„Það er mikilvægt að fólk hlýði þessum boðum“ Árni Sæberg skrifar 26. júní 2024 12:34 Jón Viðar er slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir enn ekki vitað hvað orsakaði eldinn sem kviknaði á Höfðatorgi um klukkan 11:30. Slökkvistarf hafi gengið vel og þar hafi hjálpað til hversu vel húsið er hólfað niður og hannað. Eldurinn kviknaði á veitingastaðnum Intro í glerskálanum í Turninum á Höfðatorgi. „Við vitum í raun og veru ekki hvað orsakaði brunann en megnið af brunanum er í glerskála bakatil, vestanmegin í byggingunni,“ sagði Jón Viðar þegar Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við hann fyrir utan Höfðatorg. Mikilvægt að fólk fari út Hann segir að eldurinn hafi verið á nokkuð afmörkuðum stað en reykur hafi dreifst víða um húsið. „Húsið er nú ágætlega hólfað niður og hannað, það er að vinna með okkur.“ Hvernig gekk að rýma? „Eins og þetta blasir við okkur hefur rýmingin gengið afskaplega vel. Það er náttúrulega alveg gífurlega mikilvægt fyrir okkur að fá allt fólk út svo að við þurfum ekki að vera að aðstoða við rýminguna. En við erum í smá aðstoð við rýmingu fyrir þá sem þurfað aðstoð og að sjálfsögðu gerum við það. En það er mikilvægt að fólk hlýði þessum boðum.“ Jón Viðar segir að honum sé ekki kunnugt um að nokkur hafi verið fluttur á sjúkrahús eftir brunann. Verða að fram eftir degi Þá segir hann að gengið hafi ágætlega að slökkva eldinn og talið sé að búið sé slökkva megnið af eldinum. Reykurinn sé þó enn mikill og í glerhýsinu sé töluvert af brotnum rúðum. „Þannig að við erum ekki alveg komin á þann stað að við séum búin að ná utan um þetta.“ Slökkvilið verði að störfum fram eftir degi, eftir þörfum. Uppfært: Fréttamaður ræddi aftur við Jón Viðar eftir að tekist hafði að slökkva eldinn. Slökkvilið Reykjavík Eldsvoði á Höfðatorgi Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira
Eldurinn kviknaði á veitingastaðnum Intro í glerskálanum í Turninum á Höfðatorgi. „Við vitum í raun og veru ekki hvað orsakaði brunann en megnið af brunanum er í glerskála bakatil, vestanmegin í byggingunni,“ sagði Jón Viðar þegar Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við hann fyrir utan Höfðatorg. Mikilvægt að fólk fari út Hann segir að eldurinn hafi verið á nokkuð afmörkuðum stað en reykur hafi dreifst víða um húsið. „Húsið er nú ágætlega hólfað niður og hannað, það er að vinna með okkur.“ Hvernig gekk að rýma? „Eins og þetta blasir við okkur hefur rýmingin gengið afskaplega vel. Það er náttúrulega alveg gífurlega mikilvægt fyrir okkur að fá allt fólk út svo að við þurfum ekki að vera að aðstoða við rýminguna. En við erum í smá aðstoð við rýmingu fyrir þá sem þurfað aðstoð og að sjálfsögðu gerum við það. En það er mikilvægt að fólk hlýði þessum boðum.“ Jón Viðar segir að honum sé ekki kunnugt um að nokkur hafi verið fluttur á sjúkrahús eftir brunann. Verða að fram eftir degi Þá segir hann að gengið hafi ágætlega að slökkva eldinn og talið sé að búið sé slökkva megnið af eldinum. Reykurinn sé þó enn mikill og í glerhýsinu sé töluvert af brotnum rúðum. „Þannig að við erum ekki alveg komin á þann stað að við séum búin að ná utan um þetta.“ Slökkvilið verði að störfum fram eftir degi, eftir þörfum. Uppfært: Fréttamaður ræddi aftur við Jón Viðar eftir að tekist hafði að slökkva eldinn.
Slökkvilið Reykjavík Eldsvoði á Höfðatorgi Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira