Kanada óvænt í undanúrslitin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. júlí 2024 09:30 Jonathan David er ein af stjörnum kanadíska landsliðsins. Ron Jenkins/Getty Images Kanada mun mæta ríkjandi heimsmeisturum í Argentínu í undanúrslitum Suður-Ameríkukeppninnar í knattspyrnu eftir sigur á Venesúela í vítaspyrnukeppni. Það er ekki aðeins álfukeppni karla í knattspyrnu í Evrópu þessa dagana en Suður-Ameríkukeppnin fer nú fram í Bandaríkjunum. Segja má að um upphitun sé að ræða en heimsmeistaramótið fer fram sumarið 2026 í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Kanada var nokkuð heppið með mótherja í 8-liða úrslitum en Venesúela er sýnd viði en ekki gefin. Jacob Shaffelburg kom Kanada yfir strax á 13. mínútu og reynist það eina mark fyrri hálfleiks. Í þeim síðari jafnaði gamla brýnið Salomón Rondón metin en unnendur enska boltans ættu að kannast við kappann. Hann spilaði með West Bromwich Albion, Newcastle United og Everton á sínum tíma en spilar í dag með Pachuca í Mexíkó. Þar sem ekki var meira skorað var gripið til vítaspyrnukeppni en í Suður-Ameríkukeppninni eru engar framlengingar nema þess þurfi í úrslitaleiknum. Rondón sjálfur skoraði úr fyrsut spyrnu Venesúela en samherjar hans Yangel Herrera, Jefferson Savarino og Wilker Angel misnotuðu spyrnur sínar og Kanada fór því með sigur af hólmi. Fyrir mót var Kanada ekki talið líklegt til afreka en liðið er nú komið alla leið í undanúrslit. Átta liða úrslitunum lýkur í kvöld og nótt þegar Kólumbía mætir Panama og Úrúgvæ mætir Brasilíu. Fótbolti Copa América Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Sjá meira
Það er ekki aðeins álfukeppni karla í knattspyrnu í Evrópu þessa dagana en Suður-Ameríkukeppnin fer nú fram í Bandaríkjunum. Segja má að um upphitun sé að ræða en heimsmeistaramótið fer fram sumarið 2026 í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Kanada var nokkuð heppið með mótherja í 8-liða úrslitum en Venesúela er sýnd viði en ekki gefin. Jacob Shaffelburg kom Kanada yfir strax á 13. mínútu og reynist það eina mark fyrri hálfleiks. Í þeim síðari jafnaði gamla brýnið Salomón Rondón metin en unnendur enska boltans ættu að kannast við kappann. Hann spilaði með West Bromwich Albion, Newcastle United og Everton á sínum tíma en spilar í dag með Pachuca í Mexíkó. Þar sem ekki var meira skorað var gripið til vítaspyrnukeppni en í Suður-Ameríkukeppninni eru engar framlengingar nema þess þurfi í úrslitaleiknum. Rondón sjálfur skoraði úr fyrsut spyrnu Venesúela en samherjar hans Yangel Herrera, Jefferson Savarino og Wilker Angel misnotuðu spyrnur sínar og Kanada fór því með sigur af hólmi. Fyrir mót var Kanada ekki talið líklegt til afreka en liðið er nú komið alla leið í undanúrslit. Átta liða úrslitunum lýkur í kvöld og nótt þegar Kólumbía mætir Panama og Úrúgvæ mætir Brasilíu.
Fótbolti Copa América Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fleiri fréttir Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Sjá meira