Ætla megi að gögn fórnarlamba rati til rússnesku leyniþjónustunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. júní 2024 20:01 Jacky Mallett hefur fylgst með starfsemi rússneskra netárásahópa að undanförnu. Sami hópur er talinn bera ábyrgð á netárás sem gerð var á Árvakur í gær og á HR í byrjun árs. Það er kraftaverki líkast að tekist hafi að gefa út Morgunblaðið í dag eftir alvarlega tölvuárás í gær að mati aðstoðarritstjóra. Hópurinn á bak við árásina er skæður á alþjóðavettvangi og ætla má að gögn sem þrjótarnir komast yfir í árásum sínum rati í hendur rússnesku leyniþjónustunnar að sögn lektors í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Útgáfufélag Árvakurs er langt frá því að vera eina fórnarlamb rússneska tölvuþrjótahópsins sem stendur að baki árásinni. Meðal annars Brimborg og Háskólinn í Reykjavík hafa svipaða reynslu að ógleymdum fjölda fyrirtækja og stofnanna annars staðar í heiminum sem orðið hafa fyrir barðinu á tölvuþrjótunum. Jacky Mallett, lekotor í tölvunarfræði við HR, segir erfitt að fullyrða nokkuð um bein tengsl hópsins við rússnesk stjórnvöld. Þó sé ljóst að sú hætta sé til staðar. „Ekkert þessu líkt er gert í Rússlandi án vitneskju rússneskra stjórnvalda sem hafa lokað stórum hluta netsins hjá sér og fylgjast grannt með því. Ég held að það væri óskynsamlegt að gera ekki ráð fyrir að afrit af gögnunum komist í hendur rússnesku leyniþjónustunnar,“ segir Jacky. Hópurinn sé þrælskipulagður í árásum sínum, bæði hér á landi og erlendis. „Það getur vel verið að með því að komast inn í eitt íslenskt netkerfi fái þeir smám saman upplýsingar sem geri þeim kleift að ráðast á önnur. Hún er mjög taugatrekkjandi þessi þráláta ógn því maður veit ekki hve miklar upplýsingar þeir fá með því bara að fylgjast með því sem fram fer á netkerfinu,“ segir Jacky. Varnir til staðar en komust samt í gegn Þrátt fyrir árásina á Árvakur í gær tókst að setja prentvélarnar í Hádegismóum í gang um klukkan hálf tvö í nótt og Morgunblaðið kom út þótt blaðið í dag sé aðeins færri síður en venjulega. „Ritstjórnarkerfið var bara úr leik þannig viðþurftum að brjóta það um utan ritstjórnarkerfisins, við þurftum að vinna allar fréttir bara í Word og senda þær yfir. Þannig að þetta var mjög flókið og í raun og veru má segja að það sé bara kraftaverk að blaðið hafi komið út í morgun og lesendur hafi fengið það í hendur,“ sagði Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Það var ritstjórninni mikilvægt að blaðið kæmi út, en vefurinn mbl.is var einnig tekinn úr sambandi um tíma í gær í varúðarskini. „Þessi árás hún heppnast náttúrlega en það er ekki vegna þess að hér séu engar varnir. Við verðum fyrir árásum reglulega, ég er ekki að segja daglega en þær eru mjög tíðar. Stundum er auðvelt að hindra þessum árásum en sumar hafa verið mjög stórfeldar en bara vegna þess að við erum með vaska sveit manna í að tryggja öryggi þá hefur okkur tekist að verjast þeim, en í þetta skipti bara einfaldlega tókst það ekki,“ segir Karl. Netglæpir Netöryggi Tölvuárásir Rússland Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Útgáfufélag Árvakurs er langt frá því að vera eina fórnarlamb rússneska tölvuþrjótahópsins sem stendur að baki árásinni. Meðal annars Brimborg og Háskólinn í Reykjavík hafa svipaða reynslu að ógleymdum fjölda fyrirtækja og stofnanna annars staðar í heiminum sem orðið hafa fyrir barðinu á tölvuþrjótunum. Jacky Mallett, lekotor í tölvunarfræði við HR, segir erfitt að fullyrða nokkuð um bein tengsl hópsins við rússnesk stjórnvöld. Þó sé ljóst að sú hætta sé til staðar. „Ekkert þessu líkt er gert í Rússlandi án vitneskju rússneskra stjórnvalda sem hafa lokað stórum hluta netsins hjá sér og fylgjast grannt með því. Ég held að það væri óskynsamlegt að gera ekki ráð fyrir að afrit af gögnunum komist í hendur rússnesku leyniþjónustunnar,“ segir Jacky. Hópurinn sé þrælskipulagður í árásum sínum, bæði hér á landi og erlendis. „Það getur vel verið að með því að komast inn í eitt íslenskt netkerfi fái þeir smám saman upplýsingar sem geri þeim kleift að ráðast á önnur. Hún er mjög taugatrekkjandi þessi þráláta ógn því maður veit ekki hve miklar upplýsingar þeir fá með því bara að fylgjast með því sem fram fer á netkerfinu,“ segir Jacky. Varnir til staðar en komust samt í gegn Þrátt fyrir árásina á Árvakur í gær tókst að setja prentvélarnar í Hádegismóum í gang um klukkan hálf tvö í nótt og Morgunblaðið kom út þótt blaðið í dag sé aðeins færri síður en venjulega. „Ritstjórnarkerfið var bara úr leik þannig viðþurftum að brjóta það um utan ritstjórnarkerfisins, við þurftum að vinna allar fréttir bara í Word og senda þær yfir. Þannig að þetta var mjög flókið og í raun og veru má segja að það sé bara kraftaverk að blaðið hafi komið út í morgun og lesendur hafi fengið það í hendur,“ sagði Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Það var ritstjórninni mikilvægt að blaðið kæmi út, en vefurinn mbl.is var einnig tekinn úr sambandi um tíma í gær í varúðarskini. „Þessi árás hún heppnast náttúrlega en það er ekki vegna þess að hér séu engar varnir. Við verðum fyrir árásum reglulega, ég er ekki að segja daglega en þær eru mjög tíðar. Stundum er auðvelt að hindra þessum árásum en sumar hafa verið mjög stórfeldar en bara vegna þess að við erum með vaska sveit manna í að tryggja öryggi þá hefur okkur tekist að verjast þeim, en í þetta skipti bara einfaldlega tókst það ekki,“ segir Karl.
Netglæpir Netöryggi Tölvuárásir Rússland Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira