Fótbolti

Segir að PSG skuldi honum fimm­tán milljarða króna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mánaðarlaun Kylian Mbappé hjá PSG myndu eflaust duga flestum út ævina. Félagið hætti að borga honum laun í apríl og skuldar honum nú hundrað milljónir evra.
Mánaðarlaun Kylian Mbappé hjá PSG myndu eflaust duga flestum út ævina. Félagið hætti að borga honum laun í apríl og skuldar honum nú hundrað milljónir evra. Getty/Clive Mason

Kylian Mbappé heldur því fram að Paris Saint Germain hafi hvorki borgað honum laun né bónusa síðan í apríl.

Franska stórblaðið L'Équipe hefur þetta eftir franska landsliðsframherjanun. Hann var á svakalegum launum hjá Parísarliðinu og upphæðin er því fljót að stækka eftir því sem mánuðirnir líða.

Lögmenn Mbappé telja að PSG skuldi honum nú næstum því hundrað milljónir evra eða fimmtán milljarða íslenskra króna.

PSG hætti að borga Mbappé þegar hann tilkynnti það að hann myndi ekki framlengja samning sinn við félagið heldur frekar láta gamla samninginn renna út í sumar.

Mbappé hefur síðan samið við spænska stórliðið Real Madrid.

Lögmennirnir hafa sent formlega kvörtun inn til franska knattspyrnusambandsins.

Mbappé fékk alls upplifa alls konar hluti á síðustu mánuðum sínum hjá PSG eftir að það stefndi brottför.

Hann var margoft settur á bekkinn í leikjum, tekinn út af í hálfleik og fékk ekki einu sinni að taka þátt í lokaleiknum á tímabilinu þegar honum var hent út úr leikmannahópnum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×