Ætla megi að gögn fórnarlamba rati til rússnesku leyniþjónustunnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. júní 2024 20:01 Jacky Mallett hefur fylgst með starfsemi rússneskra netárásahópa að undanförnu. Sami hópur er talinn bera ábyrgð á netárás sem gerð var á Árvakur í gær og á HR í byrjun árs. Það er kraftaverki líkast að tekist hafi að gefa út Morgunblaðið í dag eftir alvarlega tölvuárás í gær að mati aðstoðarritstjóra. Hópurinn á bak við árásina er skæður á alþjóðavettvangi og ætla má að gögn sem þrjótarnir komast yfir í árásum sínum rati í hendur rússnesku leyniþjónustunnar að sögn lektors í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík. Útgáfufélag Árvakurs er langt frá því að vera eina fórnarlamb rússneska tölvuþrjótahópsins sem stendur að baki árásinni. Meðal annars Brimborg og Háskólinn í Reykjavík hafa svipaða reynslu að ógleymdum fjölda fyrirtækja og stofnanna annars staðar í heiminum sem orðið hafa fyrir barðinu á tölvuþrjótunum. Jacky Mallett, lekotor í tölvunarfræði við HR, segir erfitt að fullyrða nokkuð um bein tengsl hópsins við rússnesk stjórnvöld. Þó sé ljóst að sú hætta sé til staðar. „Ekkert þessu líkt er gert í Rússlandi án vitneskju rússneskra stjórnvalda sem hafa lokað stórum hluta netsins hjá sér og fylgjast grannt með því. Ég held að það væri óskynsamlegt að gera ekki ráð fyrir að afrit af gögnunum komist í hendur rússnesku leyniþjónustunnar,“ segir Jacky. Hópurinn sé þrælskipulagður í árásum sínum, bæði hér á landi og erlendis. „Það getur vel verið að með því að komast inn í eitt íslenskt netkerfi fái þeir smám saman upplýsingar sem geri þeim kleift að ráðast á önnur. Hún er mjög taugatrekkjandi þessi þráláta ógn því maður veit ekki hve miklar upplýsingar þeir fá með því bara að fylgjast með því sem fram fer á netkerfinu,“ segir Jacky. Varnir til staðar en komust samt í gegn Þrátt fyrir árásina á Árvakur í gær tókst að setja prentvélarnar í Hádegismóum í gang um klukkan hálf tvö í nótt og Morgunblaðið kom út þótt blaðið í dag sé aðeins færri síður en venjulega. „Ritstjórnarkerfið var bara úr leik þannig viðþurftum að brjóta það um utan ritstjórnarkerfisins, við þurftum að vinna allar fréttir bara í Word og senda þær yfir. Þannig að þetta var mjög flókið og í raun og veru má segja að það sé bara kraftaverk að blaðið hafi komið út í morgun og lesendur hafi fengið það í hendur,“ sagði Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Það var ritstjórninni mikilvægt að blaðið kæmi út, en vefurinn mbl.is var einnig tekinn úr sambandi um tíma í gær í varúðarskini. „Þessi árás hún heppnast náttúrlega en það er ekki vegna þess að hér séu engar varnir. Við verðum fyrir árásum reglulega, ég er ekki að segja daglega en þær eru mjög tíðar. Stundum er auðvelt að hindra þessum árásum en sumar hafa verið mjög stórfeldar en bara vegna þess að við erum með vaska sveit manna í að tryggja öryggi þá hefur okkur tekist að verjast þeim, en í þetta skipti bara einfaldlega tókst það ekki,“ segir Karl. Netglæpir Netöryggi Tölvuárásir Rússland Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Útgáfufélag Árvakurs er langt frá því að vera eina fórnarlamb rússneska tölvuþrjótahópsins sem stendur að baki árásinni. Meðal annars Brimborg og Háskólinn í Reykjavík hafa svipaða reynslu að ógleymdum fjölda fyrirtækja og stofnanna annars staðar í heiminum sem orðið hafa fyrir barðinu á tölvuþrjótunum. Jacky Mallett, lekotor í tölvunarfræði við HR, segir erfitt að fullyrða nokkuð um bein tengsl hópsins við rússnesk stjórnvöld. Þó sé ljóst að sú hætta sé til staðar. „Ekkert þessu líkt er gert í Rússlandi án vitneskju rússneskra stjórnvalda sem hafa lokað stórum hluta netsins hjá sér og fylgjast grannt með því. Ég held að það væri óskynsamlegt að gera ekki ráð fyrir að afrit af gögnunum komist í hendur rússnesku leyniþjónustunnar,“ segir Jacky. Hópurinn sé þrælskipulagður í árásum sínum, bæði hér á landi og erlendis. „Það getur vel verið að með því að komast inn í eitt íslenskt netkerfi fái þeir smám saman upplýsingar sem geri þeim kleift að ráðast á önnur. Hún er mjög taugatrekkjandi þessi þráláta ógn því maður veit ekki hve miklar upplýsingar þeir fá með því bara að fylgjast með því sem fram fer á netkerfinu,“ segir Jacky. Varnir til staðar en komust samt í gegn Þrátt fyrir árásina á Árvakur í gær tókst að setja prentvélarnar í Hádegismóum í gang um klukkan hálf tvö í nótt og Morgunblaðið kom út þótt blaðið í dag sé aðeins færri síður en venjulega. „Ritstjórnarkerfið var bara úr leik þannig viðþurftum að brjóta það um utan ritstjórnarkerfisins, við þurftum að vinna allar fréttir bara í Word og senda þær yfir. Þannig að þetta var mjög flókið og í raun og veru má segja að það sé bara kraftaverk að blaðið hafi komið út í morgun og lesendur hafi fengið það í hendur,“ sagði Karl Blöndal, aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Það var ritstjórninni mikilvægt að blaðið kæmi út, en vefurinn mbl.is var einnig tekinn úr sambandi um tíma í gær í varúðarskini. „Þessi árás hún heppnast náttúrlega en það er ekki vegna þess að hér séu engar varnir. Við verðum fyrir árásum reglulega, ég er ekki að segja daglega en þær eru mjög tíðar. Stundum er auðvelt að hindra þessum árásum en sumar hafa verið mjög stórfeldar en bara vegna þess að við erum með vaska sveit manna í að tryggja öryggi þá hefur okkur tekist að verjast þeim, en í þetta skipti bara einfaldlega tókst það ekki,“ segir Karl.
Netglæpir Netöryggi Tölvuárásir Rússland Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira