Fleygði lögreglumanni í jörðina eftir hlaup um miðbæ Akureyrar Jón Þór Stefánsson skrifar 11. júlí 2024 07:19 Lögreglan var kölluð út vegna slagsmála við veitingastaðinn Backpackers við Hafnarstræti. Síðan hófst eftirför lögreglu um miðbæ Akureyrar. Vísir/Tryggvi Karlmaður á fertugsaldri hlaut þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til þriggja ára, í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að veitast að lögreglumanni í miðbæ Akureyrar í júlí í fyrra. Manninum var gefið að sök að reyna að koma sér undan lögreglunni á hlaupum. En síðan, þegar hann var staddur á bílastæði við Skipagötu, er hann sagður hafa gripið í öryggisvesti lögreglumanns sem var að elta hann uppi, fleygt honum í jörðina og haft hann undir. Þá hafi hann reynt að slá til lögreglumannsins en aðrir lögreglumenn þá gripið inn í og handtekið manninn. Lögreglumaðurinn hlaut nokkra áverka víðsvegar um líkamann. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu barst henni tilkynning um slagsmál við veitingastaðinn Backpackers við Hafnarstræti. Þegar hana bar að garði vildi hún ræða við manninn sem var á vettvangi. Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi manninn í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.Vísir/Vilhelm Hann hafi spurt hvort hann væri handtekinn og lögreglan svarað neitandi. „Þá er ég farinn,“ á maðurinn að hafa svarað, en lögreglan þá tilkynnt honum að hún hyggðist handtaka hann ef hann færi, en þrátt fyrir það hafi maðurinn gegnið á brott. Lögreglumaður hafi ítrekað að hún vildi tala við manninn sem hafi ýtt í hann og tekið á rás niður Kaupvangsstræti og lögreglan farið á eftir honum. Þar á eftir hafi atvikið sem maðurinn var ákærður fyrir átt sér stað. Illa fyrirkallaður Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa verið svefnlítill og illa fyrirkallaður þegar atvik málsins hafi átt sér stað, enda hafi hann verið að standa í skilnaði við eiginkonu sína. Hann hafi þó hvorki veitt áfengis né vímuefna þetta kvöld. Hann sagðist hafa ýtt í öxl lögreglumannsins og tekið á rás til að komast undan henni, þar sem honum hafi þótt framkoma lögreglu „vera orðið áreiti“. Honum hafi þótt augljóst að lögreglan hefði í hyggju að „taka“ hann „sama hvað“. Að sögn mannsins atvikaðist sjálf árásin sem hann var ákærður fyrir þannig að hann var að hlaupa þegar lögreglumaðurinn hafi komið „inn í hliðina“ á honum eða rifið í öxlina á honum. Þá hafi þeir báðir fallið til jarðar. Ótrúverðugur framburður vitnis sagði lögguna stökkva á manninn Annar maður, sonur vinar árásarmannsins, var að keyra niður Gilið þegar atvikið átti sér stað. Hann bar vitni fyrir dómi og sagðist hafa séð lögreglumanninn stökkva á manninn aftan frá taka hann niður. Vitnið sagði engan vafa um þetta í huga sér. Upptökur úr öryggismyndavélum og búkmyndavélum þriggja lögreglumanna, þar á meðal þess sem varð fyrir árásinni, lágu fyrir í málinu. Í dómnum segir að í myndefninu megi sjá manninn stöðva för sína skyndilega, grípa í lögreglumanninn og fella eða draga hann niður á bílaplanið. Að mati dómsins eru upptökurnar í samræmi við framburð lögreglumannanna. Þá segir að framburður vitnisins breyti engu um mat dómsins, enda hafi hann verið í verulegu ósamræmi við atburðarásina sem sjáist í myndefninu. Líkt og áður segir hlaut maðurinn þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða 1,1 milljón í sakarkostnað. Akureyri Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fleiri fréttir Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Sjá meira
Manninum var gefið að sök að reyna að koma sér undan lögreglunni á hlaupum. En síðan, þegar hann var staddur á bílastæði við Skipagötu, er hann sagður hafa gripið í öryggisvesti lögreglumanns sem var að elta hann uppi, fleygt honum í jörðina og haft hann undir. Þá hafi hann reynt að slá til lögreglumannsins en aðrir lögreglumenn þá gripið inn í og handtekið manninn. Lögreglumaðurinn hlaut nokkra áverka víðsvegar um líkamann. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu barst henni tilkynning um slagsmál við veitingastaðinn Backpackers við Hafnarstræti. Þegar hana bar að garði vildi hún ræða við manninn sem var á vettvangi. Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi manninn í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.Vísir/Vilhelm Hann hafi spurt hvort hann væri handtekinn og lögreglan svarað neitandi. „Þá er ég farinn,“ á maðurinn að hafa svarað, en lögreglan þá tilkynnt honum að hún hyggðist handtaka hann ef hann færi, en þrátt fyrir það hafi maðurinn gegnið á brott. Lögreglumaður hafi ítrekað að hún vildi tala við manninn sem hafi ýtt í hann og tekið á rás niður Kaupvangsstræti og lögreglan farið á eftir honum. Þar á eftir hafi atvikið sem maðurinn var ákærður fyrir átt sér stað. Illa fyrirkallaður Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa verið svefnlítill og illa fyrirkallaður þegar atvik málsins hafi átt sér stað, enda hafi hann verið að standa í skilnaði við eiginkonu sína. Hann hafi þó hvorki veitt áfengis né vímuefna þetta kvöld. Hann sagðist hafa ýtt í öxl lögreglumannsins og tekið á rás til að komast undan henni, þar sem honum hafi þótt framkoma lögreglu „vera orðið áreiti“. Honum hafi þótt augljóst að lögreglan hefði í hyggju að „taka“ hann „sama hvað“. Að sögn mannsins atvikaðist sjálf árásin sem hann var ákærður fyrir þannig að hann var að hlaupa þegar lögreglumaðurinn hafi komið „inn í hliðina“ á honum eða rifið í öxlina á honum. Þá hafi þeir báðir fallið til jarðar. Ótrúverðugur framburður vitnis sagði lögguna stökkva á manninn Annar maður, sonur vinar árásarmannsins, var að keyra niður Gilið þegar atvikið átti sér stað. Hann bar vitni fyrir dómi og sagðist hafa séð lögreglumanninn stökkva á manninn aftan frá taka hann niður. Vitnið sagði engan vafa um þetta í huga sér. Upptökur úr öryggismyndavélum og búkmyndavélum þriggja lögreglumanna, þar á meðal þess sem varð fyrir árásinni, lágu fyrir í málinu. Í dómnum segir að í myndefninu megi sjá manninn stöðva för sína skyndilega, grípa í lögreglumanninn og fella eða draga hann niður á bílaplanið. Að mati dómsins eru upptökurnar í samræmi við framburð lögreglumannanna. Þá segir að framburður vitnisins breyti engu um mat dómsins, enda hafi hann verið í verulegu ósamræmi við atburðarásina sem sjáist í myndefninu. Líkt og áður segir hlaut maðurinn þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða 1,1 milljón í sakarkostnað.
Akureyri Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fleiri fréttir Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Sjá meira