Launaþróun æðstu embættismanna eigi að fylgja öðrum launum Lovísa Arnardóttir skrifar 19. júní 2024 22:23 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, segir það forgangsmál ríkisstjórnarinnar að vinna bug á verðbólgu og skapa Seðlabankanum skilyrði til að lækka vexti. Til að það gangi eftir verði forsendur nýgerðra kjarasamninga að standast og forðast þurfi launaskrið „sem endar í höfrungahlaupi á vinnumarkaði með þekktum afleiðingum.“ Þetta segir Bjarni í Facebook-færslu í kvöld en Bjarni mælti fyrir frumvarpi um lækkun launa æðstu embættismanna á þingi í dag og gekk málið eftir það til efnahags- og viðskiptanefndar. „Þjóðkjörnir fulltrúar og æðstu embættismenn eiga að ganga á undan með góðu fordæmi. Í dag mælti ég fyrir frumvarpi um að laun þessa hóps hækki um 66.000 krónur, eða 3,5% að meðaltali yfir hópinn. Að óbreyttu hefðu launin hins vegar hækkað um 8%, eða sem nemur hækkun launavísitölu ríkisstarfsmanna á síðasta ári. Lögin byggja á launum síðasta almanaksárs og því er skynsamlegt að miða við 66.000 króna hámark almennra hækkana í stefnumarkandi kjarasamningum 2022 og 2023,“ segir Bjarni í færslu sinni á Facebook. Hann segir að laun langflestra hópa hafi hækkað mikið á síðustu ári. Það eigi sérstaklega við um lægri tekjuhópa og að það skýri að miklu leyti hækkun launavísitölunnar. „Þær hækkanir geta í mínum huga ekki orðið ástæða þess að ríkið hækki laun æðstu embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa með svo ríflegum hætti. Heildarhagsmunirnir eru einfaldlega of miklir til að við getum látið það gerast,“ segir Bjarni. Hann segir aðstæður nú sérstakar en að almenningur eigi ekki að þurfa að venjast því að löggjafinn grípi inn í launaþróun með þessum hætti. „Von er á tillögum frá hópi fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á gildandi fyrirkomulagi. Markmiðið er að launaþróun þessa hóps fylgi í auknum mæli öðrum launum með eðlilegum hætti. Það sem mestu máli skiptir nú er að ná stjórn á verðbólgunni og stuðla að því að kaupmáttur geti haldið áfram að vaxa, líkt og hann hefur gert af miklum krafti undanfarin ár. Eitt er víst, að sama hvernig kerfi við hönnum þá mun það alltaf virka betur ef hér ríkir verðstöðugleiki.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira
Þetta segir Bjarni í Facebook-færslu í kvöld en Bjarni mælti fyrir frumvarpi um lækkun launa æðstu embættismanna á þingi í dag og gekk málið eftir það til efnahags- og viðskiptanefndar. „Þjóðkjörnir fulltrúar og æðstu embættismenn eiga að ganga á undan með góðu fordæmi. Í dag mælti ég fyrir frumvarpi um að laun þessa hóps hækki um 66.000 krónur, eða 3,5% að meðaltali yfir hópinn. Að óbreyttu hefðu launin hins vegar hækkað um 8%, eða sem nemur hækkun launavísitölu ríkisstarfsmanna á síðasta ári. Lögin byggja á launum síðasta almanaksárs og því er skynsamlegt að miða við 66.000 króna hámark almennra hækkana í stefnumarkandi kjarasamningum 2022 og 2023,“ segir Bjarni í færslu sinni á Facebook. Hann segir að laun langflestra hópa hafi hækkað mikið á síðustu ári. Það eigi sérstaklega við um lægri tekjuhópa og að það skýri að miklu leyti hækkun launavísitölunnar. „Þær hækkanir geta í mínum huga ekki orðið ástæða þess að ríkið hækki laun æðstu embættismanna og þjóðkjörinna fulltrúa með svo ríflegum hætti. Heildarhagsmunirnir eru einfaldlega of miklir til að við getum látið það gerast,“ segir Bjarni. Hann segir aðstæður nú sérstakar en að almenningur eigi ekki að þurfa að venjast því að löggjafinn grípi inn í launaþróun með þessum hætti. „Von er á tillögum frá hópi fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á gildandi fyrirkomulagi. Markmiðið er að launaþróun þessa hóps fylgi í auknum mæli öðrum launum með eðlilegum hætti. Það sem mestu máli skiptir nú er að ná stjórn á verðbólgunni og stuðla að því að kaupmáttur geti haldið áfram að vaxa, líkt og hann hefur gert af miklum krafti undanfarin ár. Eitt er víst, að sama hvernig kerfi við hönnum þá mun það alltaf virka betur ef hér ríkir verðstöðugleiki.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Sjá meira