Fulltrúar sérhagsmuna létu formanninn einan um orðið Bjarki Sigurðsson skrifar 4. júlí 2024 13:11 Sigurður Kári Kristjánsson var formaður hópsins. Vísir/Sigurjón/Baldur Engin samstaða náðist um niðurstöður innan starfshóps um veðmálastarfsemi á Íslandi. Formaður hópsins segir aðgerðarleysi ekki gagnast neinum, nema íslensku sérleyfishöfunum og erlendu fyrirtækjunum með ólöglega starfsemi hér á landi. Gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir séu í húfi fyrir þau. Árið 2021 var settur saman starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins sem átti að kanna réttarbætur á sviði happdrættismála og annarra veðmála. Hópinn skipuðu ellefu einstaklingar, einn lögmaður, einn spilafíklaráðgjafi, tveir frá ráðuneytinu, einn frá sýslumanninum á Suðurlandi og sex frá þeim félögum sem eru nú þegar með leyfi til að starfrækja happdrætti og veðmálastarfsemi á Íslandi. Við skýrsluskil hafði hópurinn skipst í þrennt. Ekki náðist samstaða þar um efni skýrslunnar og því stóðu formaður hópsins, Sigurður Kári Kristjánsson, og starfsmaður hópsins einir að henni. Spilafíklaráðgjafinn skilaði séráliti, sem og þau sex frá núverandi leyfishöfum. Þessar þrjár niðurstöður voru allar gjörólíkar. Sigurður Kári segist hafa komið algjörlega óháður að borðinu. Hins vegar séu miklir hagsmunir í húfi fyrir fyrirtækin. „Það verður að horfa til þess að þeir sem hafa hagsmuni af þessari starfsemi, eru þessi fyrirtæki sem starfa í skjóli sérleyfa. Og þeir hafa gríðarlega mikla fjárhagslega hagsmuni af starfseminni eins og hún er í dag,“ segir Sigurður Kári og nefnir einnig þau erlendu fyrirtæki sem bjóða á ólöglega veðmálastarfsemi á landinu. Hagnaður fyrirtækjanna sex er yfir 4 milljarðar á ári. „Ég held að það sé alveg ljóst og segir sig sjálft að þegar svona miklar fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi, þá auðvitað hefur það áhrif á afstöðu manna til þess hvort það eigi að gera einhverjar breytingar á lagaumhverfinu eða ekki,“ segir Sigurður Kári. Síðan skýrslan var afhent ráðuneytinu fyrir einu og hálfu ári virðist ekkert hafa gerst í málaflokknum en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur þó sagt málin vera til skoðunar í ráðuneytinu. „Mín niðurstaða var sú að það versta sem hægt væri að gera, væri að gera ekki neitt. Það væri vont fyrir þennan markað sem slíkan, það væri vont fyrir spilafíklana, samfélagið og sérstaklega slæmt fyrir ríkissjóð,“ segir Sigurður Kári. Fjárhættuspil Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Fíkn Tengdar fréttir Coolbet áberandi í útilegu Verzlinga Veðmálafyrirtæki með ólöglega starfsemi hér á landi var í áberandi samstarfi við útilegu framhaldsskólanema í Grímsnesi um helgina. Skólastjóra Verzlunarskóla Íslands er ekki skemmt. Coolbet og fleiri veðmálafyrirtæki auglýsa grimmt á samfélagsmiðlum án aðgerða stjórnvalda. 25. júní 2024 18:57 „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Sjá meira
Árið 2021 var settur saman starfshópur á vegum dómsmálaráðuneytisins sem átti að kanna réttarbætur á sviði happdrættismála og annarra veðmála. Hópinn skipuðu ellefu einstaklingar, einn lögmaður, einn spilafíklaráðgjafi, tveir frá ráðuneytinu, einn frá sýslumanninum á Suðurlandi og sex frá þeim félögum sem eru nú þegar með leyfi til að starfrækja happdrætti og veðmálastarfsemi á Íslandi. Við skýrsluskil hafði hópurinn skipst í þrennt. Ekki náðist samstaða þar um efni skýrslunnar og því stóðu formaður hópsins, Sigurður Kári Kristjánsson, og starfsmaður hópsins einir að henni. Spilafíklaráðgjafinn skilaði séráliti, sem og þau sex frá núverandi leyfishöfum. Þessar þrjár niðurstöður voru allar gjörólíkar. Sigurður Kári segist hafa komið algjörlega óháður að borðinu. Hins vegar séu miklir hagsmunir í húfi fyrir fyrirtækin. „Það verður að horfa til þess að þeir sem hafa hagsmuni af þessari starfsemi, eru þessi fyrirtæki sem starfa í skjóli sérleyfa. Og þeir hafa gríðarlega mikla fjárhagslega hagsmuni af starfseminni eins og hún er í dag,“ segir Sigurður Kári og nefnir einnig þau erlendu fyrirtæki sem bjóða á ólöglega veðmálastarfsemi á landinu. Hagnaður fyrirtækjanna sex er yfir 4 milljarðar á ári. „Ég held að það sé alveg ljóst og segir sig sjálft að þegar svona miklar fjárhagslegir hagsmunir eru í húfi, þá auðvitað hefur það áhrif á afstöðu manna til þess hvort það eigi að gera einhverjar breytingar á lagaumhverfinu eða ekki,“ segir Sigurður Kári. Síðan skýrslan var afhent ráðuneytinu fyrir einu og hálfu ári virðist ekkert hafa gerst í málaflokknum en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur þó sagt málin vera til skoðunar í ráðuneytinu. „Mín niðurstaða var sú að það versta sem hægt væri að gera, væri að gera ekki neitt. Það væri vont fyrir þennan markað sem slíkan, það væri vont fyrir spilafíklana, samfélagið og sérstaklega slæmt fyrir ríkissjóð,“ segir Sigurður Kári.
Fjárhættuspil Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Fíkn Tengdar fréttir Coolbet áberandi í útilegu Verzlinga Veðmálafyrirtæki með ólöglega starfsemi hér á landi var í áberandi samstarfi við útilegu framhaldsskólanema í Grímsnesi um helgina. Skólastjóra Verzlunarskóla Íslands er ekki skemmt. Coolbet og fleiri veðmálafyrirtæki auglýsa grimmt á samfélagsmiðlum án aðgerða stjórnvalda. 25. júní 2024 18:57 „Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Fleiri fréttir Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Sjá meira
Coolbet áberandi í útilegu Verzlinga Veðmálafyrirtæki með ólöglega starfsemi hér á landi var í áberandi samstarfi við útilegu framhaldsskólanema í Grímsnesi um helgina. Skólastjóra Verzlunarskóla Íslands er ekki skemmt. Coolbet og fleiri veðmálafyrirtæki auglýsa grimmt á samfélagsmiðlum án aðgerða stjórnvalda. 25. júní 2024 18:57
„Við lögleiðum heróínið en bönnum áfengið. Þetta er galið“ Stjórnarmaður Knattspyrnusambands Íslands segir þá sem glíma við spilafíkn marga upplifa sína dýpstu dali og íhugi að taka eigið líf. Vandamálið eigi einungis eftir að verða stærra og stærra á næstu árum bregðist enginn við. 14. maí 2024 18:30
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent