Engin gögn bendi til tengsla við Hamas Jón Þór Stefánsson skrifar 4. júlí 2024 09:01 Ekkert bendir til tengsla við Hamas hjá þeim sem fengu dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar Palestínumanna. Vísir/Einar Útlendingastofnun býr ekki yfir neinum gögnum sem gefa til kynna að þeir sem fengu dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar Palestínumanna á þessu ári og síðasta hafi nokkur tengsl við Hamas-samtökin. Samanlagt hafa 184 dvalarleyfi hafa verið veitt í ár og í fyrra. Einar D. Hálfdánarson lögmaður óskaði fyrr á þessu ári eftir upplýsingum um hugsanleg tengsl þeirra sem hafa fengið leyfi til komu til Íslands vegna fjölskyldusameiningar við Hamas-samtökin. Útlendingastofnun synjaði Einari um upplýsingagjöfina, en þeirri ákvörðun var hnekkt með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í kjölfarið sendi fréttastofa sams konar fyrirspurn á Útlendingastofnun. Í svari stofnunarinnar segir að eitt af skilyrðum veitingu dvalarleyfis sé að ekki liggi fyrir „atvik sem valdið geta því að umsækjanda verði meinuð landganga hér á landi eða dvöl.“ Þess vegna þurfi umsækjandi um dvalarleyfi að lýsa því yfir að hann hafi hreinan sakaferil. Jafnframt óskar Útlendingastofnun eftir sakavottorði frá búsetulandi þeim umsækjendum sem eru fimmtán ára og eldri. Þar að auki er öllum sem sækja um dvalarleyfi flett upp í upplýsingakerfi Schengen, eða SIS. Þar kemur fram hvort viðkomandi sé eftirlýstur á Schengen-svæðinu eða hvort hann hafi ekki heimild til að koma inn á svæðið. „Enginn þeirra sem fékk útgefið dvalarleyfi hafði skráningu í SIS auk þess sem allir umsækjendur yfir 15 ára staðfestu með yfirlýsingu og framlagningu sakavottorðs að viðkomandi hafði hreinan sakaferil. Stofnunin getur því staðfest að hún býr ekki yfir neinum gögnum sem gefa til kynna að þeir sem tilheyra framangreindum hópi hafi nokkur tengsl við Hamas samtökin,“ segir í svari Útlendingastofnunar. Enginn á sex manna bannlista reyndi við Ísland Einar óskaði einnig eftir gögnum sem sýndu að lagt hefði verið mat á að þeir sem komi til Íslands frá Gaza-svæðinu uppfylli skilyrði reglugerðar um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi og ákvæða um heimild til að koma inn á Schengen-svæðið. Í svari Útlendingastofnunnar er fjallað um þvingunaraðgerðir gegn þeim sem styðja ofbeldisverk Hamas-samtakanna eða Palestínskt íslamskt Jihad-samtakanna eða greiða fyrir þeim eða gera möguleg. Að sögn Útlendingastofnunnar ná þessar þvingunaraðgerðir aðeins til sex nafngreindra einstaklinga sem er ekki heimilt að koma inn á yfirráðasvæði Íslands. Fram kemur að enginn þessara sex hafi sótt um að koma til Íslands. „Þessar þvingunaraðgerðir ná aðeins til sex nafngreindra aðila sem tilgreindir eru í viðauka við reglugerðina og snúa að því að þessum nafngreindu aðilum er ekki heimilt að koma inn á yfirráðasvæði Íslands. Upplýsingar um komubann aðilanna eru skráðar í Schengen-upplýsingakerfið sem bæði lögregla og Útlendingastofnun hafa aðgang að. Enginn þeirra sex sem tilgreindir eru í viðauka við reglugerð um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi hafa sótt um heimild til að koma til Íslands.“ Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Palestína Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Einar D. Hálfdánarson lögmaður óskaði fyrr á þessu ári eftir upplýsingum um hugsanleg tengsl þeirra sem hafa fengið leyfi til komu til Íslands vegna fjölskyldusameiningar við Hamas-samtökin. Útlendingastofnun synjaði Einari um upplýsingagjöfina, en þeirri ákvörðun var hnekkt með úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Í kjölfarið sendi fréttastofa sams konar fyrirspurn á Útlendingastofnun. Í svari stofnunarinnar segir að eitt af skilyrðum veitingu dvalarleyfis sé að ekki liggi fyrir „atvik sem valdið geta því að umsækjanda verði meinuð landganga hér á landi eða dvöl.“ Þess vegna þurfi umsækjandi um dvalarleyfi að lýsa því yfir að hann hafi hreinan sakaferil. Jafnframt óskar Útlendingastofnun eftir sakavottorði frá búsetulandi þeim umsækjendum sem eru fimmtán ára og eldri. Þar að auki er öllum sem sækja um dvalarleyfi flett upp í upplýsingakerfi Schengen, eða SIS. Þar kemur fram hvort viðkomandi sé eftirlýstur á Schengen-svæðinu eða hvort hann hafi ekki heimild til að koma inn á svæðið. „Enginn þeirra sem fékk útgefið dvalarleyfi hafði skráningu í SIS auk þess sem allir umsækjendur yfir 15 ára staðfestu með yfirlýsingu og framlagningu sakavottorðs að viðkomandi hafði hreinan sakaferil. Stofnunin getur því staðfest að hún býr ekki yfir neinum gögnum sem gefa til kynna að þeir sem tilheyra framangreindum hópi hafi nokkur tengsl við Hamas samtökin,“ segir í svari Útlendingastofnunar. Enginn á sex manna bannlista reyndi við Ísland Einar óskaði einnig eftir gögnum sem sýndu að lagt hefði verið mat á að þeir sem komi til Íslands frá Gaza-svæðinu uppfylli skilyrði reglugerðar um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi og ákvæða um heimild til að koma inn á Schengen-svæðið. Í svari Útlendingastofnunnar er fjallað um þvingunaraðgerðir gegn þeim sem styðja ofbeldisverk Hamas-samtakanna eða Palestínskt íslamskt Jihad-samtakanna eða greiða fyrir þeim eða gera möguleg. Að sögn Útlendingastofnunnar ná þessar þvingunaraðgerðir aðeins til sex nafngreindra einstaklinga sem er ekki heimilt að koma inn á yfirráðasvæði Íslands. Fram kemur að enginn þessara sex hafi sótt um að koma til Íslands. „Þessar þvingunaraðgerðir ná aðeins til sex nafngreindra aðila sem tilgreindir eru í viðauka við reglugerðina og snúa að því að þessum nafngreindu aðilum er ekki heimilt að koma inn á yfirráðasvæði Íslands. Upplýsingar um komubann aðilanna eru skráðar í Schengen-upplýsingakerfið sem bæði lögregla og Útlendingastofnun hafa aðgang að. Enginn þeirra sex sem tilgreindir eru í viðauka við reglugerð um aðgerðir gegn hryðjuverkastarfsemi hafa sótt um heimild til að koma til Íslands.“
Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Palestína Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira