er stærsta loftslagsverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi frá hitaveituvæðingunni. Verkefnið miðar að því að binda 3 milljónir tonna af CO2 í bergi árlega frá og með árinu 2031 þegar uppbyggingarfasa lýkur. Koldíoxíðið sem þar verður fargað getur annars vegar komið frá nálægri innlendri iðnaðarstarfsemi eða með skipum frá nágrannalöndum okkar. Unnið er að umhverfismati verkefnisins um þessar mundir og við hjá Carbfix fögnum að sjálfsögðu umræðu og ábendingum um verkefnið enda leggjum við mikla áherslu á náið og gott samtal við hagsmunaaðila. Markmiðin nást ekki án alþjóðasamvinnu Þegar kemur að loftslagsaðgerðum er nauðsynlegt að vinna þvert á landamæri og spila á styrkleika einstakra ríkja og svæða. Á ákveðnum landsvæðum hentar einkar vel að planta trjám og öðrum gróðri sem sogar til sín CO2 úr andrúmslofti. Annars staðar hentar vel að byggja upp græna orkuframleiðslu með því að beisla vind, sól, vatnsföll eða jarðvarma. Á Íslandi og annars staðar í heiminum þar sem basalt og skyldar bergtegundir er að finna má horfa til þess að flýta þeim náttúrulegu ferlum sem þegar binda yfir 99% alls kolefnis á jörðinni með niðurdælingu og steindabindingu CO2. Komin er 10 ára reynsla á örugga, varanlega og hagkvæma notkun Carbfix aðferðarinnar á Hellisheiði og nú er komið að því að skala hana upp víðar hér á landi sem og erlendis. Mikilvægi Coda Terminal og annarra svipaðra verkefna sem m.a. eru í undirbúningi í Norðursjó komu bersýnilega í ljós í fyrradag þegar ESB kynnti tillögur að nýrri löggjöf, “Net Zero Industry Act” sem hefur það að markmiði að hraða loftslagsaðgerðum. Löggjöfin kveður á um að ná skuli 50 milljón tonna niðurdælingargetu CO2 árið 2030 ellegar sé loftslagsmarkmiðum álfunnar teflt í tvísýnu. Skýrt er af hálfu ESB að ríki skuli samnýta þá niðurdælingarinnviði sem byggðir verða upp – enda eru loftslagsmarkmið álfunnar og Íslands sameiginleg markmið okkar allra. Útdráttur: „Þegar kemur að loftslagsaðgerðum er nauðsynlegt að vinna þvert á landamæri og spila á styrkleika einstakra ríkja og svæða.“ Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Edda Sif Aradóttir Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Coda Terminal í Hafnarfirði Mest lesið Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Sjá meira
Í fyrradag birti loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) lokahluta 6. skýrslu sinnar um stöðu loftslagsmála í heiminum. Óhætt er að segja að um sótsvarta lesningu sé að ræða enda á heimurinn, og Ísland þar á meðal, langt í land með að ná markmiðum Parísarsamningsins. Þó að góðu fréttirnar séu almennt þær að allar lausnirnar sem þarf til að sigrast á loftslagsvánni séu til þá eru slæmu fréttirnar að okkur gengur alltof hægt að skala þær upp og draga úr framleiðslu og bruna jarðefnaeldsneytis. Guterres aðalritari S.Þ. sagði: „Skýrslan er ákall um að hraða stórkostlega aðgerðum í öllum löndum og öllum geirum og herða á öllum tímalínum. Heimurinn þarf loftslagsaðgerðir á öllum vígstöðvum: allt, alls staðar, allt í einu“ – og vísaði þannig til sigurmyndar nýafstaðinna Óskarsverðlauna. Varanleg kolefnisbinding er nauðsynleg Á Íslandi búum við við þau forréttindi að vera þegar búin að skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa hvað varðar raforku- og varmaframleiðslu. Þrátt fyrir það er losun miðað við höfðatölu mikil frá Íslandi eða hátt í þreföld á við losun meðaleinstaklings á jörðinni. Okkar ábyrgð er því mikil þegar kemur að því að ganga fram fyrir skjöldu í að þróa og innleiða lausnir sem draga úr losun frá iðnaði, samgöngum o.fl. á meðan aðrar þjóðir eru uppteknar við orkuskipti í raforku- og varmaframleiðslu. Góður árangur í þeim efnum mun ekki einungis færa okkur nær okkar loftslagsmarkmiðum heldur líka skapa spennandi tækifæri og störf í grænum hugverkaiðnaði. Carbfix er leiðandi á heimsvísu í þróun og uppbyggingu kolefnisbindingar í bergi. Það er margsannreynt af fremsta vísindafólki heimsins að föngun og förgun CO2 frá orku- og iðjuverum er forsenda þess að loftslagsmarkmið náist. Við höfum lagt áherslu á förgun CO2 frá grænni orkuframleiðslu og hinum svokallaða “hard-to-abate” iðnaði þar sem CO2 á uppruna sinn í framleiðsluferlinu sjálfu – ekki orkunni sem knýr ferlið. Framleiðsla á sementi, stáli, áli og kísli fellur t.a.m. undir þá skilgreiningu. Coda Terminal verkefni Carbfix í Straumsvík – Sódastöðin - sem hefur verið töluvert í opinberri umræðu upp á síðkastið er stærsta loftslagsverkefni sem ráðist hefur verið í á Íslandi frá hitaveituvæðingunni. Verkefnið miðar að því að binda 3 milljónir tonna af CO2 í bergi árlega frá og með árinu 2031 þegar uppbyggingarfasa lýkur. Koldíoxíðið sem þar verður fargað getur annars vegar komið frá nálægri innlendri iðnaðarstarfsemi eða með skipum frá nágrannalöndum okkar. Unnið er að umhverfismati verkefnisins um þessar mundir og við hjá Carbfix fögnum að sjálfsögðu umræðu og ábendingum um verkefnið enda leggjum við mikla áherslu á náið og gott samtal við hagsmunaaðila. Markmiðin nást ekki án alþjóðasamvinnu Þegar kemur að loftslagsaðgerðum er nauðsynlegt að vinna þvert á landamæri og spila á styrkleika einstakra ríkja og svæða. Á ákveðnum landsvæðum hentar einkar vel að planta trjám og öðrum gróðri sem sogar til sín CO2 úr andrúmslofti. Annars staðar hentar vel að byggja upp græna orkuframleiðslu með því að beisla vind, sól, vatnsföll eða jarðvarma. Á Íslandi og annars staðar í heiminum þar sem basalt og skyldar bergtegundir er að finna má horfa til þess að flýta þeim náttúrulegu ferlum sem þegar binda yfir 99% alls kolefnis á jörðinni með niðurdælingu og steindabindingu CO2. Komin er 10 ára reynsla á örugga, varanlega og hagkvæma notkun Carbfix aðferðarinnar á Hellisheiði og nú er komið að því að skala hana upp víðar hér á landi sem og erlendis. Mikilvægi Coda Terminal og annarra svipaðra verkefna sem m.a. eru í undirbúningi í Norðursjó komu bersýnilega í ljós í fyrradag þegar ESB kynnti tillögur að nýrri löggjöf, “Net Zero Industry Act” sem hefur það að markmiði að hraða loftslagsaðgerðum. Löggjöfin kveður á um að ná skuli 50 milljón tonna niðurdælingargetu CO2 árið 2030 ellegar sé loftslagsmarkmiðum álfunnar teflt í tvísýnu. Skýrt er af hálfu ESB að ríki skuli samnýta þá niðurdælingarinnviði sem byggðir verða upp – enda eru loftslagsmarkmið álfunnar og Íslands sameiginleg markmið okkar allra. Útdráttur: „Þegar kemur að loftslagsaðgerðum er nauðsynlegt að vinna þvert á landamæri og spila á styrkleika einstakra ríkja og svæða.“ Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun