Shaw gæti mætt Sviss en Trippier frábær í að tala Sindri Sverrisson skrifar 5. júlí 2024 20:01 Luke Shaw hefur getað æft af fullum krafti í vikunni og virðist njóta þess í botn. Getty/Eddie Keogh Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, greindi frá því á blaðamannafundi í dag að vinstri bakvörðurinn Luke Shaw, leikmaður Manchester United, væri klár í slaginn gegn Sviss á morgun í 8-liða úrslitum EM í fótbolta. Southgate tók Shaw með á mótið þrátt fyrir að hann hefði glímt við meiðsli, sem eina hreinræktaða vinstri bakvörð enska hópsins, en hann hefur ekkert spilað til þessa á EM. Shaw spilaði síðast leik 18. febrúar en hann hefur æft af fullum krafti með enska landsliðinu í þessari viku. Ljóst er að England þarf að gera breytingu á sinni vörn því Marc Guehi tekur út leikbann. Mögulegt er að Southgate breyti leikskipulagi liðsins á morgun og notist við þriggja manna vörn í stað fjögurra manna, en ljóst er að Shaw gæti nýst í báðum tilvikum. Hrósaði Trippier fyrir tal innan vallar „Luke er tilbúinn. Hann getur byrjað leikinn,“ sagði Southgate á blaðamannafundi en var fljótur að taka fram að hann hefði ekkert út á Kieran Trippier, sem spilað hefur sem réttfættur vinstri bakvörður, að setja. „Kieran hefur staðið sig algjörlega frábærlega fyrir okkur. Hann gefur auðvitað ekki sama jafnvægi og örvfættur leikmaður myndi gera en leiðtogahæfileikarnir og samskipti hans innan vallar… þið getið spurt hvaða kantmann sem hann spilar með eða aðra leikmenn sem spila með honum, hann er óviðjafnanlegur í að tala. Þetta hjálpar mönnum að spila leikinn. Þessi hæfileiki er mjög vanmetinn. Þetta er líka svolítið deyjandi list, leikmenn sem eru góðir í að tala á vellinum. Maður er aldrei með of marga slíka. Hann er einstakur á þessu sviði, til viðbótar við hæfileikana með boltann. Hann hefur aðlagast og staðið sig stórkostlega fyrir okkur,“ sagði Southgate. EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Southgate tók Shaw með á mótið þrátt fyrir að hann hefði glímt við meiðsli, sem eina hreinræktaða vinstri bakvörð enska hópsins, en hann hefur ekkert spilað til þessa á EM. Shaw spilaði síðast leik 18. febrúar en hann hefur æft af fullum krafti með enska landsliðinu í þessari viku. Ljóst er að England þarf að gera breytingu á sinni vörn því Marc Guehi tekur út leikbann. Mögulegt er að Southgate breyti leikskipulagi liðsins á morgun og notist við þriggja manna vörn í stað fjögurra manna, en ljóst er að Shaw gæti nýst í báðum tilvikum. Hrósaði Trippier fyrir tal innan vallar „Luke er tilbúinn. Hann getur byrjað leikinn,“ sagði Southgate á blaðamannafundi en var fljótur að taka fram að hann hefði ekkert út á Kieran Trippier, sem spilað hefur sem réttfættur vinstri bakvörður, að setja. „Kieran hefur staðið sig algjörlega frábærlega fyrir okkur. Hann gefur auðvitað ekki sama jafnvægi og örvfættur leikmaður myndi gera en leiðtogahæfileikarnir og samskipti hans innan vallar… þið getið spurt hvaða kantmann sem hann spilar með eða aðra leikmenn sem spila með honum, hann er óviðjafnanlegur í að tala. Þetta hjálpar mönnum að spila leikinn. Þessi hæfileiki er mjög vanmetinn. Þetta er líka svolítið deyjandi list, leikmenn sem eru góðir í að tala á vellinum. Maður er aldrei með of marga slíka. Hann er einstakur á þessu sviði, til viðbótar við hæfileikana með boltann. Hann hefur aðlagast og staðið sig stórkostlega fyrir okkur,“ sagði Southgate.
EM 2024 í Þýskalandi Enski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira