Kristrún segir mál sem skekið hafa Samfylkinguna ekki svarthvít Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. júlí 2024 06:31 Kristrún svarar gagnrýni frá fyrrverandi flokksfólki í samtali við Vísi. vísir/arnar Kristrún Frostadóttir segir eðlilegt að ágreiningur eigi sér stað innan breiðfylkingar og stórs flokks líkt og Samfylkingarinnar. Þannig svarar hún gagnrýni innan flokksins sem snýr að hjásetu flokksins við afgreiðslu nýrra útlendingalaga. Þingflokkurinn hefur fengið gagnrýni frá þeim armi flokksins sem telur forystuna hafa látið mannréttindamál sitja á hakanum. Sem dæmi hefur Þorbjörg Þorvaldsdóttir, oddviti Garðabæjarlistans sagt sig úr flokknum þar sem hún kveðst ekki treysta honum í mannréttindamálum. Hjáseta Samfylkingarinnar við atkvæðagreiðslu um ný útlendingalög var kornið sem fyllti mælinn. Sema Erla Serdaroglu, aðjúnkt við Háskóla Íslands og stofnandi Solaris, tók í svipaðan streng í Facebook-færslu í gær. Hún sagði sig úr flokknum haustið 2023 en hún sagði flokkinn hafa „tekið meðvitaða ákvörðun um að fórna grunngildum jafnaðastefnunnar um mannréttindi, mannúð og réttlæti til þess að sigra kosningar.“ Kristrún ræddi þessa gagnrýni í samtali við Vísi. „Ég er auðvitað ekki inni í öllu því sem skrifað er á netinu. En ég get alveg sagt það að það er ekki óeðlilegt að það eigi sér stað breytingar á flokki eins og Samfylkingunni, rétt eins og við sáum hjá Verkamannaflokknum í Bretlandi. Þar var ráðist í gagngerrar breytingar til þess að skýra skilaboðin og færa flokkinn nær fólkinu í landinu. Vera með einbeitt skilaboð sem snúa að kjarnamálum jafnaðarmanna. Það auðvitað fylgja því eðlilegar breytingar,“ segir Kristrún. Hún var fyrir helgi ásamt félögum í Samfylkingunni í Bretlandsheimsókn þar sem hún skyggðist á bakvið tjöldin þegar Verkamannaflokkurinn þar í landi vann stóran kosningasigur. Kristrún fagnaði með formanni flokksins, Keir Starmer, á kosninganótt. Ekki verið að skilja eftir mál þó fókusinn breytist Kristrún segir gagnrýni eðlilega í breiðfylkingu og stórum flokkum. „Það eru og verða alltaf skiptar skoðanir. En við erum auðvitað staðráðin í því, fyrst og fremst, að skila áþreifanlegum breytingum fyrir fólkið í landinu í mikilvægum málaflokkum. Það er ekki þannig að það sé verið að skilja eftir mál þó að fókusinn hverju sinni geti breyst.“ „Við erum bara mjög meðvituð um ábyrgð okkar og mikilvægi þess til að breyta flokknum til þess að hann verði ábyrgur og hæfur flokkur til að stjórna. Ábyrgð mín gagnvart flokknum og þjóðinni er að koma jafnaðarflokki Íslands, Samfylkingunni, til valda, til þess að skila áþreifanlegum breytingum. Það er auðvitað aðalmarkmiðið.“ Um gagnrýni vegna hjásetu útlendingafrumvarps segir Kristrún: „Ég hvet bara allra til að kynna sér málflutning Samfylkingarinnar. Samfylkingin, og ég þar með talin, vorum með ítarlega umfjöllun og ræður um útlendingamálin í annarri umræðu þess máls. Þar fórum við skipulega yfir hvert og eitt ákvæði og hvernig flokkurinn greiddi atkvæði. Það fól í sér að sumar breytingar voru til góðs að okkar mati og við studdum. Aðrar breytingar hefðum við viljað sjá útfærðar með öðrum hætti og lögðum þess vegna til breytingartillögu. Og svo voru aðrir þættir sem við lögðumst gegn eins og til dæmis tveggja ára biðtími eftir fjölskyldusameiningu,“ segir Kristrún. Því telur Kristrún ekkert óeðlileg við að sitja hjá við afgreiðslu máls, í ljósi þess að flokkurinn hafi hvorki getað stutt það að fullu, né hafnað því að öllu leyti. „Við höfum bara verið mjög skýr og skipulögð. Unnið faglega og vel að þessum viðkvæma málaflokki. En það eru breytingar í Samfylkingunni, við erum að færa okkur frá því að vera flokkur upphrópana í það að vera flokkur ábyrgðar.“ Því fylgi meðvitund um ábyrgð í stórum málaflokkum, þar sem mannréttindi séu ekki undanskilin. „En það skiptir máli að nálgast þau mál með yfirvegun og sanngjörnum hætti og meðvitund um að við segjum ekki eitthvað í stjórnarandstöðu sem við getum ekki staðið við þegar við förum í ríkisstjórn.“ Gaslýsingar og hroki Hinn róttækari armur, sem kallaður hefur verið „gamla Samfylkingin“ telur gagnrýni ekki mætt með efnislegri umræðu. Þess í stað sé henni mætt með „gaslýsingu og hroka,“ líkt og Sema Erla kemst að orði í fyrrgreindri Facebook færslu. Spurð hvort flokkurinn sé að missa þennan róttækari arm úr flokknum segir Kristrún: „Það er að mínum mati bara mjög eðlilegur hluti innan breiðfylkingar, að það eigi sér stað einhvers konar áherslumunur. Við höfum verið mjög skýr á okkar forsendum í málum eins og útlendingamálum og málefnum sem snúa að Palestínu þar sem við höfum lagt til tilteknar aðgerðir. En við erum líka mjög skýr á okkar höfuðfókus. Það er hægt að nálgast allar útskýringar á því af hverju við greiðum atkvæði eins og við gerum,“ segir hún og bætir við: „Samfylkingin hefur, að ég vil meina, ekki verið í jafn miklum samskiptum við fólkið í landinu í áraraðir. Við höfum haldið tugi funda og verið í nánu samtali við fólkið í landinu. Það eru skiptar skoðanir í svona málum, þetta eru ekki svarthvít mál og þjóðin upp til hópa veit að þau eru ekki svarthvít. Við nálgumst þau sem slík og gerum það af mikilli ábyrgð.“ Samfylkingin Alþingi Flóttafólk á Íslandi Mannréttindi Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Þingflokkurinn hefur fengið gagnrýni frá þeim armi flokksins sem telur forystuna hafa látið mannréttindamál sitja á hakanum. Sem dæmi hefur Þorbjörg Þorvaldsdóttir, oddviti Garðabæjarlistans sagt sig úr flokknum þar sem hún kveðst ekki treysta honum í mannréttindamálum. Hjáseta Samfylkingarinnar við atkvæðagreiðslu um ný útlendingalög var kornið sem fyllti mælinn. Sema Erla Serdaroglu, aðjúnkt við Háskóla Íslands og stofnandi Solaris, tók í svipaðan streng í Facebook-færslu í gær. Hún sagði sig úr flokknum haustið 2023 en hún sagði flokkinn hafa „tekið meðvitaða ákvörðun um að fórna grunngildum jafnaðastefnunnar um mannréttindi, mannúð og réttlæti til þess að sigra kosningar.“ Kristrún ræddi þessa gagnrýni í samtali við Vísi. „Ég er auðvitað ekki inni í öllu því sem skrifað er á netinu. En ég get alveg sagt það að það er ekki óeðlilegt að það eigi sér stað breytingar á flokki eins og Samfylkingunni, rétt eins og við sáum hjá Verkamannaflokknum í Bretlandi. Þar var ráðist í gagngerrar breytingar til þess að skýra skilaboðin og færa flokkinn nær fólkinu í landinu. Vera með einbeitt skilaboð sem snúa að kjarnamálum jafnaðarmanna. Það auðvitað fylgja því eðlilegar breytingar,“ segir Kristrún. Hún var fyrir helgi ásamt félögum í Samfylkingunni í Bretlandsheimsókn þar sem hún skyggðist á bakvið tjöldin þegar Verkamannaflokkurinn þar í landi vann stóran kosningasigur. Kristrún fagnaði með formanni flokksins, Keir Starmer, á kosninganótt. Ekki verið að skilja eftir mál þó fókusinn breytist Kristrún segir gagnrýni eðlilega í breiðfylkingu og stórum flokkum. „Það eru og verða alltaf skiptar skoðanir. En við erum auðvitað staðráðin í því, fyrst og fremst, að skila áþreifanlegum breytingum fyrir fólkið í landinu í mikilvægum málaflokkum. Það er ekki þannig að það sé verið að skilja eftir mál þó að fókusinn hverju sinni geti breyst.“ „Við erum bara mjög meðvituð um ábyrgð okkar og mikilvægi þess til að breyta flokknum til þess að hann verði ábyrgur og hæfur flokkur til að stjórna. Ábyrgð mín gagnvart flokknum og þjóðinni er að koma jafnaðarflokki Íslands, Samfylkingunni, til valda, til þess að skila áþreifanlegum breytingum. Það er auðvitað aðalmarkmiðið.“ Um gagnrýni vegna hjásetu útlendingafrumvarps segir Kristrún: „Ég hvet bara allra til að kynna sér málflutning Samfylkingarinnar. Samfylkingin, og ég þar með talin, vorum með ítarlega umfjöllun og ræður um útlendingamálin í annarri umræðu þess máls. Þar fórum við skipulega yfir hvert og eitt ákvæði og hvernig flokkurinn greiddi atkvæði. Það fól í sér að sumar breytingar voru til góðs að okkar mati og við studdum. Aðrar breytingar hefðum við viljað sjá útfærðar með öðrum hætti og lögðum þess vegna til breytingartillögu. Og svo voru aðrir þættir sem við lögðumst gegn eins og til dæmis tveggja ára biðtími eftir fjölskyldusameiningu,“ segir Kristrún. Því telur Kristrún ekkert óeðlileg við að sitja hjá við afgreiðslu máls, í ljósi þess að flokkurinn hafi hvorki getað stutt það að fullu, né hafnað því að öllu leyti. „Við höfum bara verið mjög skýr og skipulögð. Unnið faglega og vel að þessum viðkvæma málaflokki. En það eru breytingar í Samfylkingunni, við erum að færa okkur frá því að vera flokkur upphrópana í það að vera flokkur ábyrgðar.“ Því fylgi meðvitund um ábyrgð í stórum málaflokkum, þar sem mannréttindi séu ekki undanskilin. „En það skiptir máli að nálgast þau mál með yfirvegun og sanngjörnum hætti og meðvitund um að við segjum ekki eitthvað í stjórnarandstöðu sem við getum ekki staðið við þegar við förum í ríkisstjórn.“ Gaslýsingar og hroki Hinn róttækari armur, sem kallaður hefur verið „gamla Samfylkingin“ telur gagnrýni ekki mætt með efnislegri umræðu. Þess í stað sé henni mætt með „gaslýsingu og hroka,“ líkt og Sema Erla kemst að orði í fyrrgreindri Facebook færslu. Spurð hvort flokkurinn sé að missa þennan róttækari arm úr flokknum segir Kristrún: „Það er að mínum mati bara mjög eðlilegur hluti innan breiðfylkingar, að það eigi sér stað einhvers konar áherslumunur. Við höfum verið mjög skýr á okkar forsendum í málum eins og útlendingamálum og málefnum sem snúa að Palestínu þar sem við höfum lagt til tilteknar aðgerðir. En við erum líka mjög skýr á okkar höfuðfókus. Það er hægt að nálgast allar útskýringar á því af hverju við greiðum atkvæði eins og við gerum,“ segir hún og bætir við: „Samfylkingin hefur, að ég vil meina, ekki verið í jafn miklum samskiptum við fólkið í landinu í áraraðir. Við höfum haldið tugi funda og verið í nánu samtali við fólkið í landinu. Það eru skiptar skoðanir í svona málum, þetta eru ekki svarthvít mál og þjóðin upp til hópa veit að þau eru ekki svarthvít. Við nálgumst þau sem slík og gerum það af mikilli ábyrgð.“
Samfylkingin Alþingi Flóttafólk á Íslandi Mannréttindi Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira