Hinn fullkomni leikur hjá Nico Williams Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2024 22:31 Lamine Yamal og Nico Williams hafa verið tveir af skemmtilegri leikmönnum EM til þessa. Alex Grimm/Getty Images Segja má að Nico Williams hafi í raun átt hinn fullkomna leik þegar Spánn tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu með 4-1 sigri á Georgíu. Hinn 21 árs gamli Williams og hinn 16 ára gamli Lamine Yamal hafa verið tvær skærustu stjörnur EM til þessa. Þeim er stillt upp á sitthvorum vængnum í annars sóknarsinnuðu leikkerfi Spánar og hafa hreinlega blómstrað það sem af er móti. These two running the wings... 🥵#EURO2024 | #ESPGEO pic.twitter.com/MjIky5rA7L— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 30, 2024 Báðir voru upp á sitt besta gegn Georgíu og þó Yamal hafi ef til vill stolið fyrirsögnunum þar sem hann er ekki orðinn nægilega gamall til að keyra bíl þá var Williams hreint út sagt magnaður í sigri Spánar í 16-liða úrslitum. Williams lagði upp jöfnunarmark Spánverja og skoraði svo þriðja markið sem gulltryggði sigurinn, þá rötuðu allar 46 sendingar hans á samherja ásamt því að hann bjó til fjögur færi fyrir samherja sína, fór þrívegis framhjá leikmanni Georgíu og átti tíu snertingar inn í vítateig mótherjans. Nico Williams is the first player on record at the European Championships to score a goal, provide an assist and complete 100% of his passes (46/46) in a game he started.He also created four chances, completed three take-ons and 10 touches in the Georgia box. 🥵#EURO2024 pic.twitter.com/DHvRrUVeDh— Squawka (@Squawka) June 30, 2024 Spánverjar mæta Þýskalandi í 8-liða úrslitum og þarf Williams að eiga jafn góðan ef ekki betri leik ætli hann sér að fara í gegnum heimamenn. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira
Hinn 21 árs gamli Williams og hinn 16 ára gamli Lamine Yamal hafa verið tvær skærustu stjörnur EM til þessa. Þeim er stillt upp á sitthvorum vængnum í annars sóknarsinnuðu leikkerfi Spánar og hafa hreinlega blómstrað það sem af er móti. These two running the wings... 🥵#EURO2024 | #ESPGEO pic.twitter.com/MjIky5rA7L— UEFA EURO 2024 (@EURO2024) June 30, 2024 Báðir voru upp á sitt besta gegn Georgíu og þó Yamal hafi ef til vill stolið fyrirsögnunum þar sem hann er ekki orðinn nægilega gamall til að keyra bíl þá var Williams hreint út sagt magnaður í sigri Spánar í 16-liða úrslitum. Williams lagði upp jöfnunarmark Spánverja og skoraði svo þriðja markið sem gulltryggði sigurinn, þá rötuðu allar 46 sendingar hans á samherja ásamt því að hann bjó til fjögur færi fyrir samherja sína, fór þrívegis framhjá leikmanni Georgíu og átti tíu snertingar inn í vítateig mótherjans. Nico Williams is the first player on record at the European Championships to score a goal, provide an assist and complete 100% of his passes (46/46) in a game he started.He also created four chances, completed three take-ons and 10 touches in the Georgia box. 🥵#EURO2024 pic.twitter.com/DHvRrUVeDh— Squawka (@Squawka) June 30, 2024 Spánverjar mæta Þýskalandi í 8-liða úrslitum og þarf Williams að eiga jafn góðan ef ekki betri leik ætli hann sér að fara í gegnum heimamenn.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira