Vill slá vopnin úr höndum popúlista með því að taka á áhyggjum fólks Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. júlí 2024 09:12 Blair ráðleggur Starmer að hlaupast ekki undan vandamálunum heldur takast á við þau. epa Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hvetur Keir Starmer, núverandi forsætisráðherra, til að taka útlendingamálin föstum tökum í því skyni að slá vopnin úr höndum popúlista á hægri væng stjórnmálanna. Blair er fyrrverandi formaður Verkamannaflokksins, sem vann stórsigur í nýafstöðnum þingkosningum í Bretlandi, en í viðtali við Guardian sagði hann að á sama tíma og menn leituðu svara og lausna yrðu þeir að vera meðvitaðir um aðferðafræði andstæðinga sinna. „Popúlistinn skáldar ekki áhyggjuefni fólks, hann nýtir sér þau. Og ef þú vilt koma í veg fyrir að stuðningur við þá aukist þá verður þú að taka á áhyggjunum. Þess vegna er hárrétt hjá Keir að segja að við þurfum að hafa stjórn á aðflutningi fólks,“ sagði Blair en ítrekaði að innflytjendur hefðu haft verulega góð áhrif á Bretland. Hann sagði að stjórnvöld þyrftu að taka lög og reglu alvarlega og vera meðvitaðir um það hvernig þeir nálguðust ýmis samfélagsleg málefni sem hægrimenn hefðu nýtt sér til að afla sér fylgis. Rétta leiðin væri að leita á miðjuna. Varðandi Brexit og yfirlýsingar Starmer um að hann sæi ekki fyrir sér að Bretar gengju aftur í Evrópusambandið á næstu áratugum sagði Blair að það eina sem hann vissi fyrir víst væri að Bretar þyrftu að tilheyra „pólitískri fjölskyldu“ í eigin heimsálfu. „Hvaða form það tekur veit ég ekki. En það mikilvægasta fyrir ríki á borð við Bretland að skilja, því við höfum mikið verið að horfa inn á við, er að innan tveggja áratuga verða þrír risar í heiminum; Bandaríkin, Kína og líklega Indland. Og það eina sem önnur ríki munu hafa til að snúa sér að eru svæðisbundin bandalög sem munu færa þér það í sameningu sem þú getur ekki aflað einn.“ Umfjöllun Guardian. Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Sjá meira
Blair er fyrrverandi formaður Verkamannaflokksins, sem vann stórsigur í nýafstöðnum þingkosningum í Bretlandi, en í viðtali við Guardian sagði hann að á sama tíma og menn leituðu svara og lausna yrðu þeir að vera meðvitaðir um aðferðafræði andstæðinga sinna. „Popúlistinn skáldar ekki áhyggjuefni fólks, hann nýtir sér þau. Og ef þú vilt koma í veg fyrir að stuðningur við þá aukist þá verður þú að taka á áhyggjunum. Þess vegna er hárrétt hjá Keir að segja að við þurfum að hafa stjórn á aðflutningi fólks,“ sagði Blair en ítrekaði að innflytjendur hefðu haft verulega góð áhrif á Bretland. Hann sagði að stjórnvöld þyrftu að taka lög og reglu alvarlega og vera meðvitaðir um það hvernig þeir nálguðust ýmis samfélagsleg málefni sem hægrimenn hefðu nýtt sér til að afla sér fylgis. Rétta leiðin væri að leita á miðjuna. Varðandi Brexit og yfirlýsingar Starmer um að hann sæi ekki fyrir sér að Bretar gengju aftur í Evrópusambandið á næstu áratugum sagði Blair að það eina sem hann vissi fyrir víst væri að Bretar þyrftu að tilheyra „pólitískri fjölskyldu“ í eigin heimsálfu. „Hvaða form það tekur veit ég ekki. En það mikilvægasta fyrir ríki á borð við Bretland að skilja, því við höfum mikið verið að horfa inn á við, er að innan tveggja áratuga verða þrír risar í heiminum; Bandaríkin, Kína og líklega Indland. Og það eina sem önnur ríki munu hafa til að snúa sér að eru svæðisbundin bandalög sem munu færa þér það í sameningu sem þú getur ekki aflað einn.“ Umfjöllun Guardian.
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar og Úkraínumenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“