Skilur við Jamaíka í góðu og telur liðið á betri stað nú en þegar hann tók við Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2024 11:31 Heimir á hliðarlínunni. Omar Vega/Getty Images Heimir Hallgrímsson hefur látið af störfum sem þjálfari karlalandsliðs Jamaíka í knattspyrnu. Hann vill horfa á það jákvæða sem liðið hefur áorkað undir hans stjórn ásamt því að sjá liðið vaxa og dafna þegar fram líða stundir. Í löngu kveðjumyndbandi fer Heimir yfir víðan völl. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni en það er á ensku og ótextað. Þar fer hann yfir árangurinn sem liðið hefur náð, hvernig leikmannahópurinn hefur staðið saman og hversu fagmannlegt umhverfið er orðið. „Ég ætla að einblína á það jákvæða á þessari vegferð. Fyrst og fremst úrslitin, að ná í úrslit í Mexíkó og Kanada, brons í Þjóðadeildinni, undanúrslit í Gullbikarnum og að komast í Suður-Ameríkukeppnina. Mikið af jákvæðum úrslitum inn á vellinum,“ sagði Heimir og hélt áfram. „Að mínu mati er það jákvæðasta þó að leikmannahópurinn er mun heilbrigðari en hann hefur áður verið. Gæðastimpillinn er hærri, leikmenn taka meiri ábyrgð en áður, leikmenn hugsa frekar um liðið en sjálfa sig og fyrir það eiga þeir mikið hrós skilið.“ „Þegar ég tók við var mér sagt að það væri ekki samheldni í hópnum, að það væru tveir til þrír hópar í leikmannahópnum sem gætu ekki unnið saman. Í dag talar enginn um þetta. Leikmenn eiga allt hrós skilið fyrir hegðun sína í landsliðsverkefnum, það er heiður að hafa unnið með þeim.“ „Við erum mun ofar á heimslistanum og það mun hjálpa Jamaíka í framtíðinni. Við skiljum eftir mikið af gögnum svo næsti þjálfari þarf ekki að byrja frá grunni. Hvort hann vilji nota það er svo undir honum komið en ég hef gefið Knattspyrnusambandi Jamaíka (JFF) öll þau gögn sem við höfum sankað að okkur. Við skiljum eftir okkur mun jákvæðara umhverfi en þegar við tókum við.“ Í lokin segir Heimir að viðskilnaðurinn sé á jákvæðum og kristilegum nótum. „Við kveðjumst sem vinir, það eru engin illindi milli neins og þannig vil ég skilja við verkefnið. Þetta var mikilvægt verkefni fyrir mig, ég hef lagt mikinn tíma, ást og vinnu í þetta verkefni og ég myndi elska að sjá það vaxa og dafna.“ Heimir tók við Jamaíka árið 2022 en frá 2018 til 2021 þjálfaði hann Al Arabi í Katar. Þar áður gerði hann frábæra hluti með íslenska landsliðið. Fótbolti Copa América Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Fiorentina þarf ekki að kaupa Albert verði hann dæmdur Fótbolti Spilaði fótbolta í efstu deild á Englandi, Frakklandi og Spáni en æfir nú körfubolta Fótbolti Tiger í enn eina bakaðgerðina Golf Stjarnan sótti ekki gull í greipar Eyjamanna Handbolti „Þurfum að vera fljótir að læra“ Handbolti „Þór/KA-Víkingur verður stærsti leikur landsins í öllum deildum” Íslenski boltinn Guardiola ánægður með réttarhöldin séu loks að hefjast Enski boltinn Íslenskt markaflóð í Svíþjóð Handbolti „Það sem svíður mest er að við fáum helling af möguleikum“ Íslenski boltinn Valur ekki í vandræðum í Vestmannaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Guardiola ánægður með réttarhöldin séu loks að hefjast Spilaði fótbolta í efstu deild á Englandi, Frakklandi og Spáni en æfir nú körfubolta Fiorentina þarf ekki að kaupa Albert verði hann dæmdur „Þór/KA-Víkingur verður stærsti leikur landsins í öllum deildum” Uppgjörið og viðtöl: Þróttur - Breiðablik 1-4 | Auðvelt hjá toppliðinu „Það sem svíður mest er að við fáum helling af möguleikum“ Emilía Kiær skoraði og Nordsjælland áfram með fullt hús stiga Uppgjörið: Þór/KA - Valur 0-1 | Nauðsynlegur sigur í toppbaráttunni Uppgjörið: KR - Víkingur 0-3 | Meistararnir fóru mikinn vestur í bæ Glódís Perla með stoðsendingu í öruggum sigri Orri vill láta til sín taka gegn Real Madrid Þórður tekur við starfi Margrétar Þakkar bara fyrir að „Sir Sölvi“ heilsi sér á morgnanna Peppaður fyrir réttarhöldum yfir Man. City „Þetta stendur okkur nærri sem samfélag“ Spenntur fyrir haustinu eftir strembið sumar Arnar ætlar ekki að fylgja sínum mönnum í Vesturbæinn Ungar systur spiluðu saman í efstu deild Slot getur slegið met um helgina Guðmundur Andri í aðgerð og Stefán Árni ekki meira með „Langar alltaf jafn mikið að vinna KR“ PSG gert að gera upp risaskuld sína skuld við Mbappé Glódís Perla um liðsfélagann: Hún er allt öðruvísi en ég hélt hún væri Tveir markverðir slitu krossband á sömu æfingu Forseti Marseille segist ekki sjá eftir neinu varðandi Greenwood Sakfelldur fyrir að áreita lukkudýrið kynferðislega Tekur undir með Ferguson varðandi Bosnich „Okkur er sama þótt við værum að spila gegn liði ömmu okkar“ Uppgjörið: FH - Víkingur 0-3 | Gestirnir fóru á kostum í Krikanum Nýr forstjóri kvennaliðs Chelsea kemur úr óvæntri átt Sjá meira
Í löngu kveðjumyndbandi fer Heimir yfir víðan völl. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni en það er á ensku og ótextað. Þar fer hann yfir árangurinn sem liðið hefur náð, hvernig leikmannahópurinn hefur staðið saman og hversu fagmannlegt umhverfið er orðið. „Ég ætla að einblína á það jákvæða á þessari vegferð. Fyrst og fremst úrslitin, að ná í úrslit í Mexíkó og Kanada, brons í Þjóðadeildinni, undanúrslit í Gullbikarnum og að komast í Suður-Ameríkukeppnina. Mikið af jákvæðum úrslitum inn á vellinum,“ sagði Heimir og hélt áfram. „Að mínu mati er það jákvæðasta þó að leikmannahópurinn er mun heilbrigðari en hann hefur áður verið. Gæðastimpillinn er hærri, leikmenn taka meiri ábyrgð en áður, leikmenn hugsa frekar um liðið en sjálfa sig og fyrir það eiga þeir mikið hrós skilið.“ „Þegar ég tók við var mér sagt að það væri ekki samheldni í hópnum, að það væru tveir til þrír hópar í leikmannahópnum sem gætu ekki unnið saman. Í dag talar enginn um þetta. Leikmenn eiga allt hrós skilið fyrir hegðun sína í landsliðsverkefnum, það er heiður að hafa unnið með þeim.“ „Við erum mun ofar á heimslistanum og það mun hjálpa Jamaíka í framtíðinni. Við skiljum eftir mikið af gögnum svo næsti þjálfari þarf ekki að byrja frá grunni. Hvort hann vilji nota það er svo undir honum komið en ég hef gefið Knattspyrnusambandi Jamaíka (JFF) öll þau gögn sem við höfum sankað að okkur. Við skiljum eftir okkur mun jákvæðara umhverfi en þegar við tókum við.“ Í lokin segir Heimir að viðskilnaðurinn sé á jákvæðum og kristilegum nótum. „Við kveðjumst sem vinir, það eru engin illindi milli neins og þannig vil ég skilja við verkefnið. Þetta var mikilvægt verkefni fyrir mig, ég hef lagt mikinn tíma, ást og vinnu í þetta verkefni og ég myndi elska að sjá það vaxa og dafna.“ Heimir tók við Jamaíka árið 2022 en frá 2018 til 2021 þjálfaði hann Al Arabi í Katar. Þar áður gerði hann frábæra hluti með íslenska landsliðið.
Fótbolti Copa América Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Fiorentina þarf ekki að kaupa Albert verði hann dæmdur Fótbolti Spilaði fótbolta í efstu deild á Englandi, Frakklandi og Spáni en æfir nú körfubolta Fótbolti Tiger í enn eina bakaðgerðina Golf Stjarnan sótti ekki gull í greipar Eyjamanna Handbolti „Þurfum að vera fljótir að læra“ Handbolti „Þór/KA-Víkingur verður stærsti leikur landsins í öllum deildum” Íslenski boltinn Guardiola ánægður með réttarhöldin séu loks að hefjast Enski boltinn Íslenskt markaflóð í Svíþjóð Handbolti „Það sem svíður mest er að við fáum helling af möguleikum“ Íslenski boltinn Valur ekki í vandræðum í Vestmannaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Guardiola ánægður með réttarhöldin séu loks að hefjast Spilaði fótbolta í efstu deild á Englandi, Frakklandi og Spáni en æfir nú körfubolta Fiorentina þarf ekki að kaupa Albert verði hann dæmdur „Þór/KA-Víkingur verður stærsti leikur landsins í öllum deildum” Uppgjörið og viðtöl: Þróttur - Breiðablik 1-4 | Auðvelt hjá toppliðinu „Það sem svíður mest er að við fáum helling af möguleikum“ Emilía Kiær skoraði og Nordsjælland áfram með fullt hús stiga Uppgjörið: Þór/KA - Valur 0-1 | Nauðsynlegur sigur í toppbaráttunni Uppgjörið: KR - Víkingur 0-3 | Meistararnir fóru mikinn vestur í bæ Glódís Perla með stoðsendingu í öruggum sigri Orri vill láta til sín taka gegn Real Madrid Þórður tekur við starfi Margrétar Þakkar bara fyrir að „Sir Sölvi“ heilsi sér á morgnanna Peppaður fyrir réttarhöldum yfir Man. City „Þetta stendur okkur nærri sem samfélag“ Spenntur fyrir haustinu eftir strembið sumar Arnar ætlar ekki að fylgja sínum mönnum í Vesturbæinn Ungar systur spiluðu saman í efstu deild Slot getur slegið met um helgina Guðmundur Andri í aðgerð og Stefán Árni ekki meira með „Langar alltaf jafn mikið að vinna KR“ PSG gert að gera upp risaskuld sína skuld við Mbappé Glódís Perla um liðsfélagann: Hún er allt öðruvísi en ég hélt hún væri Tveir markverðir slitu krossband á sömu æfingu Forseti Marseille segist ekki sjá eftir neinu varðandi Greenwood Sakfelldur fyrir að áreita lukkudýrið kynferðislega Tekur undir með Ferguson varðandi Bosnich „Okkur er sama þótt við værum að spila gegn liði ömmu okkar“ Uppgjörið: FH - Víkingur 0-3 | Gestirnir fóru á kostum í Krikanum Nýr forstjóri kvennaliðs Chelsea kemur úr óvæntri átt Sjá meira