Upptöku frá honum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson og landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir sátu fyrir svörum á fundinum.
Ísland er í 2. sæti riðils 4 með sjö stig og þarf einn sigur úr síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppninni, gegn Þýskalandi og Póllandi, til að komast á fimmta Evrópumótið í röð.
Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan 16:15 á morgun og verður í beinni textalýsingu á Vísi.