Hetjan Hildur fámál um framtíðina Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2024 16:31 Hildur Antonsdóttir gæti verið á leiðinni á sitt fyrsta stórmót næsta sumar, EM í Sviss, ef allt gengur að óskum. Vísir/Bjarni Hildur Antonsdóttir var hetja íslenska landsliðsins í sigrinum dýrmæta gegn Austurríki í síðasta mánuði, þegar hún skoraði sigurmarkið í sínum sextánda landsleik. Núna er stefnan sett á að ljúka dæminu og landa EM-sæti. Hildur er hins vegar einnig í leit að nýjum vinnuveitanda, eftir að hafa sagt skilið við hollenska félagið Fortuna Sittard. Þar hefur hún spilað síðustu tvö ár, eftir að hafa kvatt Breiðablik, við góðan orðstír. Hildur vill sem minnst segja um hvað nú tekur við: „Ég er aðallega núna að fókusa á landsliðið og síðan skoða ég þetta eftir þennan glugga. Mig langar að taka skref upp á við. Ég var í hollensku deildinni sem er bara góð deild, sterk deild, en ég er alveg tilbúin að taka næsta skref,“ segir Hildur. Klippa: Hildur klár í slag við sumar af þeim bestu í heimi Hún er ein af nokkrum leikmönnum landsliðsins sem spila í vetrardeildum, sem hafa verið að æfa saman síðustu tvær vikur. Núna er allur hópurinn kominn saman og klár í leik við Þýskaland á Laugardalsvelli á föstudag. Með sigri tryggir Ísland sér endanlega sæti á EM, þó að liðið eigi einnig inni útileik við Pólland. „Við förum í þennan leik til að sækja þessi mikilvægu þrjú stig. Maður fer ekkert í fótboltaleiki til að gera jafntefli eða tapa. Við förum „full force“ í þennan leik,“ segir Hildur en ljóst er að við ramman reip verður að draga gegn stjörnum prýddu liði Þýskalands. Hildur var einmitt á miðjunni gegn Þjóðverjum ytra í apríl, í 3-1 tapi. Fæst ekki alltaf tækifæri til að sjá þær bestu í heimi „Fyrstu þrjátíu mínúturnar í leiknum vorum við alveg að ógna fyrir aftan þær. Við sátum heilmikið í leiknum en á móti þessu þýska landsliði, sem er með ótrúlega góða sókn, þá þurfum við að vera þéttar. Aftur á móti eigum við að geta fundið möguleika fyrir aftan þær þegar þær gleyma sér í sóknarleiknum,“ segir Hildur. Hún hvetur fólk til að fjölmenna á völlinn á föstudag: „Það hjálpar ótrúlega mikið að hafa marga áhorfendur, og það gefur okkur extra styrk. Það væri því geggjað að sjá sem flesta á vellinum. Ég held að það eigi nú að vera allt í lagi veður miðað við Ísland. Við getum tryggt okkur sæti á EM og svo eru góðar fótboltakonur að koma hingað í þýska landsliðinu. Þú færð ekkert alltaf tækifæri til að sjá bestu knattspyrnukonur í heimi spila.“ Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30 Tryggði Íslandi sigurinn mikilvæga en nú í leit að nýju félagi Hildur Antonsdóttir tryggði íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Austurríki í undankeppni EM 2025 á þriðjudag. Hildur spilaði með hollenska liðinu Fortuna Sittard á nýafstaðinni leiktíð en er í leit að nýju félagi í sumar. 5. júní 2024 22:01 Myndasyrpa frá sigrinum mikilvæga á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 23:31 Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira
Hildur er hins vegar einnig í leit að nýjum vinnuveitanda, eftir að hafa sagt skilið við hollenska félagið Fortuna Sittard. Þar hefur hún spilað síðustu tvö ár, eftir að hafa kvatt Breiðablik, við góðan orðstír. Hildur vill sem minnst segja um hvað nú tekur við: „Ég er aðallega núna að fókusa á landsliðið og síðan skoða ég þetta eftir þennan glugga. Mig langar að taka skref upp á við. Ég var í hollensku deildinni sem er bara góð deild, sterk deild, en ég er alveg tilbúin að taka næsta skref,“ segir Hildur. Klippa: Hildur klár í slag við sumar af þeim bestu í heimi Hún er ein af nokkrum leikmönnum landsliðsins sem spila í vetrardeildum, sem hafa verið að æfa saman síðustu tvær vikur. Núna er allur hópurinn kominn saman og klár í leik við Þýskaland á Laugardalsvelli á föstudag. Með sigri tryggir Ísland sér endanlega sæti á EM, þó að liðið eigi einnig inni útileik við Pólland. „Við förum í þennan leik til að sækja þessi mikilvægu þrjú stig. Maður fer ekkert í fótboltaleiki til að gera jafntefli eða tapa. Við förum „full force“ í þennan leik,“ segir Hildur en ljóst er að við ramman reip verður að draga gegn stjörnum prýddu liði Þýskalands. Hildur var einmitt á miðjunni gegn Þjóðverjum ytra í apríl, í 3-1 tapi. Fæst ekki alltaf tækifæri til að sjá þær bestu í heimi „Fyrstu þrjátíu mínúturnar í leiknum vorum við alveg að ógna fyrir aftan þær. Við sátum heilmikið í leiknum en á móti þessu þýska landsliði, sem er með ótrúlega góða sókn, þá þurfum við að vera þéttar. Aftur á móti eigum við að geta fundið möguleika fyrir aftan þær þegar þær gleyma sér í sóknarleiknum,“ segir Hildur. Hún hvetur fólk til að fjölmenna á völlinn á föstudag: „Það hjálpar ótrúlega mikið að hafa marga áhorfendur, og það gefur okkur extra styrk. Það væri því geggjað að sjá sem flesta á vellinum. Ég held að það eigi nú að vera allt í lagi veður miðað við Ísland. Við getum tryggt okkur sæti á EM og svo eru góðar fótboltakonur að koma hingað í þýska landsliðinu. Þú færð ekkert alltaf tækifæri til að sjá bestu knattspyrnukonur í heimi spila.“
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30 Tryggði Íslandi sigurinn mikilvæga en nú í leit að nýju félagi Hildur Antonsdóttir tryggði íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Austurríki í undankeppni EM 2025 á þriðjudag. Hildur spilaði með hollenska liðinu Fortuna Sittard á nýafstaðinni leiktíð en er í leit að nýju félagi í sumar. 5. júní 2024 22:01 Myndasyrpa frá sigrinum mikilvæga á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 23:31 Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjá meira
Uppgjör: Ísland-Austurríki 2-1 | Mikilvægur sigur í baráttunni um sæti á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 21:30
Tryggði Íslandi sigurinn mikilvæga en nú í leit að nýju félagi Hildur Antonsdóttir tryggði íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Austurríki í undankeppni EM 2025 á þriðjudag. Hildur spilaði með hollenska liðinu Fortuna Sittard á nýafstaðinni leiktíð en er í leit að nýju félagi í sumar. 5. júní 2024 22:01
Myndasyrpa frá sigrinum mikilvæga á Laugardalsvelli Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann mikilvægan, og verðskuldaðan, 2-1 sigur er liðið tók á móti Austurríki í undankeppni EM 2025 í kvöld. 4. júní 2024 23:31