Landsliðsþjálfari Íslands lét gamminn geisa í norska sjónvarpinu Aron Guðmundsson skrifar 26. júní 2024 09:27 Age Hareide, landsliðsþjálfara Íslands, er umhugað um öryggi leikmanna og dómara Vísir/ Hulda Margrét Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, gagnrýndi öryggisgæsluna í kringum leiki á EM í fótbolta í beinni útsendingu norska ríkissjónvarpsins í gærkvöldi. Hann óttast um öryggi leikmanna og dómara. Hareide hefur verið sérfræðingur norska ríkissjónvarpsins (NRK) í kringum leiki á EM í fótbolta sem fer fram í Þýskalandi þessa dagana og var Norðmaðurinn einmitt sérfræðingur sjónvarpsins í tengslum við leik sinna fyrrverandi lærisveina í danska landsliðinu gegn Slóveníu í lokaumferð C-riðils í gær. Í þeim leik átti sér stað atvik þar sem að áhorfandi hljóp inn á völlinn. Slíkt hefur gerst áður í tengslum við fótboltaleik og verið nokkuð áberandi á Evrópumótinu þetta árið. Óhætt er að segja að Hareide sé ekki hrifinn af þessu athæfi og vill að komið sé í veg fyrir að einstaklingar geti hlaupið inn á völlinn. „Ég skil ekki hvernig þeir (öryggisverðirnir) ná þeim ekki. Þeir hafa of litla stjórn á aðstæðunum utan vallar,“ sagði Hareide á NRK í gær. „Þetta býður hættunni heim. Ímyndið ykkur ef þessir einstaklingar grípa í leikmenn eða dómara á vellinum. Það yrði ekki gott. Þess vegna þarf að ná stjórn á þessu. Lífshættulegt athæfi. Og Hareide hélt romsu sinni áfram í umræðum í norska sjónvarpinu eftir leik í gærkvöldi. „Þetta er lífshættulegt. Maður veit aldrei. Kannski hleypur einhver brjálæðingur inn á völlinn og ræðst á leikmann eða dómara. Við þurfum að koma í veg fyrir þetta.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Hareide hefur verið sérfræðingur norska ríkissjónvarpsins (NRK) í kringum leiki á EM í fótbolta sem fer fram í Þýskalandi þessa dagana og var Norðmaðurinn einmitt sérfræðingur sjónvarpsins í tengslum við leik sinna fyrrverandi lærisveina í danska landsliðinu gegn Slóveníu í lokaumferð C-riðils í gær. Í þeim leik átti sér stað atvik þar sem að áhorfandi hljóp inn á völlinn. Slíkt hefur gerst áður í tengslum við fótboltaleik og verið nokkuð áberandi á Evrópumótinu þetta árið. Óhætt er að segja að Hareide sé ekki hrifinn af þessu athæfi og vill að komið sé í veg fyrir að einstaklingar geti hlaupið inn á völlinn. „Ég skil ekki hvernig þeir (öryggisverðirnir) ná þeim ekki. Þeir hafa of litla stjórn á aðstæðunum utan vallar,“ sagði Hareide á NRK í gær. „Þetta býður hættunni heim. Ímyndið ykkur ef þessir einstaklingar grípa í leikmenn eða dómara á vellinum. Það yrði ekki gott. Þess vegna þarf að ná stjórn á þessu. Lífshættulegt athæfi. Og Hareide hélt romsu sinni áfram í umræðum í norska sjónvarpinu eftir leik í gærkvöldi. „Þetta er lífshættulegt. Maður veit aldrei. Kannski hleypur einhver brjálæðingur inn á völlinn og ræðst á leikmann eða dómara. Við þurfum að koma í veg fyrir þetta.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira