Setti sér markmið og hóf veitingarekstur átján ára Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. júlí 2024 13:26 Rakel Mirra er stórhuga um reksturinn. aðsend Rakel Mirra Njálsdóttir hóf veitingarekstur á Akranesi í sumar aðeins átján ára að aldri. Hún vildi bjóða upp á hollan skyndibita og sá engan tilgang í því að bíða eftir því að verða eldri. Veitingastaður hennar heitir Malibó þar sem Rakel býður upp á boozt, ávaxtaskálar og beyglur. „Mér fannst bara vanta heilsubita á Akranes, þannig fólk hefði kost á hollara mataræði. Svo langaði mig bara svo mikið að gera eitthvað fyrir mig sjálfa og ná einhverju markmiði. Ég setti mér þetta markmið að opna matsölustað og fór bara að vinna að því,“ segir Rakel Mirra í samtali við Vísi. Vinnustaðir eru sólgnir í „take-away“ frá Malibó.aðsend Hún tók ákvörðun um að opna staðinn í febrúar 2023 og hefur því unnið að markmiðinu í eitt og hálft ár. Malibó opnaði loks 30. maí síðastliðinn. „Ég hef fengið mjög góðar móttökur en veðrið er aðeins að spila inn í. Það mætti vera betra,“ segir hún um viðtökur bæjarbúa. Rakel Mirra útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í maí og hellti sér því beint í rekstur eftir útskrift. Hún stefnir samt sem áður á frekara nám. „Ég er að velja á milli þess að fara í lögregluna eða bissnessinn. Mig dreymir um það að opna Malíbó sem keðju. Það er klárlega eitthvað sem ég stefni á, að gera þetta að einhverju stóru. Ég byrja rólega en vonandi stækkar þetta bara.“ Kveikjan að hugmyndinni kom eins og áður segir vegna þess að Rakel fannst vanta hollari valkost. Hún fékk strax góðar móttökur frá bænum og bæjarstjóra Akraness. Sáttir viðskiptavinir.aðsend Sagði öllum frá „Þannig ég ákvað bara að keyra þetta í gang sem allra fyrst, sá engan tilgang í því að bíða með þetta,“ segir Rakel og segir reksturinn einfaldari en hún hafi búist við. „Mér finnst mjög skemmtilegt að reka mitt eigið og vinna fyrir sjálfa mig. Að sjá árangur þegar það gengur vel og geta hugsað: „Það var ég sem gerði þetta að verkum og veruleika,“ segir Rakel og er með skýr skilaboð til ungs fólks: „Maður er aldrei of ungur til að gera neitt. Ekki pæla í því, maður getur gert allt sem mann langar ef maður setur sér markmið og fylgir því. Sérstaklega að segja markmiðið upphátt, ég byrjaði á því að segja öllum frá þessu og það setti pressu á mig.“ Matur Akranes Veitingastaðir Heilsa Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira
Veitingastaður hennar heitir Malibó þar sem Rakel býður upp á boozt, ávaxtaskálar og beyglur. „Mér fannst bara vanta heilsubita á Akranes, þannig fólk hefði kost á hollara mataræði. Svo langaði mig bara svo mikið að gera eitthvað fyrir mig sjálfa og ná einhverju markmiði. Ég setti mér þetta markmið að opna matsölustað og fór bara að vinna að því,“ segir Rakel Mirra í samtali við Vísi. Vinnustaðir eru sólgnir í „take-away“ frá Malibó.aðsend Hún tók ákvörðun um að opna staðinn í febrúar 2023 og hefur því unnið að markmiðinu í eitt og hálft ár. Malibó opnaði loks 30. maí síðastliðinn. „Ég hef fengið mjög góðar móttökur en veðrið er aðeins að spila inn í. Það mætti vera betra,“ segir hún um viðtökur bæjarbúa. Rakel Mirra útskrifaðist frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í maí og hellti sér því beint í rekstur eftir útskrift. Hún stefnir samt sem áður á frekara nám. „Ég er að velja á milli þess að fara í lögregluna eða bissnessinn. Mig dreymir um það að opna Malíbó sem keðju. Það er klárlega eitthvað sem ég stefni á, að gera þetta að einhverju stóru. Ég byrja rólega en vonandi stækkar þetta bara.“ Kveikjan að hugmyndinni kom eins og áður segir vegna þess að Rakel fannst vanta hollari valkost. Hún fékk strax góðar móttökur frá bænum og bæjarstjóra Akraness. Sáttir viðskiptavinir.aðsend Sagði öllum frá „Þannig ég ákvað bara að keyra þetta í gang sem allra fyrst, sá engan tilgang í því að bíða með þetta,“ segir Rakel og segir reksturinn einfaldari en hún hafi búist við. „Mér finnst mjög skemmtilegt að reka mitt eigið og vinna fyrir sjálfa mig. Að sjá árangur þegar það gengur vel og geta hugsað: „Það var ég sem gerði þetta að verkum og veruleika,“ segir Rakel og er með skýr skilaboð til ungs fólks: „Maður er aldrei of ungur til að gera neitt. Ekki pæla í því, maður getur gert allt sem mann langar ef maður setur sér markmið og fylgir því. Sérstaklega að segja markmiðið upphátt, ég byrjaði á því að segja öllum frá þessu og það setti pressu á mig.“
Matur Akranes Veitingastaðir Heilsa Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Sjá meira