Færa bílastæðið lengra frá Skógafossi og hefja gjaldtöku Tómas Arnar Þorláksson skrifar 20. júní 2024 12:29 Framkvæmdir við Skógafoss að nýju bílastæði. Teitur Þorkelsson/Polar Front Framkvæmdir að nýju bílastæði við Skógafoss standa nú yfir en þeim mun ljúka þann fimmtánda september. Vegalengdin að fossinum sjálfum mun lengjast þar sem að gamla bílastæðinu verður lokað. Fólk í ferðaþjónustu hefur gagnrýnt þetta og sagt þetta hamla aðgengi að fossinum. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, tekur fyrir þessa gagnrýni í samtali við Vísi og bendir á að vegalengdin frá nýja bílastæðinu að Skógafossi verði ekki nema 500 metrar. Þá verður lagður slóði að fossinum til að tryggja aðgengi aldraða og hreyfihamlaðra að fossinum. Gjaldtaka hefjist við Skógafoss í september Hann staðfestir einnig að gjaldtaka verði á nýja bílastæðinu. Gjaldtakan verður sambærileg við gjaldtöku á öðrum stórum ferðamannastöðum og nefnir sem dæmi Þingvelli og Seljalandsfoss. „Þú greiðir og það eru engin tímamörk á stæðinu. Þú getur valið að greiða í gegnum smáforrit, á netinu eða í greiðsluvélum. Það verður svona myndavélakerfi þarna,“ segir hann og bætir við að nýja stæðið muni vera tvöfalt stærra. Gagnrýnin eigi ekki við rök að styðjast Í Facebook-hópnum, Bakland ferðaþjónustunnar, eru skipuleggjendur á svæðinu sakaðir um að tefja ferðamenn á svæðinu vísvitandi svo að fólk eyði sem mestum tíma í grennd við fossinn. Jafnframt er gagnrýnt að bílastæðið sé fært lengra frá fossinum og er því haldið fram að það sé gert í auðgunarskyni til að bjóða upp á flutning frá bílastæðinu að fossinum. „Þetta á ekki við rök að styðjast. Það eru fimm hundruð metrar frá bílastæðinu og að fossinum. Hugsunin er sú að þarna fari allar framkvæmdir út af friðlýsta svæðinu og þá bara um leið og þú ert kominn ertu með fossinn og óskerta sýn af náttúrunni og Skógafossi,“ segir Anton um gagnrýnina. Tryggja aðgengi hreyfihamlaðra Hann segir að jafnframt verði byggður upp betri áningarstaður við fossinn og að Umhverfisstofnun muni reisa upplyftan útsýnispall við fossinn. Spurður hvort að það verði malbikaður vegur fyrir fólk í hjólastól til að komast að fossinum segist Anton ekki vita hvernig því verði háttað. „Það verður líklegast unnið með svona náttúrulegt yfirborð eða allavega þannig að það verði gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða.“ Hefur ekki áhrif á ferðamenn Anton segir framkvæmdirnar ganga mjög vel og að allt sé eftir áætlun. Hann segir töluvert rask fylgja þessum framkvæmdum en bætir við að framkvæmdirnar hafi ekki áhrif á upplifun ferðamanna. „Við gerðum auka veg í gegnum framkvæmdarsvæðið svo það eru engar raskanir á aðkomu,“ segir hann. „Algjör bylting“ Hann segir að nýja stæðið muni bæta aðstöðuna til muna á svæðinu en einnig eru frekari framkvæmdir í pípunum á svæðinu. „Gamla stæðið er á áraurum og hefur verið mjög torfært undanfarin ár. Þetta er náttúrulega einn af stærstu ferðamannastöðum á landinu. Þetta verður algjör bylting. Við ætlum líka að byggja ný aðstöðuhús, klósett og aðstöðu fyrir landverði,“ segir hann og bætir við að þetta gefi náttúrunni á svæðinu svæðinu meira vægi þar sem öll bílaumferð og framkvæmdir verða fyrir utan friðlýsta svæðið. Rangárþing eystra Bílastæði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, tekur fyrir þessa gagnrýni í samtali við Vísi og bendir á að vegalengdin frá nýja bílastæðinu að Skógafossi verði ekki nema 500 metrar. Þá verður lagður slóði að fossinum til að tryggja aðgengi aldraða og hreyfihamlaðra að fossinum. Gjaldtaka hefjist við Skógafoss í september Hann staðfestir einnig að gjaldtaka verði á nýja bílastæðinu. Gjaldtakan verður sambærileg við gjaldtöku á öðrum stórum ferðamannastöðum og nefnir sem dæmi Þingvelli og Seljalandsfoss. „Þú greiðir og það eru engin tímamörk á stæðinu. Þú getur valið að greiða í gegnum smáforrit, á netinu eða í greiðsluvélum. Það verður svona myndavélakerfi þarna,“ segir hann og bætir við að nýja stæðið muni vera tvöfalt stærra. Gagnrýnin eigi ekki við rök að styðjast Í Facebook-hópnum, Bakland ferðaþjónustunnar, eru skipuleggjendur á svæðinu sakaðir um að tefja ferðamenn á svæðinu vísvitandi svo að fólk eyði sem mestum tíma í grennd við fossinn. Jafnframt er gagnrýnt að bílastæðið sé fært lengra frá fossinum og er því haldið fram að það sé gert í auðgunarskyni til að bjóða upp á flutning frá bílastæðinu að fossinum. „Þetta á ekki við rök að styðjast. Það eru fimm hundruð metrar frá bílastæðinu og að fossinum. Hugsunin er sú að þarna fari allar framkvæmdir út af friðlýsta svæðinu og þá bara um leið og þú ert kominn ertu með fossinn og óskerta sýn af náttúrunni og Skógafossi,“ segir Anton um gagnrýnina. Tryggja aðgengi hreyfihamlaðra Hann segir að jafnframt verði byggður upp betri áningarstaður við fossinn og að Umhverfisstofnun muni reisa upplyftan útsýnispall við fossinn. Spurður hvort að það verði malbikaður vegur fyrir fólk í hjólastól til að komast að fossinum segist Anton ekki vita hvernig því verði háttað. „Það verður líklegast unnið með svona náttúrulegt yfirborð eða allavega þannig að það verði gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða.“ Hefur ekki áhrif á ferðamenn Anton segir framkvæmdirnar ganga mjög vel og að allt sé eftir áætlun. Hann segir töluvert rask fylgja þessum framkvæmdum en bætir við að framkvæmdirnar hafi ekki áhrif á upplifun ferðamanna. „Við gerðum auka veg í gegnum framkvæmdarsvæðið svo það eru engar raskanir á aðkomu,“ segir hann. „Algjör bylting“ Hann segir að nýja stæðið muni bæta aðstöðuna til muna á svæðinu en einnig eru frekari framkvæmdir í pípunum á svæðinu. „Gamla stæðið er á áraurum og hefur verið mjög torfært undanfarin ár. Þetta er náttúrulega einn af stærstu ferðamannastöðum á landinu. Þetta verður algjör bylting. Við ætlum líka að byggja ný aðstöðuhús, klósett og aðstöðu fyrir landverði,“ segir hann og bætir við að þetta gefi náttúrunni á svæðinu svæðinu meira vægi þar sem öll bílaumferð og framkvæmdir verða fyrir utan friðlýsta svæðið.
Rangárþing eystra Bílastæði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira