Fyrstur í sögunni til að verja þrjár vítaspyrnur í sama EM-leiknum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. júlí 2024 10:30 Diogo Costa las leikmenn Slóveníu og varði allar þrjár vítaspyrnur þeirra. Ibrahim Ezzat/Getty Images Diogo Costa, markvörður Porto og Portúgals, skráði sig á spjöld sögunnar í gærkvöld þegar hann varði þrjár vítaspyrnur í einum og sama leiknum á Evrópumóti karla í knattspyrnu. Markvörslur hans hjálpuðu Portúgal að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum. Portúgal mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum EM eftir dramatískan sigur á Slóveníu í vítaspyrnukeppni. Cristiano Ronaldo var nálægt því að stela fyrirsögnunum eftir að Portúgal fékk vítaspyrnu í uppbótartíma. Jan Oblak, markvörður Slóveníu, gerði sér hins vegar lítið fyrir og varði þá spyrnu örugglega. Super Jan Oblak 🦸♂️#EURO2024 | #PORSVN pic.twitter.com/6c2bZv5obi— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) July 1, 2024 Ronaldo upp fyrir mistök þegar hann kom Portúgal yfir í vítaspyrnukeppninni með þeirra fyrstu spyrnu. Það hjálpaði vissulega til að hinn 24 ára gamli Costa hafði skömmu áður varið vítaspyrnu Josip Iličić þar sem Slóvenía byrjaði vítaspyrnukeppnina. Ekki nóg með það heldur varði Costa einnig frá Jure Balkovec áður en Bruno Fernandes kom Portúgal í 2-0. Costa varði svo aftur, að þessu sinni frá Benjamin Verbič, áður en Bernardo Silva skaut Portúgal í 8-liða úrslti Evrópumótsins. That save in extra time! 😲A heroic performance from Diogo Costa ⛔👏@Vivo_GLOBAL | #EUROPOTM pic.twitter.com/8SUasSX2aR— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) July 1, 2024 Er þetta í fyrsta sinn sem markvörður á Evrópumóti karla í knattspyrnu ver þrjár vítaspyrnur í einum og sama leiknum. Einnig er Costa fyrsti markvörður í sögu EM karla sem heldur hreinu í framlengdum leik sem og vítaspyrnukeppni. Hann var eðlilega kosinn maður leiksins og sagði í viðtali eftir leik að líklega væri um að ræða hans besta leik á ferlinum. Mögulega þarf hann að eiga annan eins stórleik gegn Frakklandi í næstu umferð en franska liðið hefur til þessa spilað undir getu á mótinu. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir „Líklega besti leikur lífs míns“ Diogo Costa, markvörður og hetja Portúgala, var heldur betur kátur og sáttur eftir að hafa í kvöld, öðrum fremur, tryggt þjóð sinni sæti í átta liða úrslitum á EM. 1. júlí 2024 22:44 Diogo Costa varði þrjú víti í vító og Portúgalar mæta Frökkum Portúgalar urðu í kvöld, sjötta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Þýskalandi. Liðið þurfti þó vítaspyrnukeppni til að slá út Slóvena. 1. júlí 2024 21:48 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Portúgal mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum EM eftir dramatískan sigur á Slóveníu í vítaspyrnukeppni. Cristiano Ronaldo var nálægt því að stela fyrirsögnunum eftir að Portúgal fékk vítaspyrnu í uppbótartíma. Jan Oblak, markvörður Slóveníu, gerði sér hins vegar lítið fyrir og varði þá spyrnu örugglega. Super Jan Oblak 🦸♂️#EURO2024 | #PORSVN pic.twitter.com/6c2bZv5obi— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) July 1, 2024 Ronaldo upp fyrir mistök þegar hann kom Portúgal yfir í vítaspyrnukeppninni með þeirra fyrstu spyrnu. Það hjálpaði vissulega til að hinn 24 ára gamli Costa hafði skömmu áður varið vítaspyrnu Josip Iličić þar sem Slóvenía byrjaði vítaspyrnukeppnina. Ekki nóg með það heldur varði Costa einnig frá Jure Balkovec áður en Bruno Fernandes kom Portúgal í 2-0. Costa varði svo aftur, að þessu sinni frá Benjamin Verbič, áður en Bernardo Silva skaut Portúgal í 8-liða úrslti Evrópumótsins. That save in extra time! 😲A heroic performance from Diogo Costa ⛔👏@Vivo_GLOBAL | #EUROPOTM pic.twitter.com/8SUasSX2aR— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) July 1, 2024 Er þetta í fyrsta sinn sem markvörður á Evrópumóti karla í knattspyrnu ver þrjár vítaspyrnur í einum og sama leiknum. Einnig er Costa fyrsti markvörður í sögu EM karla sem heldur hreinu í framlengdum leik sem og vítaspyrnukeppni. Hann var eðlilega kosinn maður leiksins og sagði í viðtali eftir leik að líklega væri um að ræða hans besta leik á ferlinum. Mögulega þarf hann að eiga annan eins stórleik gegn Frakklandi í næstu umferð en franska liðið hefur til þessa spilað undir getu á mótinu.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir „Líklega besti leikur lífs míns“ Diogo Costa, markvörður og hetja Portúgala, var heldur betur kátur og sáttur eftir að hafa í kvöld, öðrum fremur, tryggt þjóð sinni sæti í átta liða úrslitum á EM. 1. júlí 2024 22:44 Diogo Costa varði þrjú víti í vító og Portúgalar mæta Frökkum Portúgalar urðu í kvöld, sjötta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Þýskalandi. Liðið þurfti þó vítaspyrnukeppni til að slá út Slóvena. 1. júlí 2024 21:48 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
„Líklega besti leikur lífs míns“ Diogo Costa, markvörður og hetja Portúgala, var heldur betur kátur og sáttur eftir að hafa í kvöld, öðrum fremur, tryggt þjóð sinni sæti í átta liða úrslitum á EM. 1. júlí 2024 22:44
Diogo Costa varði þrjú víti í vító og Portúgalar mæta Frökkum Portúgalar urðu í kvöld, sjötta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Þýskalandi. Liðið þurfti þó vítaspyrnukeppni til að slá út Slóvena. 1. júlí 2024 21:48