Alexandra vill sjá stelpurnar á Símamótinu fjölmenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2024 11:00 Alexandra Jóhannsdóttir vill byrja nýtt tímabil á því að koma íslenska landsliðinu á EM í Sviss. Vísir/Einar Alexandra Jóhannsdóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta eru einum sigri frá því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu á næsta ári. Íslensku stelpurnar gert tryggt sér EM-sætið með sigri á Þjóðverjum á Laugardalsvellinum á morgun en þær fá líka möguleika á því á móti Pólverjum nokkrum dögum síðar. Alexandra er vön því að spila í allt öðrum aðstæðum á Ítalíu en kvartar ekki mikið yfir íslenska veðrinu. Miklu betra að spila í svona veðri „Þetta er bara geggjað. Mér finnst miklu betra að spila í svona veðri heldur en í einhverjum 35 gráðum. Ég er búin að vera hérna í allt sumar þannig að ég er orðin vön,“ sagði Alexandra í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Þetta leggst bara ótrúlega vel í mig. Við þurfum þrjú stig út úr þessum leikjum og við ætlum ekkert annað en að ná í þau á föstudaginn,“ sagði Alexandra. Fyrri leikurinn í þessum glugga er á móti sterku liði Þýskalands sem er þegar búið að vinna riðilinn og tryggja sér sæti á EM. Hafa íslensku stelpurnar trú á því að þær geti náð í þrjú stig á móti þeim? Klippa: „Ég trúi ekki öðru en að stelpurnar á Símamótinu mæti“ „Já ekki spurning. Við förum inn í alla leiki til að ná í þrjú stig og höfum trú á því í öllum leikjum. Það er smá kalt og smá vindur. Þær koma úr einhverjum 27 gráðum í þetta og það nýtist okkur bara vel,“ sagði Alexandra. Vinna þær í einvígum Hvað þurfa íslensku stelpurnar að gera vel til að þess að vinna Þjóðverjana? „Við þurfum fyrst og fremst að vinna þær í einvígum. Þær eru ótrúlega sterkar í öllum einvígum og verjast fyrirgjöfum vel. Þær eru að skora mörk úr fyrirgjöfum en kannski minna úr opnum leik,“ sagði Alexandra. Gott að fara inn í tímabil þannig Hún fór alla leið í bikarúrslitaleik með Fiorentina en tapaði í vítakeppni. „Það var ekki alveg endirinn á tímabilinu sem maður vildi en samt sem áður ekkert slæmt tímabil. Það væri voðalega sætt að byrja næsta tímabil á því að vinna Þýskaland. Það væri gott að fara inn í tímabil þannig,“ sagði Alexandra. Hvaða mætingu vill Alexandra sjá á Laugardalsvöllinn á morgun. „Ég vil sjá fullan völl en það væri gaman að fylla aðra stúkuna. Ég trúi ekki öðru en að stelpurnar á Símamótinu mæti og eigi eftir að hvetja okkur,“ sagði Alexandra. Það má sjá viðtalið hér fyrir ofan. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Íslensku stelpurnar gert tryggt sér EM-sætið með sigri á Þjóðverjum á Laugardalsvellinum á morgun en þær fá líka möguleika á því á móti Pólverjum nokkrum dögum síðar. Alexandra er vön því að spila í allt öðrum aðstæðum á Ítalíu en kvartar ekki mikið yfir íslenska veðrinu. Miklu betra að spila í svona veðri „Þetta er bara geggjað. Mér finnst miklu betra að spila í svona veðri heldur en í einhverjum 35 gráðum. Ég er búin að vera hérna í allt sumar þannig að ég er orðin vön,“ sagði Alexandra í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Þetta leggst bara ótrúlega vel í mig. Við þurfum þrjú stig út úr þessum leikjum og við ætlum ekkert annað en að ná í þau á föstudaginn,“ sagði Alexandra. Fyrri leikurinn í þessum glugga er á móti sterku liði Þýskalands sem er þegar búið að vinna riðilinn og tryggja sér sæti á EM. Hafa íslensku stelpurnar trú á því að þær geti náð í þrjú stig á móti þeim? Klippa: „Ég trúi ekki öðru en að stelpurnar á Símamótinu mæti“ „Já ekki spurning. Við förum inn í alla leiki til að ná í þrjú stig og höfum trú á því í öllum leikjum. Það er smá kalt og smá vindur. Þær koma úr einhverjum 27 gráðum í þetta og það nýtist okkur bara vel,“ sagði Alexandra. Vinna þær í einvígum Hvað þurfa íslensku stelpurnar að gera vel til að þess að vinna Þjóðverjana? „Við þurfum fyrst og fremst að vinna þær í einvígum. Þær eru ótrúlega sterkar í öllum einvígum og verjast fyrirgjöfum vel. Þær eru að skora mörk úr fyrirgjöfum en kannski minna úr opnum leik,“ sagði Alexandra. Gott að fara inn í tímabil þannig Hún fór alla leið í bikarúrslitaleik með Fiorentina en tapaði í vítakeppni. „Það var ekki alveg endirinn á tímabilinu sem maður vildi en samt sem áður ekkert slæmt tímabil. Það væri voðalega sætt að byrja næsta tímabil á því að vinna Þýskaland. Það væri gott að fara inn í tímabil þannig,“ sagði Alexandra. Hvaða mætingu vill Alexandra sjá á Laugardalsvöllinn á morgun. „Ég vil sjá fullan völl en það væri gaman að fylla aðra stúkuna. Ég trúi ekki öðru en að stelpurnar á Símamótinu mæti og eigi eftir að hvetja okkur,“ sagði Alexandra. Það má sjá viðtalið hér fyrir ofan.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira