Stjórnarandstaðan sameinuð í örorkulífeyrismálinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. júní 2024 11:21 Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar í velferðarnefnd Alþingis, er fyrsti flutningsmaður breytingartillögu stjórnarandstöðunnar. Hann segir málið í grunninn snúast um að enginn öryrki verði skilinn eftir. aðsend Fulltrúar allra stjórnarandstöðuflokka í velferðarnefnd Alþingis hafa lagt fram sameiginlegar breytingartillögur á örorkulífeyrisfrumvarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra. Stjórnarfrumvarp Guðmundar er án efa eitt af stærstu málum þingvetrarins enda snertir það lífsafkomu rúmlega 20 þúsund manns og breytingarnar á núverandi kerfi eru talsverðar, nái málið fram að ganga. Það er ekki á hverjum degi sem stjórnarandstöðuflokkarnir sameinast um mál enda eru þeir um margt ólíkir en nú hafa þeir lagt fram breytingartillögu þar sem meðal annars er lagt til að kjör þeirra öryrkja sem búa einir verði tryggð, að tryggt verði að enginn lækki beinlínis í tekjum og að betur verði gætt að sjálfsákvörðunarrétti öryrkja á vinnumarkaði. Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur sagt að umræddar breytingar séu langþráðar og að ákall hafi verið eftir því, svo árum skipti, að kerfinu yrði breytt og það bætt. Þingmenn Samfylkingarinnar og Flokks fólksins í velferðarnefnd hafa frá því frumvarpið var lagt fram gagnrýnt fjölmargt og sagst ekki munu hleypa málinu óbreyttu í gegnum þingið. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, skrifaði þannig í grein á Vísi að frumvarpið þarfnist ítarlegra endurbóta og að það dugi skammt til að uppræta sárafátækt meðal örorkulífeyrisþega. Ekki megi setja fólk í niðurlægjandi stöðu Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður breytingartillögu stjórnarandstöðunnar. Hann segir að málið, frá hans sjónarhóli, snúist um að enginn öryrki verði skilinn eftir. Hann segir að fólk með skerta starfsgetu sé sett í niðurlægjandi stöðu á vinnumarkaði með refsikenndum ákvæðum sem hljóti að ýta undir streitu og vanlíðan. Hann segir að þrátt fyrir að tekið hafi verið tillit til athugasemda séu enn mjög alvarlegir ágallar á málinu sem brýnt sé að lagfæra. „Og þá felst ákveðinn slagkraftur í því að stjórnarandstaðan sameinist um lágmarkskröfur – sem eru svo hófstilltar og í raun sjálfsagðar að við trúum ekki öðru en að meirihlutinn á Alþingi geti fallist á þær.“ Alls fimm tillögur að úrbótum Stjórnarandstaðan leggur til fimm breytingar á frumvarpi ráðherra og er áætlaður kostnaður við þær undir milljarði á ári. Í fyrsta lagi vill stjórnarandstaðan að hnykkt sé á því að enginn öryrki sem hefur þegar fengið örorkumat verði þvingaður í svokallað „samþætt sérfræðimat“. Í öðru lagi að Alþingi fái skýrslu um útfærslu á samþættu sérfræðingamati sem á að koma í stað örorkumats. Í þriðja lagi að fjárhæð heimilisuppbótar hækki svo tryggt verði að enginn öryrki verði skilinn eftir. Í fjórða lagi að öryrki í atvinnuleit fái aukið svigrúm til að leita sér að starfi við hæfi án þess að virknistyrkur falli niður og í síðasta lagi að skerðing á örorkulífeyri vegna fjármagnstekna maka verði afnumin. Samfylkingin Miðflokkurinn Píratar Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Fresta gildistöku kjarabóta til öryrkja til að slá á þenslu Ein af aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að slá á þenslu í efnahagslífinu er að fresta gildistöku væntanlegra laga um gagngerar breytingar á örorkulífeyriskerfinu. Þetta sparar ríkissjóði um 10 milljarða á næsta ári. Varaformaður Öryrkjabandalagsins segir ljóst að ekki væri hægt að rekja þensluna til öryrkja. 17. apríl 2024 12:12 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Stjórnarfrumvarp Guðmundar er án efa eitt af stærstu málum þingvetrarins enda snertir það lífsafkomu rúmlega 20 þúsund manns og breytingarnar á núverandi kerfi eru talsverðar, nái málið fram að ganga. Það er ekki á hverjum degi sem stjórnarandstöðuflokkarnir sameinast um mál enda eru þeir um margt ólíkir en nú hafa þeir lagt fram breytingartillögu þar sem meðal annars er lagt til að kjör þeirra öryrkja sem búa einir verði tryggð, að tryggt verði að enginn lækki beinlínis í tekjum og að betur verði gætt að sjálfsákvörðunarrétti öryrkja á vinnumarkaði. Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur sagt að umræddar breytingar séu langþráðar og að ákall hafi verið eftir því, svo árum skipti, að kerfinu yrði breytt og það bætt. Þingmenn Samfylkingarinnar og Flokks fólksins í velferðarnefnd hafa frá því frumvarpið var lagt fram gagnrýnt fjölmargt og sagst ekki munu hleypa málinu óbreyttu í gegnum þingið. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, skrifaði þannig í grein á Vísi að frumvarpið þarfnist ítarlegra endurbóta og að það dugi skammt til að uppræta sárafátækt meðal örorkulífeyrisþega. Ekki megi setja fólk í niðurlægjandi stöðu Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður breytingartillögu stjórnarandstöðunnar. Hann segir að málið, frá hans sjónarhóli, snúist um að enginn öryrki verði skilinn eftir. Hann segir að fólk með skerta starfsgetu sé sett í niðurlægjandi stöðu á vinnumarkaði með refsikenndum ákvæðum sem hljóti að ýta undir streitu og vanlíðan. Hann segir að þrátt fyrir að tekið hafi verið tillit til athugasemda séu enn mjög alvarlegir ágallar á málinu sem brýnt sé að lagfæra. „Og þá felst ákveðinn slagkraftur í því að stjórnarandstaðan sameinist um lágmarkskröfur – sem eru svo hófstilltar og í raun sjálfsagðar að við trúum ekki öðru en að meirihlutinn á Alþingi geti fallist á þær.“ Alls fimm tillögur að úrbótum Stjórnarandstaðan leggur til fimm breytingar á frumvarpi ráðherra og er áætlaður kostnaður við þær undir milljarði á ári. Í fyrsta lagi vill stjórnarandstaðan að hnykkt sé á því að enginn öryrki sem hefur þegar fengið örorkumat verði þvingaður í svokallað „samþætt sérfræðimat“. Í öðru lagi að Alþingi fái skýrslu um útfærslu á samþættu sérfræðingamati sem á að koma í stað örorkumats. Í þriðja lagi að fjárhæð heimilisuppbótar hækki svo tryggt verði að enginn öryrki verði skilinn eftir. Í fjórða lagi að öryrki í atvinnuleit fái aukið svigrúm til að leita sér að starfi við hæfi án þess að virknistyrkur falli niður og í síðasta lagi að skerðing á örorkulífeyri vegna fjármagnstekna maka verði afnumin.
Samfylkingin Miðflokkurinn Píratar Viðreisn Flokkur fólksins Tengdar fréttir Fresta gildistöku kjarabóta til öryrkja til að slá á þenslu Ein af aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að slá á þenslu í efnahagslífinu er að fresta gildistöku væntanlegra laga um gagngerar breytingar á örorkulífeyriskerfinu. Þetta sparar ríkissjóði um 10 milljarða á næsta ári. Varaformaður Öryrkjabandalagsins segir ljóst að ekki væri hægt að rekja þensluna til öryrkja. 17. apríl 2024 12:12 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Fresta gildistöku kjarabóta til öryrkja til að slá á þenslu Ein af aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að slá á þenslu í efnahagslífinu er að fresta gildistöku væntanlegra laga um gagngerar breytingar á örorkulífeyriskerfinu. Þetta sparar ríkissjóði um 10 milljarða á næsta ári. Varaformaður Öryrkjabandalagsins segir ljóst að ekki væri hægt að rekja þensluna til öryrkja. 17. apríl 2024 12:12