Gylfi Þór sniðgenginn Aron Guðmundsson skrifar 28. júní 2024 12:30 Gylfi Þór Sigurðsson er á meðal bestu fótboltamanna Íslands frá upphafi. vísir/Hulda Margrét Á vef íþróttamiðilsins Give Me Sport á dögunum birtist athyglisverður listi yfir tíu bestu fótboltamenn Íslands frá upphafi. En fjarvera eins leikmanns á listanum vekur þó mikla athygli. Nafn Gylfa Þórs Sigurðssonar er hvergi að finna á umræddum lista. „Land íss og elda, með volduga eldfjallabreiðu sína og sólarhringsmyrkrið yfir vetrartímann, hefur sögulega séð framleitt marga framúrskarandi fóboltamenn. Hér er listi yfir tíu bestu fótboltamenn Íslands,“ segir í grein Give Me Sport. Óneitanlega hefur mikil vinna verið lögð í að setja saman listann og ber að hrósa blaðamanni Give Me Sport fyrir ítarlega umsögn um hvern og einn leikmann en óneitanlega missir hann þó marks þegar að nafn Gylfa Þórs er ekki að finna á listanum og væri einnig hægt að koma með rök fyrir því að aðrir íslenskir fótboltamenn ættu heima á topp tíu listanum. Það eru fáir sem myndu hreyfa við því andmæli þegar sagt væri að Gylfi Þór Sigurðsson væri á meðal allra bestu fótboltamanna Íslands frá upphafi. Því vekur fjarvera hans á listanum undrun. Gylfi Þór á að baki áttatíu A-landsleiki fyrir Íslands hönd og í þeim leikjum hefur hann skorað tuttugu og sjö mörk. Hann er markahæsti leikmaðurinn í sögu íslenska karlalandsliðsins. Þá lék hann lykilhlutverk í landsliði Íslands sem fór á sín fyrstu og einu stórmót til þessa árin 2016 og 2018. Þá spilaði Gylfi Þór á bestu deild í heimi, ensku úrvalsdeildinni um nokkurra ára skeið með liðum á borð við Tottenham, Everton og Swansea City. Þá hefur hann einnig reynt fyrir sér í deildum á borð við þýsku úrvalsdeildina. Topp tíu listi Give Me Sport yfir bestu íslensku fótboltamennina frá upphafi er eftirfarandi: Eiður Smári Guðjohnsen Atli Eðvaldsson Ásgeir Sigurvinsson Arnór Guðjohnsen Jóhann Berg Guðmundsson Ríkharður Jónsson Albert Guðmundsson (eldri) Alfreð Finnbogason Hannes Þór Halldórsson Guðni Bergsson Landslið karla í fótbolta Íslenski boltinn Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
„Land íss og elda, með volduga eldfjallabreiðu sína og sólarhringsmyrkrið yfir vetrartímann, hefur sögulega séð framleitt marga framúrskarandi fóboltamenn. Hér er listi yfir tíu bestu fótboltamenn Íslands,“ segir í grein Give Me Sport. Óneitanlega hefur mikil vinna verið lögð í að setja saman listann og ber að hrósa blaðamanni Give Me Sport fyrir ítarlega umsögn um hvern og einn leikmann en óneitanlega missir hann þó marks þegar að nafn Gylfa Þórs er ekki að finna á listanum og væri einnig hægt að koma með rök fyrir því að aðrir íslenskir fótboltamenn ættu heima á topp tíu listanum. Það eru fáir sem myndu hreyfa við því andmæli þegar sagt væri að Gylfi Þór Sigurðsson væri á meðal allra bestu fótboltamanna Íslands frá upphafi. Því vekur fjarvera hans á listanum undrun. Gylfi Þór á að baki áttatíu A-landsleiki fyrir Íslands hönd og í þeim leikjum hefur hann skorað tuttugu og sjö mörk. Hann er markahæsti leikmaðurinn í sögu íslenska karlalandsliðsins. Þá lék hann lykilhlutverk í landsliði Íslands sem fór á sín fyrstu og einu stórmót til þessa árin 2016 og 2018. Þá spilaði Gylfi Þór á bestu deild í heimi, ensku úrvalsdeildinni um nokkurra ára skeið með liðum á borð við Tottenham, Everton og Swansea City. Þá hefur hann einnig reynt fyrir sér í deildum á borð við þýsku úrvalsdeildina. Topp tíu listi Give Me Sport yfir bestu íslensku fótboltamennina frá upphafi er eftirfarandi: Eiður Smári Guðjohnsen Atli Eðvaldsson Ásgeir Sigurvinsson Arnór Guðjohnsen Jóhann Berg Guðmundsson Ríkharður Jónsson Albert Guðmundsson (eldri) Alfreð Finnbogason Hannes Þór Halldórsson Guðni Bergsson
Landslið karla í fótbolta Íslenski boltinn Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira