Hundsbitum fari fjölgandi Bjarki Sigurðsson skrifar 30. júní 2024 21:01 Þorkell Heiðarsson er deildarstjóri Dýraþjónustu Reykjavíkur. Vísir/Ívar Fannar Deildarstjóri hjá Reykjavíkurborg segir málum þar sem hundar bíta fólk og önnur dýr fara fjölgandi. Hann hefur áhyggjur af því hversu margir trassa að skrá hunda hjá sveitarfélögum. Á síðustu vikum hafa tvö mál vakið mikla athygli þar sem hundar hafa ráðist á fólk og önnur dýr. Í öðru þeirra eru veiðihundar taldir hafa banað ketti og í hinu réðst hundur á tvo einstaklinga í fjölbýlishúsi í Grafarvogi. Í báðum málum voru dýrin færð í vörslu Dýraþjónustu Reykjavíkur. Kemur í bylgjum Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Dýraþjónustunnar, segir svona atvikum fjölga yfir sumartímann. Þá rati alls ekki öll mál í fjölmiðla. „Okkur finnst þau svona hægt og bítandi vera að aukast, fjöldi þeirra. Ekki í neinum svona sköflum en þetta kemur samt sem áður í bylgjum,“ segir Þorkell. Mismunandi ástæður eru fyrir því að hundar gerist svona árásargjarnir. „Varðandi bit á fólki, þá erum við að sjá mál sem eru annars vegar þannig að maður hefur kannski ákveðinn skilning á aðstæðum, það eru aðstæður sem koma upp sem eru þannig að hundurinn missir stjórn á sér. Eða er undir miklu áreiti, álagi eða slíku. Við höfum séð slík mál. En svo auðvitað koma upp mál þar sem, að því er virðist, eru tilefnislaus bit á fólki. Það eru kannski þau mál sem við höfum mestar áhyggjur af og lítum alvarlegustu augum,“ segir Þorkell. Of fáir skrá hundana sína Hann hefur áhyggjur af því hversu fáir skrá hundinn sinn hjá sveitarfélögunum. Valdi skráður hundur tjóni eru eigendurnir tryggðir en ekki sé hann óskráður. Tæplega þrjú þúsund hundar eru skráðir í Reykjavík en raunverulegur fjöldi er talinn um tíu þúsund. „Við vitum að fólk er mjög oft duglegt að kaupa tryggingar fyrir hundana sína, það er að segja sjúkdómatryggingar og annað slíkt. En það eru ekki tryggingar sem tryggja almenning gagnvart mögulegu tjóni af hundi. Þetta lítum við á sem hefðbundið almannaheillamál sem sé mjög mikilvægt að taka föstum tökum,“ segir Þorkell. Hundar Gæludýr Reykjavík Dýr Tryggingar Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Á síðustu vikum hafa tvö mál vakið mikla athygli þar sem hundar hafa ráðist á fólk og önnur dýr. Í öðru þeirra eru veiðihundar taldir hafa banað ketti og í hinu réðst hundur á tvo einstaklinga í fjölbýlishúsi í Grafarvogi. Í báðum málum voru dýrin færð í vörslu Dýraþjónustu Reykjavíkur. Kemur í bylgjum Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri Dýraþjónustunnar, segir svona atvikum fjölga yfir sumartímann. Þá rati alls ekki öll mál í fjölmiðla. „Okkur finnst þau svona hægt og bítandi vera að aukast, fjöldi þeirra. Ekki í neinum svona sköflum en þetta kemur samt sem áður í bylgjum,“ segir Þorkell. Mismunandi ástæður eru fyrir því að hundar gerist svona árásargjarnir. „Varðandi bit á fólki, þá erum við að sjá mál sem eru annars vegar þannig að maður hefur kannski ákveðinn skilning á aðstæðum, það eru aðstæður sem koma upp sem eru þannig að hundurinn missir stjórn á sér. Eða er undir miklu áreiti, álagi eða slíku. Við höfum séð slík mál. En svo auðvitað koma upp mál þar sem, að því er virðist, eru tilefnislaus bit á fólki. Það eru kannski þau mál sem við höfum mestar áhyggjur af og lítum alvarlegustu augum,“ segir Þorkell. Of fáir skrá hundana sína Hann hefur áhyggjur af því hversu fáir skrá hundinn sinn hjá sveitarfélögunum. Valdi skráður hundur tjóni eru eigendurnir tryggðir en ekki sé hann óskráður. Tæplega þrjú þúsund hundar eru skráðir í Reykjavík en raunverulegur fjöldi er talinn um tíu þúsund. „Við vitum að fólk er mjög oft duglegt að kaupa tryggingar fyrir hundana sína, það er að segja sjúkdómatryggingar og annað slíkt. En það eru ekki tryggingar sem tryggja almenning gagnvart mögulegu tjóni af hundi. Þetta lítum við á sem hefðbundið almannaheillamál sem sé mjög mikilvægt að taka föstum tökum,“ segir Þorkell.
Hundar Gæludýr Reykjavík Dýr Tryggingar Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira