Allir þrír Evrópuleikir íslensku liðanna sýndir beint í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2024 14:00 Valsmenn eru á heimavelli í kvöld og þurfa góð úrslit ætli þeir áfram í næstu umferð þar sem bíður skoska félagið St. Mirren. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þrjú íslensk félög hefja leik í kvöld í forkeppni Sambandsdeildarinnar í knattspyrnu en þetta eru lið Breiðabliks, Vals og Stjörnunnar. Allir leikirnir verða sýndir beint á sportstöðvum Stöðvar 2. Þetta er fyrsta umferð forkeppninnar og fyrri leikur liðanna en sá síðari verður spilaður eftir eina viku. Komist íslensku liðin áfram þá tekur við önnur umferð forkeppninnar strax í vikunni á eftir. Tapi liðin hafa þau lokið keppni í Evrópukeppnunum í ár. Valsmenn eru á heimavelli á móti albanska félaginu Vllaznia. Leikurinn fer fram á Valsvelli og hefst klukkan 19.00. Bein útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 18.45. Vllaznia datt út á móti norður-írska félaginu Linfield í þessari sömu umferð í fyrra. Stjörnumenn eru að spila sína fyrstu Evrópuleiki í þrjú ár.Vísir/Anton Brink Stjörnumenn eru á heimavelli á móti norður-írska félaginu Linfield. Leikurinn fer fram í Garðabænum og hefst klukkan 19.00: Bein útsending á Stöð 2 Sport 5 hefst klukkan 18.50. Linfield komst áfram í aðra umferð í þessari sömu keppni í fyrra en datt þá út á móti pólska félagin Pogon Szczecin. Blikar eru á útivelli á móti norður-makedónska félaginu Tikvesh. Leikurinn fer fram í Skopje og hefst klukkan 18.30 að íslenskum tíma eða klukkan 20.30 að staðartíma: Bein útsending á Bestu deildar rás 2 hefst klukkan 18.50. Tikvesh varð norður-makedónskur meistari í fyrsta sinn á síðustu leiktíð og er að spila sinn fyrsta Evrópuleik. Blikar fóru alla leið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra. Þeir mæta nú nýliðum í Evrópukeppnum.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valsmenn tryggja sér leik á móti skoska félaginu St Mirren komist þeir áfram. Stjörnumenn tryggja sér aftur á móti leik á móti sigurvegaranum úr viðureign Bala Town frá Wales og Paide Linnameeskond frá Eistlandi. Blikar mæta Drita frá Kósóvó komist þeir áfram úr sinni viðureign. Leikirnir eru félögunum afar mikilvægir enda talsverðir peningar í boði komist félögin í næstu umferð forkeppninnar. Það er ein bein útsending í viðbót í kvöld því Fram tekur á móti KR í Bestu deild karla í fótbolta. Leikurinn byrjar klukkan 19.15 en bein útsending á Bestu deildar rás 1 hefst klukkan 19.05. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Valur Stjarnan Mest lesið Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Sjá meira
Þetta er fyrsta umferð forkeppninnar og fyrri leikur liðanna en sá síðari verður spilaður eftir eina viku. Komist íslensku liðin áfram þá tekur við önnur umferð forkeppninnar strax í vikunni á eftir. Tapi liðin hafa þau lokið keppni í Evrópukeppnunum í ár. Valsmenn eru á heimavelli á móti albanska félaginu Vllaznia. Leikurinn fer fram á Valsvelli og hefst klukkan 19.00. Bein útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 18.45. Vllaznia datt út á móti norður-írska félaginu Linfield í þessari sömu umferð í fyrra. Stjörnumenn eru að spila sína fyrstu Evrópuleiki í þrjú ár.Vísir/Anton Brink Stjörnumenn eru á heimavelli á móti norður-írska félaginu Linfield. Leikurinn fer fram í Garðabænum og hefst klukkan 19.00: Bein útsending á Stöð 2 Sport 5 hefst klukkan 18.50. Linfield komst áfram í aðra umferð í þessari sömu keppni í fyrra en datt þá út á móti pólska félagin Pogon Szczecin. Blikar eru á útivelli á móti norður-makedónska félaginu Tikvesh. Leikurinn fer fram í Skopje og hefst klukkan 18.30 að íslenskum tíma eða klukkan 20.30 að staðartíma: Bein útsending á Bestu deildar rás 2 hefst klukkan 18.50. Tikvesh varð norður-makedónskur meistari í fyrsta sinn á síðustu leiktíð og er að spila sinn fyrsta Evrópuleik. Blikar fóru alla leið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í fyrra. Þeir mæta nú nýliðum í Evrópukeppnum.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Valsmenn tryggja sér leik á móti skoska félaginu St Mirren komist þeir áfram. Stjörnumenn tryggja sér aftur á móti leik á móti sigurvegaranum úr viðureign Bala Town frá Wales og Paide Linnameeskond frá Eistlandi. Blikar mæta Drita frá Kósóvó komist þeir áfram úr sinni viðureign. Leikirnir eru félögunum afar mikilvægir enda talsverðir peningar í boði komist félögin í næstu umferð forkeppninnar. Það er ein bein útsending í viðbót í kvöld því Fram tekur á móti KR í Bestu deild karla í fótbolta. Leikurinn byrjar klukkan 19.15 en bein útsending á Bestu deildar rás 1 hefst klukkan 19.05.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Valur Stjarnan Mest lesið Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Sjá meira