„Ég elska þegar fólk mætir í stúkuna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2024 09:01 Hlín Eiríksdóttir er að spila mjög vel í sænsku deildinni og var tilnefnd sem einn af bestu leikmönnum júnímánaðar. Vísir/Einar Hlín Eiríksdóttir er í hópi þeirra leikmanna íslenska kvennalandsliðsins sem eru á miðju tímabili. Sumar í hópnum eru hins vegar að byrja nýtt tímabil í þessum landsliðsglugga þar sem íslenska liðið spilar lokaleiki sína í undankeppni EM 2025. Frábær frammistaða Hlínar með Kristianstad ætti að hjálpa henni til að mæta með fullt sjálftraust í leik á móti einu besta liði Evrópu. Íslensku stelpurnar gert tryggt sér EM-sætið með sigri á Þjóðverjum á Laugardalsvellinum á morgun en fá líka möguleika á því á móti Pólverjum nokkrum dögum síðar. Kominn tími á að vinna þær loksins „Þessi leikur leggst ljómandi vel í mig. Ég hlakka ótrúlega mikið til. Þetta verður mjög erfiður leikur en það er gaman að mæta þeim á heimavelli. Ég held að það sé kominn tími á að vinna þær loksins,“ sagði Hlín í samtali við Stefán Árna Pálsson. Er ekki gaman að mæta svona stórþjóð í fótbolta? Leikirnir sem maður vill spila „Jú, þetta eru bara leikirnir sem maður vill spila. Mér finnst það algjör forréttindi að fá að spila aftur og aftur við Þýskaland. Þetta er lið sem við viljum mæta og við fáum þarna að mæla okkur við bestu leikmenn í heimi,“ sagði Hlín. „Ég held samt að það sé orðið tímabært að við náum kannski í stig á móti þeim,“ sagði Hlín. Íslenska liðið hefur oft tapað illa á móti þýska liðinu en síðasti leikurinn á móti þeim var miklu betri. Hvað þarf að ganga upp til að íslensku stelpurnar tryggi sér EM sæti með sigri á Þjóðverjum á morgun? Klippa: „Ég held að það sé komi tími á að vinna þær loksins“ „Við fengum alvöru skell á móti þeim seinasta haust og ég held að við höfum tekið mjög mikinn lærdóm þaðan. Ég held að þetta sé hugarfarsatriði. Fyrst og fremst að mæta í leikinn af fullum krafti og þora. Mér fannst við ekki þora að halda í boltann á móti þeim úti í Þýskalandi síðasta haust,“ sagði Hlín. „Ef við mætum, vinnum okkar einvígi og fylgjum leikplaninu þá eigum við góða möguleika,“ sagði Hlín. Hversu miklu máli skiptir það íslensku stelpurnar að fá góðan stuðning á heimavelli? Því fleiri því betra „Ég elska þegar fólk mætir í stúkuna. Því fleiri því betra. Það skiptir auðvitað máli og það sýndi sig þegar við áttum miklu betri leik þegar við mættum þeim hérna á heimavelli. Það gefur okkur mjög mikið,“ sagði Hlín. Hlín hefur verið að spila mjög vel í sænsku deildinni í sumar og kemur inn í þessa leiki með mikið sjálfstraust. „Sjálfstraust er lykilatriði. Ég er með hörkusjálfstraust akkúrat núna og ég tek það bara með mér hingað,“ sagði Hlín. Það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Frábær frammistaða Hlínar með Kristianstad ætti að hjálpa henni til að mæta með fullt sjálftraust í leik á móti einu besta liði Evrópu. Íslensku stelpurnar gert tryggt sér EM-sætið með sigri á Þjóðverjum á Laugardalsvellinum á morgun en fá líka möguleika á því á móti Pólverjum nokkrum dögum síðar. Kominn tími á að vinna þær loksins „Þessi leikur leggst ljómandi vel í mig. Ég hlakka ótrúlega mikið til. Þetta verður mjög erfiður leikur en það er gaman að mæta þeim á heimavelli. Ég held að það sé kominn tími á að vinna þær loksins,“ sagði Hlín í samtali við Stefán Árna Pálsson. Er ekki gaman að mæta svona stórþjóð í fótbolta? Leikirnir sem maður vill spila „Jú, þetta eru bara leikirnir sem maður vill spila. Mér finnst það algjör forréttindi að fá að spila aftur og aftur við Þýskaland. Þetta er lið sem við viljum mæta og við fáum þarna að mæla okkur við bestu leikmenn í heimi,“ sagði Hlín. „Ég held samt að það sé orðið tímabært að við náum kannski í stig á móti þeim,“ sagði Hlín. Íslenska liðið hefur oft tapað illa á móti þýska liðinu en síðasti leikurinn á móti þeim var miklu betri. Hvað þarf að ganga upp til að íslensku stelpurnar tryggi sér EM sæti með sigri á Þjóðverjum á morgun? Klippa: „Ég held að það sé komi tími á að vinna þær loksins“ „Við fengum alvöru skell á móti þeim seinasta haust og ég held að við höfum tekið mjög mikinn lærdóm þaðan. Ég held að þetta sé hugarfarsatriði. Fyrst og fremst að mæta í leikinn af fullum krafti og þora. Mér fannst við ekki þora að halda í boltann á móti þeim úti í Þýskalandi síðasta haust,“ sagði Hlín. „Ef við mætum, vinnum okkar einvígi og fylgjum leikplaninu þá eigum við góða möguleika,“ sagði Hlín. Hversu miklu máli skiptir það íslensku stelpurnar að fá góðan stuðning á heimavelli? Því fleiri því betra „Ég elska þegar fólk mætir í stúkuna. Því fleiri því betra. Það skiptir auðvitað máli og það sýndi sig þegar við áttum miklu betri leik þegar við mættum þeim hérna á heimavelli. Það gefur okkur mjög mikið,“ sagði Hlín. Hlín hefur verið að spila mjög vel í sænsku deildinni í sumar og kemur inn í þessa leiki með mikið sjálfstraust. „Sjálfstraust er lykilatriði. Ég er með hörkusjálfstraust akkúrat núna og ég tek það bara með mér hingað,“ sagði Hlín. Það má horfa á viðtalið hér fyrir ofan.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira