Ísböð á nóttunni og alltaf tilbúinn að gefa góð ráð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2024 16:30 Ronaldo hefur skorað 130 mörk í 210 leikjum fyrir Portúgal. Dan Mullan/Getty Images Það eru fáir knattspyrnumenn ýktari og Cristiano Ronaldo. Þá eru fáir sem eru tilbúnir að leggja meira á sig til að ná árangri. Þetta staðfesti José Fonte, fyrrverandi samherji hans í portúgalska landsliðinu. Hinn fertugi Fonte var á mála hjá Braga í heimalandinu á síðustu leiktíð en spilaði í áratug á Englandi með Crystal Palace, Southampton og West Ham United. Á meðan EM fer fram starfar hann sem sparkspekingur fyrir breska ríkisútvarpið enda þekkir hann lið Portúgal út og inn eftir að hafa spilað 50 A-landsleiki frá 2014 til 2022. Var Fonte hluti af liðinu sem varð Evrópumeistari í Frakklandi sumarið 2016. „Ég hlæ alltaf þegar ég heyri sögusagnir af því að Ronaldo hafi slæm áhrif á landslið Portúgal því þetta er eingöngu sögusagnir,“ segir Fonte í löngum pistli á vef BBC. „Ég var með honum í landsliðinu til fjölda ára og varð aldrei var við nein vandamál. Eina sem ég veit er að hann er fyrirmyndar atvinnumaður og alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum í hópnum,“ segir Fonte einnig. Fonte, Ronaldo og aðrir leikmenn Portúgals fagna því að vinna Þjóðadeildina árið 2019.VI Images/Getty Images Leiðir með fordæmi „Hann er fyrirliði svo hann talar mikið í klefanum en hann er einnig fordæmi utan vallar. Hvort það er að fara fyrr í ræktina en aðrir, fara til sjúkraþjálfarans svo hann sé tilbúinn bæði á líkama og sál þegar leikur hefst. Það gefur öllum byr undir báða vængi.“ „Hann leiðir og við fylgjum. Ég man þegar við vorum að fara í ísböð og gufubað klukkan tvö um nóttina til að auðvelda endurheimt. Það sem var einnig mikilvægt var að við vorum að gera þetta saman, sem lið.“ Þá hrósaði Fonte fyrrum samherja sínum fyrir að vera ávallt tilbúinn að gefa ungum leikmönnum ráð og deila öllu því sem hann hefur lagt á sig með þeim í von um að það geri þá að betri leikmönnum. Það verður athyglisvert að sjá hvort Ronaldo verði í byrjunarliði Portúgal þegar liðið mætir Slóveníu í 16-liða úrslitum EM klukkan 19.00 en hann á enn eftir að skora á mótinu. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Bein útsending: Blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Sjá meira
Hinn fertugi Fonte var á mála hjá Braga í heimalandinu á síðustu leiktíð en spilaði í áratug á Englandi með Crystal Palace, Southampton og West Ham United. Á meðan EM fer fram starfar hann sem sparkspekingur fyrir breska ríkisútvarpið enda þekkir hann lið Portúgal út og inn eftir að hafa spilað 50 A-landsleiki frá 2014 til 2022. Var Fonte hluti af liðinu sem varð Evrópumeistari í Frakklandi sumarið 2016. „Ég hlæ alltaf þegar ég heyri sögusagnir af því að Ronaldo hafi slæm áhrif á landslið Portúgal því þetta er eingöngu sögusagnir,“ segir Fonte í löngum pistli á vef BBC. „Ég var með honum í landsliðinu til fjölda ára og varð aldrei var við nein vandamál. Eina sem ég veit er að hann er fyrirmyndar atvinnumaður og alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum í hópnum,“ segir Fonte einnig. Fonte, Ronaldo og aðrir leikmenn Portúgals fagna því að vinna Þjóðadeildina árið 2019.VI Images/Getty Images Leiðir með fordæmi „Hann er fyrirliði svo hann talar mikið í klefanum en hann er einnig fordæmi utan vallar. Hvort það er að fara fyrr í ræktina en aðrir, fara til sjúkraþjálfarans svo hann sé tilbúinn bæði á líkama og sál þegar leikur hefst. Það gefur öllum byr undir báða vængi.“ „Hann leiðir og við fylgjum. Ég man þegar við vorum að fara í ísböð og gufubað klukkan tvö um nóttina til að auðvelda endurheimt. Það sem var einnig mikilvægt var að við vorum að gera þetta saman, sem lið.“ Þá hrósaði Fonte fyrrum samherja sínum fyrir að vera ávallt tilbúinn að gefa ungum leikmönnum ráð og deila öllu því sem hann hefur lagt á sig með þeim í von um að það geri þá að betri leikmönnum. Það verður athyglisvert að sjá hvort Ronaldo verði í byrjunarliði Portúgal þegar liðið mætir Slóveníu í 16-liða úrslitum EM klukkan 19.00 en hann á enn eftir að skora á mótinu. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Bein útsending: Blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Sjá meira