Gylfi Þór sniðgenginn Aron Guðmundsson skrifar 28. júní 2024 12:30 Gylfi Þór Sigurðsson er á meðal bestu fótboltamanna Íslands frá upphafi. vísir/Hulda Margrét Á vef íþróttamiðilsins Give Me Sport á dögunum birtist athyglisverður listi yfir tíu bestu fótboltamenn Íslands frá upphafi. En fjarvera eins leikmanns á listanum vekur þó mikla athygli. Nafn Gylfa Þórs Sigurðssonar er hvergi að finna á umræddum lista. „Land íss og elda, með volduga eldfjallabreiðu sína og sólarhringsmyrkrið yfir vetrartímann, hefur sögulega séð framleitt marga framúrskarandi fóboltamenn. Hér er listi yfir tíu bestu fótboltamenn Íslands,“ segir í grein Give Me Sport. Óneitanlega hefur mikil vinna verið lögð í að setja saman listann og ber að hrósa blaðamanni Give Me Sport fyrir ítarlega umsögn um hvern og einn leikmann en óneitanlega missir hann þó marks þegar að nafn Gylfa Þórs er ekki að finna á listanum og væri einnig hægt að koma með rök fyrir því að aðrir íslenskir fótboltamenn ættu heima á topp tíu listanum. Það eru fáir sem myndu hreyfa við því andmæli þegar sagt væri að Gylfi Þór Sigurðsson væri á meðal allra bestu fótboltamanna Íslands frá upphafi. Því vekur fjarvera hans á listanum undrun. Gylfi Þór á að baki áttatíu A-landsleiki fyrir Íslands hönd og í þeim leikjum hefur hann skorað tuttugu og sjö mörk. Hann er markahæsti leikmaðurinn í sögu íslenska karlalandsliðsins. Þá lék hann lykilhlutverk í landsliði Íslands sem fór á sín fyrstu og einu stórmót til þessa árin 2016 og 2018. Þá spilaði Gylfi Þór á bestu deild í heimi, ensku úrvalsdeildinni um nokkurra ára skeið með liðum á borð við Tottenham, Everton og Swansea City. Þá hefur hann einnig reynt fyrir sér í deildum á borð við þýsku úrvalsdeildina. Topp tíu listi Give Me Sport yfir bestu íslensku fótboltamennina frá upphafi er eftirfarandi: Eiður Smári Guðjohnsen Atli Eðvaldsson Ásgeir Sigurvinsson Arnór Guðjohnsen Jóhann Berg Guðmundsson Ríkharður Jónsson Albert Guðmundsson (eldri) Alfreð Finnbogason Hannes Þór Halldórsson Guðni Bergsson Landslið karla í fótbolta Íslenski boltinn Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira
„Land íss og elda, með volduga eldfjallabreiðu sína og sólarhringsmyrkrið yfir vetrartímann, hefur sögulega séð framleitt marga framúrskarandi fóboltamenn. Hér er listi yfir tíu bestu fótboltamenn Íslands,“ segir í grein Give Me Sport. Óneitanlega hefur mikil vinna verið lögð í að setja saman listann og ber að hrósa blaðamanni Give Me Sport fyrir ítarlega umsögn um hvern og einn leikmann en óneitanlega missir hann þó marks þegar að nafn Gylfa Þórs er ekki að finna á listanum og væri einnig hægt að koma með rök fyrir því að aðrir íslenskir fótboltamenn ættu heima á topp tíu listanum. Það eru fáir sem myndu hreyfa við því andmæli þegar sagt væri að Gylfi Þór Sigurðsson væri á meðal allra bestu fótboltamanna Íslands frá upphafi. Því vekur fjarvera hans á listanum undrun. Gylfi Þór á að baki áttatíu A-landsleiki fyrir Íslands hönd og í þeim leikjum hefur hann skorað tuttugu og sjö mörk. Hann er markahæsti leikmaðurinn í sögu íslenska karlalandsliðsins. Þá lék hann lykilhlutverk í landsliði Íslands sem fór á sín fyrstu og einu stórmót til þessa árin 2016 og 2018. Þá spilaði Gylfi Þór á bestu deild í heimi, ensku úrvalsdeildinni um nokkurra ára skeið með liðum á borð við Tottenham, Everton og Swansea City. Þá hefur hann einnig reynt fyrir sér í deildum á borð við þýsku úrvalsdeildina. Topp tíu listi Give Me Sport yfir bestu íslensku fótboltamennina frá upphafi er eftirfarandi: Eiður Smári Guðjohnsen Atli Eðvaldsson Ásgeir Sigurvinsson Arnór Guðjohnsen Jóhann Berg Guðmundsson Ríkharður Jónsson Albert Guðmundsson (eldri) Alfreð Finnbogason Hannes Þór Halldórsson Guðni Bergsson
Landslið karla í fótbolta Íslenski boltinn Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Sjá meira