Náttúran hafi sterkt umboð í samfélaginu og þurfi ekki umboðsmann Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. júlí 2024 15:27 Guðlaugur Þór telur að umgjörð náttúruverndarmála á Íslandi geri það að verkum að umboð náttúrunnar sé sterkt. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, sér ekki ástæðu til þess að stofna sérstakt embætti umboðsmanns náttúrunnar, náttúran hafi þegar sterkt umboð í samfélaginu. Þetta kemur fram í svari ráðherrans við fyrirspurn Valgerðar Árnadóttur, varaþingmanns Pírata. „Náttúruvernd hefur á undanförnum árum fengið aukið vægi í almennri umræðu. Ýmislegt hefur orðið til þess, m.a. fjölbreytt umræða um landnýtingu, svo sem vegna virkjunaráforma, landbúnaðar og skógræktar,“ segir í svarinu. Umræðan um náttúruvernd hafi leitt til aukinnar vitundar samfélagins um mikilvægi þess að vernda náttúruna og nýta hana á sjálfbæran máta. Einföldun stofnanakerfisins leiði til öflugri náttúruverndar Fyrirspurn Valgerðar var eftirfarandi: „Hyggst ráðherra beita sér fyrir stofnun embættis umboðsmanns náttúrunnar eins og náttúruverndarsamtök á Íslandi hafa óskað eftir?“ Í svarinu segir að stutta svarið sé nei, náttúran hafi þegar sterkt umboð í samfélaginu. „Að baki því svari liggja nokkrar ástæður. Fyrst ber að nefna að ráðherra er þeirrar skoðunar að málaflokki náttúruverndar sé ekki betur borgið undir hatti margra stofnana, heldur sé mun árangursríkara fyrir náttúruvernd að einfalda til muna stofnanakerfið.“ Með þau markmið í huga hafi ráðherra lagt fram á Alþingi frumvarp um sameiningu þeirra stofnana ráðuneytisins sem hafa umsjón með náttúruvernd. Valgerður Árnadóttir, varaþingmaður Pírata, spurði ráðherra hvort hann hyggðist beita sér fyrir stofnun embættis umboðsmanns náttúrunnar, eins og náttúruverndarsamtök á Íslandi hafa óskað eftir.Vísir/Arnar Rétt að ítreka aukna vitund samfélagsins um náttúru- og umhverfismál Þá segir að einnig sé rétt að ítreka aukna vitund samfélagsins um mikilvægi náttúruverndar- og umhverfismála. Þátttaka almennings og annara hagsmunaaðila í ákvörðunum og undirbúningi stefnumiða er snúa að umhverfismálum sé tryggð í ýmsum lögum. Einnig megi nefna að á undanförnum árum hafi fjölmörg svæði verið friðlýst og nú sé um fjórðungur lansins friðlýstur. „Ráðherra telur enn fremur mikilvægt að minnast á frumkvæði nærsamfélaga hvað varðar landshlutabundna náttúruvernd. Góður árangur í náttúruvernd næst ekki nema sá hluti þjóðarinnar sem býr á eða í grennd við náttúruverndarsvæði, eða svæði sem tillaga er um að vernda, sé virkur þátttakandi.“ Aukinn áhugi sé að vakna í samfélaginu um stofnun þjóðgarða um náttúruperlur. Þá segir að lokum að ráðherra sé þeirrar skoðunar að umgjörð náttúruverndarmála á Íslandi geri það að verkum að umboð náttúrunnar sé sterkt, og sé rétta leiðin að því að ná betri árangri í náttúruvernd. Umhverfismál Stjórnsýsla Loftslagsmál Tengdar fréttir Mikil tækifæri felist í að gera Þórsmörk að þjóðgarði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, hefur skipað þriggja manna starfshóp sem mun skoða fýsileika þess að stofnaður verði þjóðgarður í Þórsmörk. Ráðherranum líst vel á hugmyndina og segir ánægjulegt að sjá hvernig sveitarfélögin eru að taka við sér. Sveitarstjóri segir friðlýsingu bjóða tækifæri í uppbyggingu. 3. júlí 2024 12:37 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
„Náttúruvernd hefur á undanförnum árum fengið aukið vægi í almennri umræðu. Ýmislegt hefur orðið til þess, m.a. fjölbreytt umræða um landnýtingu, svo sem vegna virkjunaráforma, landbúnaðar og skógræktar,“ segir í svarinu. Umræðan um náttúruvernd hafi leitt til aukinnar vitundar samfélagins um mikilvægi þess að vernda náttúruna og nýta hana á sjálfbæran máta. Einföldun stofnanakerfisins leiði til öflugri náttúruverndar Fyrirspurn Valgerðar var eftirfarandi: „Hyggst ráðherra beita sér fyrir stofnun embættis umboðsmanns náttúrunnar eins og náttúruverndarsamtök á Íslandi hafa óskað eftir?“ Í svarinu segir að stutta svarið sé nei, náttúran hafi þegar sterkt umboð í samfélaginu. „Að baki því svari liggja nokkrar ástæður. Fyrst ber að nefna að ráðherra er þeirrar skoðunar að málaflokki náttúruverndar sé ekki betur borgið undir hatti margra stofnana, heldur sé mun árangursríkara fyrir náttúruvernd að einfalda til muna stofnanakerfið.“ Með þau markmið í huga hafi ráðherra lagt fram á Alþingi frumvarp um sameiningu þeirra stofnana ráðuneytisins sem hafa umsjón með náttúruvernd. Valgerður Árnadóttir, varaþingmaður Pírata, spurði ráðherra hvort hann hyggðist beita sér fyrir stofnun embættis umboðsmanns náttúrunnar, eins og náttúruverndarsamtök á Íslandi hafa óskað eftir.Vísir/Arnar Rétt að ítreka aukna vitund samfélagsins um náttúru- og umhverfismál Þá segir að einnig sé rétt að ítreka aukna vitund samfélagsins um mikilvægi náttúruverndar- og umhverfismála. Þátttaka almennings og annara hagsmunaaðila í ákvörðunum og undirbúningi stefnumiða er snúa að umhverfismálum sé tryggð í ýmsum lögum. Einnig megi nefna að á undanförnum árum hafi fjölmörg svæði verið friðlýst og nú sé um fjórðungur lansins friðlýstur. „Ráðherra telur enn fremur mikilvægt að minnast á frumkvæði nærsamfélaga hvað varðar landshlutabundna náttúruvernd. Góður árangur í náttúruvernd næst ekki nema sá hluti þjóðarinnar sem býr á eða í grennd við náttúruverndarsvæði, eða svæði sem tillaga er um að vernda, sé virkur þátttakandi.“ Aukinn áhugi sé að vakna í samfélaginu um stofnun þjóðgarða um náttúruperlur. Þá segir að lokum að ráðherra sé þeirrar skoðunar að umgjörð náttúruverndarmála á Íslandi geri það að verkum að umboð náttúrunnar sé sterkt, og sé rétta leiðin að því að ná betri árangri í náttúruvernd.
Umhverfismál Stjórnsýsla Loftslagsmál Tengdar fréttir Mikil tækifæri felist í að gera Þórsmörk að þjóðgarði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, hefur skipað þriggja manna starfshóp sem mun skoða fýsileika þess að stofnaður verði þjóðgarður í Þórsmörk. Ráðherranum líst vel á hugmyndina og segir ánægjulegt að sjá hvernig sveitarfélögin eru að taka við sér. Sveitarstjóri segir friðlýsingu bjóða tækifæri í uppbyggingu. 3. júlí 2024 12:37 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Mikil tækifæri felist í að gera Þórsmörk að þjóðgarði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, hefur skipað þriggja manna starfshóp sem mun skoða fýsileika þess að stofnaður verði þjóðgarður í Þórsmörk. Ráðherranum líst vel á hugmyndina og segir ánægjulegt að sjá hvernig sveitarfélögin eru að taka við sér. Sveitarstjóri segir friðlýsingu bjóða tækifæri í uppbyggingu. 3. júlí 2024 12:37