„Hann mun sjá það sjálfur þegar hann horfir á þetta aftur“ Hinrik Wöhler skrifar 28. júní 2024 20:42 Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var ekki sáttur eftir leikinn. Vísir/Diego Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var allt annað en sáttur við dómara leiksins eftir 2-1 tap á móti KA. Í uppbótartíma virtist boltinn fara í höndina á Hans Viktori Guðmundssyni, leikmanni KA, inn í vítateig en Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, var ekki á sama máli. „Ég get ekki séð annað og hann mun sjá það sjálfur þegar hann horfir á þetta aftur. Mér var sýnt þetta þegar ég kom upp og ég get ekki séð annað nema að boltinn sé á leiðinni fram hjá honum og fari í hendina á honum,“ sagði Ómar Ingi skömmu eftir leik. Fyrri hálfleikur var einstefna af hálfu KA en það var þó markalaust í hálfleik. Staðan var 2-0 þegar hefðbundin leiktími var liðinn en Arnþór Ari Atlason náði að klóra í bakkann í uppbótartíma. „Þeir voru klárlega sterkari aðilinn og sérstaklega í fyrri hálfleik. Það var mjög áhugavert að sjá hvernig aðstoðardómarinn gat dæmt boltann inni hægra megin með Arnar [Frey Ólafsson] á milli hans og boltans. Ef það lítur eins við þá finnst mér þetta ekki sanngjarnt en þeir voru klárlega sterkari aðilinn út á velli,“ sagði Ómar Ingi. Það getur vel verið að hann sé inni Ómar setti einnig spurningarmerki við fyrsta mark KA en Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, náði til knattarins aðeins of seint og virtist boltinn rúlla yfir marklínuna. Ómar var þó ekki alveg viss að markið ætti að standa. „Ég er ekki viss um það. Mér finnst bara ótrúlegt að þú getir dæmt þetta þarna megin þegar boltinn er hinum megin við Arnar. Ég skil ekki hvernig, ég held að Villi [Vilhjálmur Alvar] hafi verið í betri stöðu en aðstoðardómarinn. Það getur vel verið að hann sé inni en hann var ekki langt inni og ótrúlegt að hann getur séð hann í gegnum Arnar“. Lærisveinar Ómars voru frekar andlausir í fyrri hálfleik og áttu gestirnir frá Akureyri auðvelt með að opna vörn HK. „Við byrjuðum leikinn illa, við náðum ekki að bregðast við hvorki inn á vellinum eða fyrir utan völlinn. Við vorum í miklu basli í fyrri hálfleik en förum inn í 0-0 og reynum að breyta til og gera hlutina öðruvísi,“ sagði Ómar Ingi. Ég bara skil þetta ekki „Seinni hálfleikurinn var töluvert jafnari en sá fyrri og að einhverju leyti gekk það upp. Ekki misskilja mig, að KA hafi ekki verið betri út á velli en þetta víti hlýtur átt að vera víti. Ég get ekki misskilið þetta svona í sjónvarpinu og á vellinum. Ég veit ekki hvað þarf til þess að Vilhjálmur Alvar dæmi rétt hérna í vítateignum okkar. Það er hægt að flétta upp vítum frá því í fyrra á móti Fram og fleiri hlutum. Ég bara skil þetta ekki, hann sér boltann fara í brjóstkassann á honum, þá er myndbandsupptakan bara fiffuð,“ bætti sársvekktur Ómar við að lokum. Besta deild karla HK Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira
Í uppbótartíma virtist boltinn fara í höndina á Hans Viktori Guðmundssyni, leikmanni KA, inn í vítateig en Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dómari leiksins, var ekki á sama máli. „Ég get ekki séð annað og hann mun sjá það sjálfur þegar hann horfir á þetta aftur. Mér var sýnt þetta þegar ég kom upp og ég get ekki séð annað nema að boltinn sé á leiðinni fram hjá honum og fari í hendina á honum,“ sagði Ómar Ingi skömmu eftir leik. Fyrri hálfleikur var einstefna af hálfu KA en það var þó markalaust í hálfleik. Staðan var 2-0 þegar hefðbundin leiktími var liðinn en Arnþór Ari Atlason náði að klóra í bakkann í uppbótartíma. „Þeir voru klárlega sterkari aðilinn og sérstaklega í fyrri hálfleik. Það var mjög áhugavert að sjá hvernig aðstoðardómarinn gat dæmt boltann inni hægra megin með Arnar [Frey Ólafsson] á milli hans og boltans. Ef það lítur eins við þá finnst mér þetta ekki sanngjarnt en þeir voru klárlega sterkari aðilinn út á velli,“ sagði Ómar Ingi. Það getur vel verið að hann sé inni Ómar setti einnig spurningarmerki við fyrsta mark KA en Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, náði til knattarins aðeins of seint og virtist boltinn rúlla yfir marklínuna. Ómar var þó ekki alveg viss að markið ætti að standa. „Ég er ekki viss um það. Mér finnst bara ótrúlegt að þú getir dæmt þetta þarna megin þegar boltinn er hinum megin við Arnar. Ég skil ekki hvernig, ég held að Villi [Vilhjálmur Alvar] hafi verið í betri stöðu en aðstoðardómarinn. Það getur vel verið að hann sé inni en hann var ekki langt inni og ótrúlegt að hann getur séð hann í gegnum Arnar“. Lærisveinar Ómars voru frekar andlausir í fyrri hálfleik og áttu gestirnir frá Akureyri auðvelt með að opna vörn HK. „Við byrjuðum leikinn illa, við náðum ekki að bregðast við hvorki inn á vellinum eða fyrir utan völlinn. Við vorum í miklu basli í fyrri hálfleik en förum inn í 0-0 og reynum að breyta til og gera hlutina öðruvísi,“ sagði Ómar Ingi. Ég bara skil þetta ekki „Seinni hálfleikurinn var töluvert jafnari en sá fyrri og að einhverju leyti gekk það upp. Ekki misskilja mig, að KA hafi ekki verið betri út á velli en þetta víti hlýtur átt að vera víti. Ég get ekki misskilið þetta svona í sjónvarpinu og á vellinum. Ég veit ekki hvað þarf til þess að Vilhjálmur Alvar dæmi rétt hérna í vítateignum okkar. Það er hægt að flétta upp vítum frá því í fyrra á móti Fram og fleiri hlutum. Ég bara skil þetta ekki, hann sér boltann fara í brjóstkassann á honum, þá er myndbandsupptakan bara fiffuð,“ bætti sársvekktur Ómar við að lokum.
Besta deild karla HK Mest lesið Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Fleiri fréttir Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? ÍBV - KA | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira