Segir menn hafa skotið á gröfumann við vinnu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. júlí 2024 16:34 Sérsveitin á vettvangi. aðsend Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í útkall á þriðja tímanum í dag til að aðstoða lögregluna á Suðurlandi á Hala í Háfshverfi í Rangárþingi ytra. Karl Rúnar Ólafssonsegir ábúendur á Hala hafa skotið að gröfumanni sem var við vinnu. Uppákoman tengist deilum um jarðareign sem má rekja allt aftur til ársins 1929. Helena Rós Sturludóttir upplýsingafulltrúi Ríkislögreglustjóra staðfestir í samtali við fréttastofu að sérsveitin hefði farið í útkall en gat ekki staðfest sögu Karls. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur einn mannana verið handtekinn og verið færður í fangaklefa. Sérsveit Ríkislögreglustjóra er á vettvangi ásamt fulltrúum lögreglunnar á Suðurlandi. Vakthafandi hjá lögreglunni á Suðurlandi staðfestir að fulltrúar hennar hafi farið í útkall með aðstoð frá sérsveitinni en vildi ekki tjá sig frekar. Hleyptu fleiri skotum af Karl segir erjurnar hafa undið upp á sig undanfarnar þrjár vikur en að þetta atvik hafi gert útslagið. Gröfumaður hafi verið að grafa Karls megin við jarðarmörkin þegar fjórir menn komu á vettvang, einn af þeim með byssu. Hann gat ekkert sagt um hvort orðaskipti hafi átt sér stað milli vinnumannsins og Halamanna en hann segir að hinn vopnaði hafi hleypt af fleiri skotum í átt að gröfumanninum sem sat inni í gröfuvélinni. „Þeir skutu á gröfuna. Gröfumaðurinn sneri gröfunni alveg út í hið óendanlega þannig þeir hittu hann ekki. Hann varði sig af mikilli fimni,“ segir Karl í samtali við fréttastofu í nokkru uppnámi eftir atvikið. Aðspurður segir Karl að skotið hafi verið beint á manninn og gert tilraun til að hæfa hann. Lögregla og sérsveitin er á vettvangi í Háfshverfi í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra.Vísir/Sara Karl var sjálfur ekki á svæðinu en var í símasambandi við gröfumanninn þegar skothríðin hófst. Hann segir að heppilega hafi lögreglumenn verið á svæðinu og hann ók í fylgd með þeim heim á bæinn. Minnst tveir sérsveitarbílar komu frá Selfossi og Reykjavík og tryggðu svæðið. „Þetta er búið að standa yfir í þrjár vikur og ég var búinn að biðja lögregluna um að afvopna þá. Ég vissi að þeir væru með byssu og væru hættulegir. Það reyndist rétt hjá mér,“ segir Karl. Veittist að Karli innan um lögreglumenn Karl Rúnar segir að dómur hafi úrskurðað að hann eigi téðan jarðarbút en að ábúendur á Hala hafi aldrei sætt sig við niðurstöðu dómsins. Þeir hafi meðal annars leigt gröfu og mokað ofan í skurði á nóttunni jafnóðum og þeir voru grafnir. Þegar Karl var kominn á vettvang segir hann að einn úr hópi hinna vopnuðu hafi komið að honum þar sem hann sat í bílnum sínum ásamt lögreglumönnum og ætlað að veitast að honum. „Hann kom á hlaðið þar sem löggan var komin. Hann kom hérna og ég var með hurðina opna og lögguna við hliðina á. Hann kom og ætlaði bara í mig. Hann lamdi bílinn, hann var svona svakalega æstur. Löggan bað hann nú um að slaka sig. Hann ætlaði að rjúka á mig inn um gluggann,“ segir Karl. Rangárþing ytra Lögreglumál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Helena Rós Sturludóttir upplýsingafulltrúi Ríkislögreglustjóra staðfestir í samtali við fréttastofu að sérsveitin hefði farið í útkall en gat ekki staðfest sögu Karls. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur einn mannana verið handtekinn og verið færður í fangaklefa. Sérsveit Ríkislögreglustjóra er á vettvangi ásamt fulltrúum lögreglunnar á Suðurlandi. Vakthafandi hjá lögreglunni á Suðurlandi staðfestir að fulltrúar hennar hafi farið í útkall með aðstoð frá sérsveitinni en vildi ekki tjá sig frekar. Hleyptu fleiri skotum af Karl segir erjurnar hafa undið upp á sig undanfarnar þrjár vikur en að þetta atvik hafi gert útslagið. Gröfumaður hafi verið að grafa Karls megin við jarðarmörkin þegar fjórir menn komu á vettvang, einn af þeim með byssu. Hann gat ekkert sagt um hvort orðaskipti hafi átt sér stað milli vinnumannsins og Halamanna en hann segir að hinn vopnaði hafi hleypt af fleiri skotum í átt að gröfumanninum sem sat inni í gröfuvélinni. „Þeir skutu á gröfuna. Gröfumaðurinn sneri gröfunni alveg út í hið óendanlega þannig þeir hittu hann ekki. Hann varði sig af mikilli fimni,“ segir Karl í samtali við fréttastofu í nokkru uppnámi eftir atvikið. Aðspurður segir Karl að skotið hafi verið beint á manninn og gert tilraun til að hæfa hann. Lögregla og sérsveitin er á vettvangi í Háfshverfi í Þykkvabæ í Rangárþingi ytra.Vísir/Sara Karl var sjálfur ekki á svæðinu en var í símasambandi við gröfumanninn þegar skothríðin hófst. Hann segir að heppilega hafi lögreglumenn verið á svæðinu og hann ók í fylgd með þeim heim á bæinn. Minnst tveir sérsveitarbílar komu frá Selfossi og Reykjavík og tryggðu svæðið. „Þetta er búið að standa yfir í þrjár vikur og ég var búinn að biðja lögregluna um að afvopna þá. Ég vissi að þeir væru með byssu og væru hættulegir. Það reyndist rétt hjá mér,“ segir Karl. Veittist að Karli innan um lögreglumenn Karl Rúnar segir að dómur hafi úrskurðað að hann eigi téðan jarðarbút en að ábúendur á Hala hafi aldrei sætt sig við niðurstöðu dómsins. Þeir hafi meðal annars leigt gröfu og mokað ofan í skurði á nóttunni jafnóðum og þeir voru grafnir. Þegar Karl var kominn á vettvang segir hann að einn úr hópi hinna vopnuðu hafi komið að honum þar sem hann sat í bílnum sínum ásamt lögreglumönnum og ætlað að veitast að honum. „Hann kom á hlaðið þar sem löggan var komin. Hann kom hérna og ég var með hurðina opna og lögguna við hliðina á. Hann kom og ætlaði bara í mig. Hann lamdi bílinn, hann var svona svakalega æstur. Löggan bað hann nú um að slaka sig. Hann ætlaði að rjúka á mig inn um gluggann,“ segir Karl.
Rangárþing ytra Lögreglumál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent