Mennirnir hafa einnig verið ákærðir fyrir að hafa stefnt fólki í hættu í sérstökum ákærulið og skemmdarverk. Tveir mennirnir hafa þá verið ákærðir fyrir að hafa flúið vettvang í stað þess að koma hinum látna til aðstoðar.
Áður höfðu mennirnir verið ákærðir fyrir manndráp en því var breytt í manndráp af gáleysi. Í kjölfar yfirheyrslna í mars voru mennirnir látnir lausir þrátt fyrir beiðni ákæruvaldsins um gæsluvarðhald yfir þeim. Þeir voru þá ákærðir og hefur lögreglurannsókn staðið yfir síðan.
Hinn látni var kennari í svokölluðum efterskole, heimavistarskóla fyrir unglinga í sveitinni, og var á leið heim úr vinnu þegar stærðarinnar tré valt yfir bílinn hans á miðri götunni.
Danska ríkisútvarpið greinir frá því að vinnustaður hins látna hafi birt færslur í minningu hans. Hann er þó ekki nafngreindur.
„Við erum í áfalli og harmi slegin eftir fráfall [hins látna]. Í skólanum munum við hugsa til hans og sakna félagsskapar hans. Við munum minnast hans sem frábærs kennara og manneskja sem hafði áhrif,“ skrifar vinnuveitandi hans í færslu á Facebook.