Fótbolti

Mörkin: Úkraína og Austur­ríki leyfa sér að dreyma

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Marcel Sabitzer vildi fá eitthvað fyrir sinn snúð.
Marcel Sabitzer vildi fá eitthvað fyrir sinn snúð. AP Photo/Petr Josek

Alls fóru þrír leikir fram á EM karla í knattspyrnu í gær, föstudag. Úkraína og Austurríki lifa í draumi um sæti í 16-liða úrslitum á meðan Holland og Frakkland gerðu markalaust jafntefli í leiðinlegum leik.

Úkraína hélt sér á lífi með 2-1 sigri á Slóvakíu. Hér að neðan má sjá allt það helsta úr leik liðanna í E-riðli.

Austurríki lagði Pólland 3-1 og lifir því í voninni með að komast í 16-liða úrslit.

Þá gerðu Holland og Frakkland markalaust jafntefli.


Tengdar fréttir

Möguleikar Pólverjar litlir sem engir eftir tap

Robert Lewandowski og félagar í Póllandi eru úr leik eftir markalaust jafntefli Hollands og Frakklands. Fyrr í dag tapaði Pólland 1-3 gegn Austurríki á EM karla í fótbolta. Bæði lið voru stigalaus fyrir leik dagsins.

Stórmeistarajafntefli í Leipzig

Holland og Frakkland gerðu markalaust jafntefli í síðasta leik dagsins á EM karla í fótbolta. Stig á bæði lið þýðir að þau eru jöfn í efstu tveimur sætum D-riðils að loknum tveimur leikjum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×