„Appelsínugula hjartað mitt brotnaði“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. júlí 2024 15:00 Wiegman sat fyrir svörum í morgun. Getty Karina Wiegman, hollenskur þjálfari enska kvennalandsliðsins í fótbolta, var á báðum áttum eftir sigur Englands á Hollandi í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta í gær. Wiegman sat fyrir svörum á blaðamannafundi í morgun en lið hennar, England, á fyrir höndum leik við Írland í undankeppni EM 2025 annað kvöld. Hún hafði látið hafa eftir sér í aðdraganda leiks gærkvöldsins að hún myndi gleðjast sama hvernig færi milli Englands og heimaþjóðarinnar Hollands. Það var aðeins annað hljóð í Wiegman á fundinum í dag. „Viltu pólitíska svarið?“ spurði Wiegman létt þegar hún var spurð út í tilfinningar sínar þegar Ollie Watkins skoraði sigurmark Englands á 90. mínútu í gær. Sarina Wiegman’s “orange heart hurt” 🧡#BBCEuros #Euro2024 pic.twitter.com/kkCWhORgaU— BBC Sport (@BBCSport) July 11, 2024 „Ef ég er alveg hreinskilin, þá óska ég Gareth (Southgate) og liðinu alls hins besta. Ég þekki svo margt fólk í kringum liðið, sem eru auðvitað samstarfsfólk mitt,“ „En þetta var dálítið sárt. Appelsínugula hjartað mitt brotnaði,“ sagði Wiegman á fundi í dag og vísaði þar í appelsínugulan einkennislit hollenska liðsins. Karlalandslið Englands mætir Spáni í úrslitum Evrópumótsins í Berlín á sunnudagskvöldið. Kvennalandsliðið mætir Írlandi í fimmta leik undankeppninnar fyrir EM á næsta ári annað kvöld. Leikurinn er afar mikilvægur fyrir England en liðið er með sjö stig í þriðja sæti riðilsins, jafnt Svíþjóð að stigum, sem er sæti ofar og tveimur á eftir Frökkum sem leiða með níu stig. Aðeins tvö þessara þriggja liða fara á EM. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi EM í Sviss 2025 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Sjá meira
Wiegman sat fyrir svörum á blaðamannafundi í morgun en lið hennar, England, á fyrir höndum leik við Írland í undankeppni EM 2025 annað kvöld. Hún hafði látið hafa eftir sér í aðdraganda leiks gærkvöldsins að hún myndi gleðjast sama hvernig færi milli Englands og heimaþjóðarinnar Hollands. Það var aðeins annað hljóð í Wiegman á fundinum í dag. „Viltu pólitíska svarið?“ spurði Wiegman létt þegar hún var spurð út í tilfinningar sínar þegar Ollie Watkins skoraði sigurmark Englands á 90. mínútu í gær. Sarina Wiegman’s “orange heart hurt” 🧡#BBCEuros #Euro2024 pic.twitter.com/kkCWhORgaU— BBC Sport (@BBCSport) July 11, 2024 „Ef ég er alveg hreinskilin, þá óska ég Gareth (Southgate) og liðinu alls hins besta. Ég þekki svo margt fólk í kringum liðið, sem eru auðvitað samstarfsfólk mitt,“ „En þetta var dálítið sárt. Appelsínugula hjartað mitt brotnaði,“ sagði Wiegman á fundi í dag og vísaði þar í appelsínugulan einkennislit hollenska liðsins. Karlalandslið Englands mætir Spáni í úrslitum Evrópumótsins í Berlín á sunnudagskvöldið. Kvennalandsliðið mætir Írlandi í fimmta leik undankeppninnar fyrir EM á næsta ári annað kvöld. Leikurinn er afar mikilvægur fyrir England en liðið er með sjö stig í þriðja sæti riðilsins, jafnt Svíþjóð að stigum, sem er sæti ofar og tveimur á eftir Frökkum sem leiða með níu stig. Aðeins tvö þessara þriggja liða fara á EM.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi EM í Sviss 2025 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Sjá meira