Stjórnarandstaðan sameinuð í örorkulífeyrismálinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. júní 2024 11:21 Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar í velferðarnefnd Alþingis, er fyrsti flutningsmaður breytingartillögu stjórnarandstöðunnar. Hann segir málið í grunninn snúast um að enginn öryrki verði skilinn eftir. aðsend Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokka í velferðarnefnd Alþingis hafa lagt fram sameiginlegar breytingartillögur á örorkulífeyrisfrumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Stjórnarfrumvarp Guðmundar er án efa eitt af stærstu málum þingvetrarins enda snertir það lífsafkomu rúmlega 20 þúsund manns og breytingarnar á núverandi kerfi eru talsverðar, nái málið fram að ganga. Það er ekki á hverjum degi sem stjórnarandstöðuflokkarnir sameinast um mál enda eru þeir um margt ólíkir en nú hafa þeir lagt fram breytingartillögu þar sem meðal annars er lagt til að kjör þeirra öryrkja sem búa einir verði tryggð, að tryggt verði að enginn lækki beinlínis í tekjum og að betur verði gætt að sjálfsákvörðunarrétti öryrkja á vinnumarkaði. Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur sagt að umræddar breytingar séu langþráðar og að ákall hafi verið eftir því, svo árum skipti, að kerfinu yrði breytt og það bætt. Þingmenn Samfylkingarinnar og Flokks fólksins í velferðarnefnd hafa frá því frumvarpið var lagt fram gagnrýnt fjölmargt og sagst ekki munu hleypa málinu óbreyttu í gegnum þingið. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, skrifaði þannig í grein á Vísi að frumvarpið þarfnist ítarlegra endurbóta og að það dugi skammt til að uppræta sárafátækt meðal örorkulífeyrisþega. Ekki megi setja fólk í niðurlægjandi stöðu Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður breytingartillögu stjórnarandstöðunnar. Hann segir að málið, frá hans sjónarhóli, snúist um að enginn öryrki verði skilinn eftir. Hann segir að fólk með skerta starfsgetu sé sett í niðurlægjandi stöðu á vinnumarkaði með refsikenndum ákvæðum sem hljóti að ýta undir streitu og vanlíðan. Hann segir að þrátt fyrir að tekið hafi verið tillit til athugasemda séu enn mjög alvarlegir ágallar á málinu sem brýnt sé að lagfæra. „Og þá felst ákveðinn slagkraftur í því að stjórnarandstaðan sameinist um lágmarkskröfur – sem eru svo hófstilltar og í raun sjálfsagðar að við trúum ekki öðru en að meirihlutinn á Alþingi geti fallist á þær.“ Alls fimm tillögur að úrbótum Stjórnarandstaðan leggur til fimm breytingar á frumvarpi ráðherra og er áætlaður kostnaður við þær undir milljarði á ári. Í fyrsta lagi vill stjórnarandstaðan að hnykkt sé á því að enginn öryrki sem hefur þegar fengið örorkumat verði þvingaður í svokallað „samþætt sérfræðimat“. Í öðru lagi að Alþingi fái skýrslu um útfærslu á samþættu sérfræðingamati sem á að koma í stað örorkumats. Í þriðja lagi að fjárhæð heimilisuppbótar hækki svo tryggt verði að enginn öryrki verði skilinn eftir. Í fjórða lagi að öryrki í atvinnuleit fái aukið svigrúm til að leita sér að starfi við hæfi án þess að virknistyrkur falli niður og í síðasta lagi að skerðing á örorkulífeyri vegna fjármagnstekna maka verði afnumin. Samfylkingin Miðflokkurinn Píratar Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Fresta gildistöku kjarabóta til öryrkja til að slá á þenslu Ein af aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að slá á þenslu í efnahagslífinu er að fresta gildistöku væntanlegra laga um gagngerar breytingar á örorkulífeyriskerfinu. Þetta sparar ríkissjóði um 10 milljarða á næsta ári. Varaformaður Öryrkjabandalagsins segir ljóst að ekki væri hægt að rekja þensluna til öryrkja. 17. apríl 2024 12:12 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Sjá meira
Stjórnarfrumvarp Guðmundar er án efa eitt af stærstu málum þingvetrarins enda snertir það lífsafkomu rúmlega 20 þúsund manns og breytingarnar á núverandi kerfi eru talsverðar, nái málið fram að ganga. Það er ekki á hverjum degi sem stjórnarandstöðuflokkarnir sameinast um mál enda eru þeir um margt ólíkir en nú hafa þeir lagt fram breytingartillögu þar sem meðal annars er lagt til að kjör þeirra öryrkja sem búa einir verði tryggð, að tryggt verði að enginn lækki beinlínis í tekjum og að betur verði gætt að sjálfsákvörðunarrétti öryrkja á vinnumarkaði. Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur sagt að umræddar breytingar séu langþráðar og að ákall hafi verið eftir því, svo árum skipti, að kerfinu yrði breytt og það bætt. Þingmenn Samfylkingarinnar og Flokks fólksins í velferðarnefnd hafa frá því frumvarpið var lagt fram gagnrýnt fjölmargt og sagst ekki munu hleypa málinu óbreyttu í gegnum þingið. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, skrifaði þannig í grein á Vísi að frumvarpið þarfnist ítarlegra endurbóta og að það dugi skammt til að uppræta sárafátækt meðal örorkulífeyrisþega. Ekki megi setja fólk í niðurlægjandi stöðu Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður breytingartillögu stjórnarandstöðunnar. Hann segir að málið, frá hans sjónarhóli, snúist um að enginn öryrki verði skilinn eftir. Hann segir að fólk með skerta starfsgetu sé sett í niðurlægjandi stöðu á vinnumarkaði með refsikenndum ákvæðum sem hljóti að ýta undir streitu og vanlíðan. Hann segir að þrátt fyrir að tekið hafi verið tillit til athugasemda séu enn mjög alvarlegir ágallar á málinu sem brýnt sé að lagfæra. „Og þá felst ákveðinn slagkraftur í því að stjórnarandstaðan sameinist um lágmarkskröfur – sem eru svo hófstilltar og í raun sjálfsagðar að við trúum ekki öðru en að meirihlutinn á Alþingi geti fallist á þær.“ Alls fimm tillögur að úrbótum Stjórnarandstaðan leggur til fimm breytingar á frumvarpi ráðherra og er áætlaður kostnaður við þær undir milljarði á ári. Í fyrsta lagi vill stjórnarandstaðan að hnykkt sé á því að enginn öryrki sem hefur þegar fengið örorkumat verði þvingaður í svokallað „samþætt sérfræðimat“. Í öðru lagi að Alþingi fái skýrslu um útfærslu á samþættu sérfræðingamati sem á að koma í stað örorkumats. Í þriðja lagi að fjárhæð heimilisuppbótar hækki svo tryggt verði að enginn öryrki verði skilinn eftir. Í fjórða lagi að öryrki í atvinnuleit fái aukið svigrúm til að leita sér að starfi við hæfi án þess að virknistyrkur falli niður og í síðasta lagi að skerðing á örorkulífeyri vegna fjármagnstekna maka verði afnumin.
Samfylkingin Miðflokkurinn Píratar Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Fresta gildistöku kjarabóta til öryrkja til að slá á þenslu Ein af aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að slá á þenslu í efnahagslífinu er að fresta gildistöku væntanlegra laga um gagngerar breytingar á örorkulífeyriskerfinu. Þetta sparar ríkissjóði um 10 milljarða á næsta ári. Varaformaður Öryrkjabandalagsins segir ljóst að ekki væri hægt að rekja þensluna til öryrkja. 17. apríl 2024 12:12 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Sjá meira
Fresta gildistöku kjarabóta til öryrkja til að slá á þenslu Ein af aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að slá á þenslu í efnahagslífinu er að fresta gildistöku væntanlegra laga um gagngerar breytingar á örorkulífeyriskerfinu. Þetta sparar ríkissjóði um 10 milljarða á næsta ári. Varaformaður Öryrkjabandalagsins segir ljóst að ekki væri hægt að rekja þensluna til öryrkja. 17. apríl 2024 12:12
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent