Messi og félagar skutu á Drake: „Ekki eins og við“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2024 16:30 Argentínumenn unnu strákana hans Drakes í undanúrslitum Suður-Ameríkukeppninnar. vísir/getty Argentína vann Kanada, 2-0, í undanúrslitum Suður-Ameríkukeppninnar í nótt. Eftir leikinn skutu argentínsku stjörnurnar á rapparann Drake sem veðjaði á kanadískan sigur. Julián Álvarez og Lionel Messi skoruðu mörk argentínsku heimsmeistaranna í leiknum í New Jersey í nótt. Drake hefur eflaust blótað Messi og félögum í sand og ösku eftir að hafa unnið landa sína í leiknum. Drake veðjaði nefnilega á leikinn og hefði fengið tæplega fjögur hundruð milljónir íslenskra króna ef Kanada hefði unnið. Þess í stað tapaði rapparinn rúmlega fjörutíu þúsund krónum sem hann ætti ekki að eiga í vandræðum með að borga. Stoltið var samt sært og argentínsku leikmennirnir ákváðu að snúa hnífnum í sári Drakes með því að birta mynd undir yfirskriftinni „Ekki eins og við.“ Not like us, 𝐧𝐨𝐭 𝐰𝐢𝐭𝐡 𝐮𝐬 🇦🇷 pic.twitter.com/Zoa4OTbgnK— Selección Argentina in English (@AFASeleccionEN) July 10, 2024 „Ekki eins og við“ er nafn á lagi Kendricks Lamar þar sem hann skýtur föstum skotum í átt að Drake. Þeir hafa átt í miklum deilum undanfarna mánuði og gefið út hvert „disslagið“ á fætur öðru. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=H58vbez_m4E">watch on YouTube</a> Argentína, sem á titil að verja í Suður-Ameríkukeppninni, mætir annað hvort Kólumbíu eða Úrúgvæ í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Copa América Tónlist Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Julián Álvarez og Lionel Messi skoruðu mörk argentínsku heimsmeistaranna í leiknum í New Jersey í nótt. Drake hefur eflaust blótað Messi og félögum í sand og ösku eftir að hafa unnið landa sína í leiknum. Drake veðjaði nefnilega á leikinn og hefði fengið tæplega fjögur hundruð milljónir íslenskra króna ef Kanada hefði unnið. Þess í stað tapaði rapparinn rúmlega fjörutíu þúsund krónum sem hann ætti ekki að eiga í vandræðum með að borga. Stoltið var samt sært og argentínsku leikmennirnir ákváðu að snúa hnífnum í sári Drakes með því að birta mynd undir yfirskriftinni „Ekki eins og við.“ Not like us, 𝐧𝐨𝐭 𝐰𝐢𝐭𝐡 𝐮𝐬 🇦🇷 pic.twitter.com/Zoa4OTbgnK— Selección Argentina in English (@AFASeleccionEN) July 10, 2024 „Ekki eins og við“ er nafn á lagi Kendricks Lamar þar sem hann skýtur föstum skotum í átt að Drake. Þeir hafa átt í miklum deilum undanfarna mánuði og gefið út hvert „disslagið“ á fætur öðru. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=H58vbez_m4E">watch on YouTube</a> Argentína, sem á titil að verja í Suður-Ameríkukeppninni, mætir annað hvort Kólumbíu eða Úrúgvæ í úrslitaleiknum á sunnudaginn.
Copa América Tónlist Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira