Messi baðaði sex mánaða Yamal Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2024 07:00 Tvítugur Lionel Messi baðar sex mánaða Lamine Yamal. Nafn hins sextán ára Lamines Yamal er á allra vörum eftir að hann skoraði stórkostlegt mark í 2-1 sigri Spánar á Frakklandi á EM í gær. Yamal var samt aðeins sex mánaða þegar hann komst fyrst í fréttirnar og þar kom sjálfur Lionel Messi við sögu. Yamal skoraði sannkallað draumamark þegar Spánverjar tryggðu sér sæti í úrslitum EM með sigrinum á Frökkum á Allianz Arena í München í gær. Hann er yngsti markaskorari í sögu Evrópumótsins, sextán ára og 362 daga gamall. Yamal fæddist 13. júlí 2007. Sex mánuðum síðar sat hann fyrir á myndum með hinum þá tvítuga Messi. Myndatakan var fyrir góðgerðadagatal á vegum Barcelona og dagblaðsins Sport. Myndirnar, sem Joan Monfort tók, hafa nú verið dregnar fram í sviðsljósið eftir frábæra frammistöðu Yamals á EM. Á myndunum heldur Messi á sex mánaða gömlum Yamal og baðar hann. Mamma Yamals er svo með á einni mynd. 🚨🇪🇸🇦🇷 Lionel Messi with Lamine Yamal as a baby back in December 2007, from Spanish newspaper @sport. It was a photoshoot organised for a charity calendar. pic.twitter.com/C7jCKbYnp7— EuroFoot (@eurofootcom) July 5, 2024 Líkt og Yamal stendur Messi í ströngu þessa dagana, með argentínska landsliðinu í Suður-Ameríkukeppninni í Bandaríkjunum. Argentínumenn eru komnir í undanúrslit þar sem þeir mæta Kanadamönnum. Þess má geta að faðir Yamals er þremur árum yngri en Messi. Argentínski snillingurinn er fæddur 1987 en faðir Yamals 1990. Hann er frá Marokkó en móðirin frá Miðbaugs-Gíneu. Fjölskylda Yamals fluttist til Barcelona þegar hann var sjö ára og hann fylgdist því með Messi fara á kostum með stærsta liði borgarinnar áður en hann byrjaði sjálfur að spila fyrir það. EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Ljósmyndun Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Sjá meira
Yamal skoraði sannkallað draumamark þegar Spánverjar tryggðu sér sæti í úrslitum EM með sigrinum á Frökkum á Allianz Arena í München í gær. Hann er yngsti markaskorari í sögu Evrópumótsins, sextán ára og 362 daga gamall. Yamal fæddist 13. júlí 2007. Sex mánuðum síðar sat hann fyrir á myndum með hinum þá tvítuga Messi. Myndatakan var fyrir góðgerðadagatal á vegum Barcelona og dagblaðsins Sport. Myndirnar, sem Joan Monfort tók, hafa nú verið dregnar fram í sviðsljósið eftir frábæra frammistöðu Yamals á EM. Á myndunum heldur Messi á sex mánaða gömlum Yamal og baðar hann. Mamma Yamals er svo með á einni mynd. 🚨🇪🇸🇦🇷 Lionel Messi with Lamine Yamal as a baby back in December 2007, from Spanish newspaper @sport. It was a photoshoot organised for a charity calendar. pic.twitter.com/C7jCKbYnp7— EuroFoot (@eurofootcom) July 5, 2024 Líkt og Yamal stendur Messi í ströngu þessa dagana, með argentínska landsliðinu í Suður-Ameríkukeppninni í Bandaríkjunum. Argentínumenn eru komnir í undanúrslit þar sem þeir mæta Kanadamönnum. Þess má geta að faðir Yamals er þremur árum yngri en Messi. Argentínski snillingurinn er fæddur 1987 en faðir Yamals 1990. Hann er frá Marokkó en móðirin frá Miðbaugs-Gíneu. Fjölskylda Yamals fluttist til Barcelona þegar hann var sjö ára og hann fylgdist því með Messi fara á kostum með stærsta liði borgarinnar áður en hann byrjaði sjálfur að spila fyrir það.
EM 2024 í Þýskalandi Spænski boltinn Ljósmyndun Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Fótbolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Sjá meira